Veðurspáin hjálpar ekki við slökkvistarf í Borgarfirði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. maí 2020 23:37 Slökkviliðsmenn á vettvangi fara yfir aðgerðir Vísir/Jóhann K. Slökkviliðsmenn frá þremur slökkvistöðvum í Borgarfirði, frá Akranesi og frá Brunavörnum Suðurnesja berjast enn við mikinn gróðureld í Norðurárdal í Borgarfirði, nærri fossinum Glanna við Bifröst. Tilkynning um eldinn barst slökkviliði á sjötta tímanum í dag en ljóst var strax í upphafi að eldurinn yrði erfiður viðureignar. Þegar hefur mikill gróður, tré, kjarr, og mosi orðið undir. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, stýrir aðgerðum á vettvangi. Hann segir mjög erfitt fyrir slökkviliðsmenn að fara yfir í hrauninu sem er á svæðinu. Gróðureldur er allt annað en sina „Þetta er þungt verkefni. Gróðureldur er allt annað en sina. Við gerum ekkert með klöppum. Við þurfum að drekkja þessu öllu með vatni. Eldurinn nær langt niður í jörðina, þannig að við erum í vandræðum og verðum líklegast í dágóðan tíma,“ segir Heiðar. Fjörutíu slökkviliðsmenn frá Borgarbyggð, tuttugu frá Akranesi og að minnsta kosti tíu slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja taka þátt í aðgerðum á vettvangi auk lögreglu og tuttugu björgunarsveitarmanna. Þá hafa bændur á svæðinu lagt til haugsugur til þess að sprauta vatni. Í heildina um hundrað manns. „Öll erum við að hjálpast að við að klára þetta verkefni,“ segir Heiðar. EIns og sjá má er reykjarmökkurinn mikill og liggur beint yfir þjóðveginn.Vísir/Jóhann K. Vinna út frá þjóðveginum og þurfa því að stöðva umferð Stöðva hefur þurft umferð um þjóðveginn við Bifröst og hefur umferð verið fylgt í gegnum reykjamökkinn sem liggur yfir þjóðveginn. „Það er til að tryggja öryggi mannskapsins. Við erum að vinna út frá veginum og hikum ekki við að stöðva umferð. Við þökkum fólki fyrir þolinmæðina á meðan þessu stendur,“ segir Heiðar. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð.Vísir/Jóhann K. Svæðið stór en afmarkað Heiðar segir að svæðið þar sem gróðureldarnir loga sé afmarkað. Við erum að ná góðum tökum á þessu. Eins og staðan er núna þá er þetta afmarkað. Að hluta til þurfi að leyfa hluta svæðisins að brenna. „Við verðum að finna okkur línu til þess að stöðva einhverstaðar og þetta verður að fá að brenna þangað til,“ segir Heiðar og bætir því við að líklega verði slökkvilið við störf á svæðinu langt fram á nótt. Slökkviliðsmenn frá Reykjanesbæ komu á vettvang nú á tólfta tímanum Heiðar segir að ekkert sé í hættu á svæðinu annað en gróður. Hann segir að eldsupptök séu ekki kunn að svo komnu máli. Lögreglumenn á vettvangi í Norðurárdal. Veðurspáin fyrir nóttina hefði mátt vera betri með smá úrkomu sem hefði hjálpað til við slökkvistarf.Vísir/Jóhann K. Veðurspáin fyrir nóttina hjálpar ekki til Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð gjólu fram á nótt á svæðinu en þegar líður á nóttina mun verða logn. Engri úrkomu er spáð í Borgarfirði til morguns, en skúradempur, líkt og voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, hefðu hjálpað slökkviliðsmönnum við slökkvistarf. Slökkvilið Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Slökkviliðsmenn frá þremur slökkvistöðvum í Borgarfirði, frá Akranesi og frá Brunavörnum Suðurnesja berjast enn við mikinn gróðureld í Norðurárdal í Borgarfirði, nærri fossinum Glanna við Bifröst. Tilkynning um eldinn barst slökkviliði á sjötta tímanum í dag en ljóst var strax í upphafi að eldurinn yrði erfiður viðureignar. Þegar hefur mikill gróður, tré, kjarr, og mosi orðið undir. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, stýrir aðgerðum á vettvangi. Hann segir mjög erfitt fyrir slökkviliðsmenn að fara yfir í hrauninu sem er á svæðinu. Gróðureldur er allt annað en sina „Þetta er þungt verkefni. Gróðureldur er allt annað en sina. Við gerum ekkert með klöppum. Við þurfum að drekkja þessu öllu með vatni. Eldurinn nær langt niður í jörðina, þannig að við erum í vandræðum og verðum líklegast í dágóðan tíma,“ segir Heiðar. Fjörutíu slökkviliðsmenn frá Borgarbyggð, tuttugu frá Akranesi og að minnsta kosti tíu slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja taka þátt í aðgerðum á vettvangi auk lögreglu og tuttugu björgunarsveitarmanna. Þá hafa bændur á svæðinu lagt til haugsugur til þess að sprauta vatni. Í heildina um hundrað manns. „Öll erum við að hjálpast að við að klára þetta verkefni,“ segir Heiðar. EIns og sjá má er reykjarmökkurinn mikill og liggur beint yfir þjóðveginn.Vísir/Jóhann K. Vinna út frá þjóðveginum og þurfa því að stöðva umferð Stöðva hefur þurft umferð um þjóðveginn við Bifröst og hefur umferð verið fylgt í gegnum reykjamökkinn sem liggur yfir þjóðveginn. „Það er til að tryggja öryggi mannskapsins. Við erum að vinna út frá veginum og hikum ekki við að stöðva umferð. Við þökkum fólki fyrir þolinmæðina á meðan þessu stendur,“ segir Heiðar. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð.Vísir/Jóhann K. Svæðið stór en afmarkað Heiðar segir að svæðið þar sem gróðureldarnir loga sé afmarkað. Við erum að ná góðum tökum á þessu. Eins og staðan er núna þá er þetta afmarkað. Að hluta til þurfi að leyfa hluta svæðisins að brenna. „Við verðum að finna okkur línu til þess að stöðva einhverstaðar og þetta verður að fá að brenna þangað til,“ segir Heiðar og bætir því við að líklega verði slökkvilið við störf á svæðinu langt fram á nótt. Slökkviliðsmenn frá Reykjanesbæ komu á vettvang nú á tólfta tímanum Heiðar segir að ekkert sé í hættu á svæðinu annað en gróður. Hann segir að eldsupptök séu ekki kunn að svo komnu máli. Lögreglumenn á vettvangi í Norðurárdal. Veðurspáin fyrir nóttina hefði mátt vera betri með smá úrkomu sem hefði hjálpað til við slökkvistarf.Vísir/Jóhann K. Veðurspáin fyrir nóttina hjálpar ekki til Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð gjólu fram á nótt á svæðinu en þegar líður á nóttina mun verða logn. Engri úrkomu er spáð í Borgarfirði til morguns, en skúradempur, líkt og voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, hefðu hjálpað slökkviliðsmönnum við slökkvistarf.
Slökkvilið Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira