Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2020 20:52 Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi sem fór fram síðdegis í dag. Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri, segir stjórnina „ætla aðeins að lúra á þessu“ og hún ætli ekki að taka ákvörðun í fljótfærni. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. Fimm útgerðir af sjö sem áttu aðild að málsókn gegn ríkinu vegna úthlutunar makrílaflaheimilda tilkynntu í gær að þær ætluðu að falla frá henni. Saman höfðu útgerðirnar sjö krafið ríkið um skaðabætur upp á rúma tíu milljarða króna. Vísuðu útgerðirnar til ástandsins í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins um ákvörðun sína um að falla frá málinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hugins ehf., segir við Vísi að ekki hafi verið haldinn formlegur stjórnarfundur um málið enn sem komið er en hans persónulega skoðun sé að halda málinu gegn ríkinu áfram. Hann býst við að stjórnin ræði málið einhvern tímann á næstu dögunum. Gefa sér meiri tíma til að ræða málið Stjórn Vinnslustöðvarinnar fundaði í dag en Sigurgeir segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um hvort að hún vilji halda málsókninni til streitu. „Við ætlum aðeins að lúra á þessu bara, hvað við gerum, hvernig við förum í þetta,“ segir Sigurgeir við Vísi. Fyrirtækið ætli að gefa sér meiri tíma í að fara yfir málið. „Ég vona það að við náum því á morgun, og ef ekki á morgun þá bara strax eftir helgi,“ segir hann. Vinnslustöðin er hluthafi í Huginn en Sigurgeir segir að afstaða stjórnar Hugins hafi ekki áhrif á hvernig Vinnslustöðin nálgast málsóknina. „Auðvitað erum við hluthafar í Huginn en Vinnslustöðin ræður ekki Huginn. Huginn tekur bara sína sjálfstæðu ákvörðun óháð okkar en það er ekkert því að leyna að þræðirnir eru sterkir á milli,“ segir Sigurgeir. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Huginn vill halda kröfunni til streitu en Vinnslustöðin fundar síðdegis Fimm útgerðir af sjö sem stóðu að málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutun makrílaflaheimilda ákváðu í gær að falla frá henni. 16. apríl 2020 13:09 Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15. apríl 2020 18:13 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi sem fór fram síðdegis í dag. Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri, segir stjórnina „ætla aðeins að lúra á þessu“ og hún ætli ekki að taka ákvörðun í fljótfærni. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. Fimm útgerðir af sjö sem áttu aðild að málsókn gegn ríkinu vegna úthlutunar makrílaflaheimilda tilkynntu í gær að þær ætluðu að falla frá henni. Saman höfðu útgerðirnar sjö krafið ríkið um skaðabætur upp á rúma tíu milljarða króna. Vísuðu útgerðirnar til ástandsins í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins um ákvörðun sína um að falla frá málinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hugins ehf., segir við Vísi að ekki hafi verið haldinn formlegur stjórnarfundur um málið enn sem komið er en hans persónulega skoðun sé að halda málinu gegn ríkinu áfram. Hann býst við að stjórnin ræði málið einhvern tímann á næstu dögunum. Gefa sér meiri tíma til að ræða málið Stjórn Vinnslustöðvarinnar fundaði í dag en Sigurgeir segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um hvort að hún vilji halda málsókninni til streitu. „Við ætlum aðeins að lúra á þessu bara, hvað við gerum, hvernig við förum í þetta,“ segir Sigurgeir við Vísi. Fyrirtækið ætli að gefa sér meiri tíma í að fara yfir málið. „Ég vona það að við náum því á morgun, og ef ekki á morgun þá bara strax eftir helgi,“ segir hann. Vinnslustöðin er hluthafi í Huginn en Sigurgeir segir að afstaða stjórnar Hugins hafi ekki áhrif á hvernig Vinnslustöðin nálgast málsóknina. „Auðvitað erum við hluthafar í Huginn en Vinnslustöðin ræður ekki Huginn. Huginn tekur bara sína sjálfstæðu ákvörðun óháð okkar en það er ekkert því að leyna að þræðirnir eru sterkir á milli,“ segir Sigurgeir.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Huginn vill halda kröfunni til streitu en Vinnslustöðin fundar síðdegis Fimm útgerðir af sjö sem stóðu að málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutun makrílaflaheimilda ákváðu í gær að falla frá henni. 16. apríl 2020 13:09 Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15. apríl 2020 18:13 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Huginn vill halda kröfunni til streitu en Vinnslustöðin fundar síðdegis Fimm útgerðir af sjö sem stóðu að málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutun makrílaflaheimilda ákváðu í gær að falla frá henni. 16. apríl 2020 13:09
Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15. apríl 2020 18:13