Mælir með skipulögðu foreldrarölti til að koma í veg fyrir hópamyndun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. apríl 2020 13:02 Víðir Reynisson. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur áhyggjur af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. Hópsmit gæti komið upp við slíkar aðstæður sem gætu hæglega sett afnám takmarkana 4. maí í uppnám. Hann mælir með því að foreldrar skerist í leikinn með skipulögðu foreldrarölti. Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á kvöldin. Segir í bréfi frá Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, deildarstjóra almannavarna á höfuðborgarsvæðinu, að ábendingar hafi borist þess efnis til almannavarna. „Það sem manni langar að segja við þessa krakka er það að við erum að vinna þetta öll saman og krakkarnir verða að vera með okkur í þessu. Þetta beinist ekki að því að við séum að vernda ykkur sérstaklega því við höfum sagt að með börn og unglinga að þau smitist minna en þau geta alveg verið að fá smit og bera þá smit heim til sín til mömmu og pabba eða ömmu og afa og það er það sem við hræðumst núna,“ segir Víðir. Hann minnir á að hópsýkingar geti sett fyrirætlanir um afléttingu takmarkana í uppnám. „Það skiptir öllu máli að við áttum okkur á því að þrátt fyrir að við séum að tala um að það sé að ganga vel og að við séum búin að ná hámarki þá þýðir það einmitt það að við erum í hámarki. Það eru mjög margir smitaðir úti ennþá og mjög margir að smitast þó þeim fækki dag frá degi. Þá er það samt sem áður þannig að við verðum að hafa þolinmæðina til að klára þennan hluta verkefnisins og undirbúa okkur fyrir næsta. Það eru bara örfáir einstaklingar sem geta eyðilagt þetta allt saman.“ Víðir bendir á að foreldrarölt, líkt og tíðkast gjarnan um helgar, gæti nýst vel sem skipulögð sóttvarnaaðgerð til að koma í veg fyrir að margir krakkar hittist saman í hópum. „Auðvitað er það erfitt fyrir einhvern ungling sem ætlaði bara að fara út að hitta tvo, þrjá vini sína og allt í einu eru komnir 40, 50, 60, 80 krakkar saman. Það er voðalega erfitt fyrir unglinga að segja heyrðu, krakkar, skiptum okkur í tvo, þrjá eða fjóra hópa. Það eru ekkert margir unglingar sem geta gert það en foreldrar á foreldrarölti gætu bent börnunum á það. Ég held að foreldrar skipti mjög miklu máli í þessu.“ Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vara við því að unglingar safnist saman á kvöldin Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. 16. apríl 2020 09:54 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur áhyggjur af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. Hópsmit gæti komið upp við slíkar aðstæður sem gætu hæglega sett afnám takmarkana 4. maí í uppnám. Hann mælir með því að foreldrar skerist í leikinn með skipulögðu foreldrarölti. Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á kvöldin. Segir í bréfi frá Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, deildarstjóra almannavarna á höfuðborgarsvæðinu, að ábendingar hafi borist þess efnis til almannavarna. „Það sem manni langar að segja við þessa krakka er það að við erum að vinna þetta öll saman og krakkarnir verða að vera með okkur í þessu. Þetta beinist ekki að því að við séum að vernda ykkur sérstaklega því við höfum sagt að með börn og unglinga að þau smitist minna en þau geta alveg verið að fá smit og bera þá smit heim til sín til mömmu og pabba eða ömmu og afa og það er það sem við hræðumst núna,“ segir Víðir. Hann minnir á að hópsýkingar geti sett fyrirætlanir um afléttingu takmarkana í uppnám. „Það skiptir öllu máli að við áttum okkur á því að þrátt fyrir að við séum að tala um að það sé að ganga vel og að við séum búin að ná hámarki þá þýðir það einmitt það að við erum í hámarki. Það eru mjög margir smitaðir úti ennþá og mjög margir að smitast þó þeim fækki dag frá degi. Þá er það samt sem áður þannig að við verðum að hafa þolinmæðina til að klára þennan hluta verkefnisins og undirbúa okkur fyrir næsta. Það eru bara örfáir einstaklingar sem geta eyðilagt þetta allt saman.“ Víðir bendir á að foreldrarölt, líkt og tíðkast gjarnan um helgar, gæti nýst vel sem skipulögð sóttvarnaaðgerð til að koma í veg fyrir að margir krakkar hittist saman í hópum. „Auðvitað er það erfitt fyrir einhvern ungling sem ætlaði bara að fara út að hitta tvo, þrjá vini sína og allt í einu eru komnir 40, 50, 60, 80 krakkar saman. Það er voðalega erfitt fyrir unglinga að segja heyrðu, krakkar, skiptum okkur í tvo, þrjá eða fjóra hópa. Það eru ekkert margir unglingar sem geta gert það en foreldrar á foreldrarölti gætu bent börnunum á það. Ég held að foreldrar skipti mjög miklu máli í þessu.“
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vara við því að unglingar safnist saman á kvöldin Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. 16. apríl 2020 09:54 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Vara við því að unglingar safnist saman á kvöldin Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. 16. apríl 2020 09:54