Verkfall BSRB skollið á: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður Samúel Karl Ólason og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 9. mars 2020 00:02 Frá undirritun samningsins. Vísir/Jóhann BSRB hefur undirritað einn kjarasamning við samninganefnd hins opinbera. Samningur þessi nær til allra bæjarstarfsmanna, utan Reykjavíkur. Önnur verkföll eru skollin á, í samræmi við aðgerðaráætlun aðildarfélaga BSRB. Viðræður munu standa yfir fram á nótt vegna annarra samninga. Aðgerðaráætlunina má sjá hér, á vef BSRB. Samningurinn sem hefur verið undirritaður nær yfir efsta liðinn, þann grænbláa. Sá nær til um 7.500 af þeim sextán þúsund sem áttu að fara í verkfall á miðnætti. Verkföll munu hafa áhrif á skólastarf. Þá er búið að veita starfsfólki á Landspítalanum og heilsugæslustöðvum undanþágu vegna nýju kórónuveirunnar. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir mörg stéttarfélög sveitarfélaga í samfloti kalla sig Bæjastarfsmannafélögin. Þau hafi samið við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Þetta er verulega ánægjulegur áfangi,“ segir Sonja. Samningurinn gildir til 31. mars 2023. Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.Vísir/Sigurjón Verið er að semja um styttingu vinnuviku við dagvinnufólk og vaktavinnufólk og eru það stórtíðindi að mati Sonju. Þetta hafi ekki breyst hjá opinberum starfsmönnum í um fimmtíu ár. „Þannig að við teljum þetta merkan áfanga og erum búin að stefna að þessu lengi hjá BSRB og aðildarfélögin staðið þétt að baki þessarar kröfu.“ Einnig er verið að semja um fleiri atriði eins og 30 daga orlof fyrir alla og 90 þúsund króna hækkun á kjarasamningstímabilinu. „Það eru mörg góð atriði í þessum samningi,“ segir Sonja. Varðandi nóttina segir hún að verið sé að vinna hörðum höndum að því að semja við borgina og segist Sonja vonast til þess að það klárist í nótt. Ekki sé mikið á milli deiluaðila. Mun lengra sé þó á milli samningsaðila þegar komi að viðræðunum við ríkið. Efling og hið opinbera skrifuðu undir kjarasamninga um helgina en viðræður á milli Eflingar og Reykjavíkur standa enn yfir. Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu og formaður BSRB-nefndar Bæjarstarfsmannafélaganna.Vísir/Jóhann Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu og formaður BSRB-nefndar Bæjarstarfsmannafélaganna, segir að samningurinn sem var undirritaður skili sömu krónutölu og Lífskjarasamningarnir svokölluðu. Þeim hafi ekki verið raskað. „Þetta er búið að taka sinn tíma og ýmsar uppákomur á leiðinni. Þannig að það er mikill léttir að vera búinn að þessu,“ segir Arna Jakobína. Umfangsmiklu verkfalli hafi verið afstýrt. „Þannig að þetta er örugglega mikill léttir víða um landi, að það er ekki verkfall á morgun.“ Arna Jakobína segir stóra þáttinn í þessum samningi vera styttingu vinnuvikunnar. Það hafi mikil áhersla verið lögð á það. Nú verður farið í að kynna samninga fyrir félagsmönnum og það þarf að gerast fyrir 23. mars. Þau félög sem hafa undirritað kjarasamninginn og aflýst verkföllum gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru: Kjölur, stéttarfélag í almannaþjónustu Sameyki, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu Samflot bæjarstarfsmannafélaga f.h. eftirtalinna stéttarfélaga, Félag opinberra starfsmanna á Austarlandi Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu Starfsmannafélag Fjallabyggðar Starfsmannafélag Fjarðabyggðar Starfsmannafélag Húsavíkur Starfsmannafélag Vestmannaeyja Samstarf 6 bæjarstarfsmannafélaga f.h. eftirtalinnna stéttarfélaga, FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu Starfsmannafélag Hafnarfjarðar Starfsmannafélag Kópavogs Starfamannafélag Mosfellsbæjar Starfsmannafélag Suðurnesja Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Klukkan tifar í Karphúsinu Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. 8. mars 2020 22:29 Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8. mars 2020 09:54 Styttist í verkföll Verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti náist ekki samningar hjá deiluaðilum fyrir þann tíma. 8. mars 2020 18:17 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira
BSRB hefur undirritað einn kjarasamning við samninganefnd hins opinbera. Samningur þessi nær til allra bæjarstarfsmanna, utan Reykjavíkur. Önnur verkföll eru skollin á, í samræmi við aðgerðaráætlun aðildarfélaga BSRB. Viðræður munu standa yfir fram á nótt vegna annarra samninga. Aðgerðaráætlunina má sjá hér, á vef BSRB. Samningurinn sem hefur verið undirritaður nær yfir efsta liðinn, þann grænbláa. Sá nær til um 7.500 af þeim sextán þúsund sem áttu að fara í verkfall á miðnætti. Verkföll munu hafa áhrif á skólastarf. Þá er búið að veita starfsfólki á Landspítalanum og heilsugæslustöðvum undanþágu vegna nýju kórónuveirunnar. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir mörg stéttarfélög sveitarfélaga í samfloti kalla sig Bæjastarfsmannafélögin. Þau hafi samið við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Þetta er verulega ánægjulegur áfangi,“ segir Sonja. Samningurinn gildir til 31. mars 2023. Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.Vísir/Sigurjón Verið er að semja um styttingu vinnuviku við dagvinnufólk og vaktavinnufólk og eru það stórtíðindi að mati Sonju. Þetta hafi ekki breyst hjá opinberum starfsmönnum í um fimmtíu ár. „Þannig að við teljum þetta merkan áfanga og erum búin að stefna að þessu lengi hjá BSRB og aðildarfélögin staðið þétt að baki þessarar kröfu.“ Einnig er verið að semja um fleiri atriði eins og 30 daga orlof fyrir alla og 90 þúsund króna hækkun á kjarasamningstímabilinu. „Það eru mörg góð atriði í þessum samningi,“ segir Sonja. Varðandi nóttina segir hún að verið sé að vinna hörðum höndum að því að semja við borgina og segist Sonja vonast til þess að það klárist í nótt. Ekki sé mikið á milli deiluaðila. Mun lengra sé þó á milli samningsaðila þegar komi að viðræðunum við ríkið. Efling og hið opinbera skrifuðu undir kjarasamninga um helgina en viðræður á milli Eflingar og Reykjavíkur standa enn yfir. Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu og formaður BSRB-nefndar Bæjarstarfsmannafélaganna.Vísir/Jóhann Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu og formaður BSRB-nefndar Bæjarstarfsmannafélaganna, segir að samningurinn sem var undirritaður skili sömu krónutölu og Lífskjarasamningarnir svokölluðu. Þeim hafi ekki verið raskað. „Þetta er búið að taka sinn tíma og ýmsar uppákomur á leiðinni. Þannig að það er mikill léttir að vera búinn að þessu,“ segir Arna Jakobína. Umfangsmiklu verkfalli hafi verið afstýrt. „Þannig að þetta er örugglega mikill léttir víða um landi, að það er ekki verkfall á morgun.“ Arna Jakobína segir stóra þáttinn í þessum samningi vera styttingu vinnuvikunnar. Það hafi mikil áhersla verið lögð á það. Nú verður farið í að kynna samninga fyrir félagsmönnum og það þarf að gerast fyrir 23. mars. Þau félög sem hafa undirritað kjarasamninginn og aflýst verkföllum gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru: Kjölur, stéttarfélag í almannaþjónustu Sameyki, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu Samflot bæjarstarfsmannafélaga f.h. eftirtalinna stéttarfélaga, Félag opinberra starfsmanna á Austarlandi Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu Starfsmannafélag Fjallabyggðar Starfsmannafélag Fjarðabyggðar Starfsmannafélag Húsavíkur Starfsmannafélag Vestmannaeyja Samstarf 6 bæjarstarfsmannafélaga f.h. eftirtalinnna stéttarfélaga, FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu Starfsmannafélag Hafnarfjarðar Starfsmannafélag Kópavogs Starfamannafélag Mosfellsbæjar Starfsmannafélag Suðurnesja
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Klukkan tifar í Karphúsinu Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. 8. mars 2020 22:29 Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8. mars 2020 09:54 Styttist í verkföll Verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti náist ekki samningar hjá deiluaðilum fyrir þann tíma. 8. mars 2020 18:17 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira
Klukkan tifar í Karphúsinu Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. 8. mars 2020 22:29
Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8. mars 2020 09:54
Styttist í verkföll Verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti náist ekki samningar hjá deiluaðilum fyrir þann tíma. 8. mars 2020 18:17