CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2020 08:49 Starfsfólk veirufræðideildar Landspítala að störfum í kórónuveirufaraldri. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. Ríkin sem CNN tekur sem dæmi eru auk Íslands, Taívan, Suður-Kórea og Þýskaland. Þessum ríkjum hafi á árangursríkan hátt tekist að fletja út kúrvuna eins og sagt er, það er að koma í veg fyrir gríðarmikinn vöxt smita, og vandamálin sem því fylgir. Lexíurnar fjórar sem CNN telur að umheimurinn geti lært af viðbrögðum yfirvalda á Íslandi eru sem fyrr segir fjórar: Vera ákveðinn, vinkla inn einkageirann, sýna fyrirhyggjusemi og nota tækni en á sama tíma virða rétt fólks til einkalífs. Þannig er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni að strax hafi verið ákveðið að fylgja eftir áætlunum af festu varðandi það að finna þá sem eru smitaðir, koma þeim í einangrun og leggja mikla áherslu á finna þá sem þeir smituðu kunni að hafa komist í tæri við. CNN segir að í þessu séu engin ný vísindi, en árangurinn hér á landi sýni að mikilvægt sé að fylgja þessari forskrift vel og af ákveðni. Þríeykið sem stýrt hefur viðbrögðum ÍslandsVísir/Vilhelm Þá tekur CNN viðbrögð Íslenskrar efðagreiningar sem dæmi um það hvernig einkageirinn geti stigið inn til þess að aðstoða yfirvöld, en sem kunnugt er hefur fyrirtækið boðið almenningi upp á skimun fyrir kórónuveirunni. Þannig hafi Ísland getað skimað mun fleiri en ella auk þess sem að rannsóknir ÍE varpi frekari ljósi á kórónuveiruna sjálfa. Viðbrögð yfirvalda við því þegar veiran kom loks til landsins eru svo tekin sem dæmi um hvernig yfirvöld hafi sýnt fyrirhyggjusemi með því að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna, skilgreina ákveðin svæði sem áhættusvæði auk samkomubannsins sem sett hafi verið á tiltölulega snemma í ferlinu. Covid-appið er svo nefnt sem dæmi um hvernig yfirvöld hafi nýtt sér tæknina í baráttunni gegn kórónuveirunni. Umfjöllun CNN má lesa hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. Ríkin sem CNN tekur sem dæmi eru auk Íslands, Taívan, Suður-Kórea og Þýskaland. Þessum ríkjum hafi á árangursríkan hátt tekist að fletja út kúrvuna eins og sagt er, það er að koma í veg fyrir gríðarmikinn vöxt smita, og vandamálin sem því fylgir. Lexíurnar fjórar sem CNN telur að umheimurinn geti lært af viðbrögðum yfirvalda á Íslandi eru sem fyrr segir fjórar: Vera ákveðinn, vinkla inn einkageirann, sýna fyrirhyggjusemi og nota tækni en á sama tíma virða rétt fólks til einkalífs. Þannig er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni að strax hafi verið ákveðið að fylgja eftir áætlunum af festu varðandi það að finna þá sem eru smitaðir, koma þeim í einangrun og leggja mikla áherslu á finna þá sem þeir smituðu kunni að hafa komist í tæri við. CNN segir að í þessu séu engin ný vísindi, en árangurinn hér á landi sýni að mikilvægt sé að fylgja þessari forskrift vel og af ákveðni. Þríeykið sem stýrt hefur viðbrögðum ÍslandsVísir/Vilhelm Þá tekur CNN viðbrögð Íslenskrar efðagreiningar sem dæmi um það hvernig einkageirinn geti stigið inn til þess að aðstoða yfirvöld, en sem kunnugt er hefur fyrirtækið boðið almenningi upp á skimun fyrir kórónuveirunni. Þannig hafi Ísland getað skimað mun fleiri en ella auk þess sem að rannsóknir ÍE varpi frekari ljósi á kórónuveiruna sjálfa. Viðbrögð yfirvalda við því þegar veiran kom loks til landsins eru svo tekin sem dæmi um hvernig yfirvöld hafi sýnt fyrirhyggjusemi með því að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna, skilgreina ákveðin svæði sem áhættusvæði auk samkomubannsins sem sett hafi verið á tiltölulega snemma í ferlinu. Covid-appið er svo nefnt sem dæmi um hvernig yfirvöld hafi nýtt sér tæknina í baráttunni gegn kórónuveirunni. Umfjöllun CNN má lesa hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira