Vonandi hægt að halda flest þessara móta Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2020 19:00 Símamótið í Kópavogi er eitt af stærstu fótboltamótum hvers sumars hér á landi. VÍSIR/VILHELM Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. Samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra mun talan 2.000 geta komið til með að vera ákveðið viðmið fyrir samkomur í sumar. Fleiri hafa safnast saman á stærstu barnamótunum í fótbolta, ekki síst ef aðstandendur iðkenda eru taldir með. „Ég veit að félögin eru að fara yfir þetta og ég held að þau ætli sér að fara yfir það með yfirvöldum hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hvernig hægt sé að breyta framkvæmdinni og vera með hana þannig að þetta sé innan ramma þessara sóttvarnaúrræða. Vonandi verður hægt að finna einhverjar útfærslur á því þannig að það verði hægt að halda flest þessara móta, þó að það verði kannski með breyttu sniði. Þetta er eitthvað sem liggur fyrir að við þurfum að finna lausn á,“ sagði Guðni. „Ef fram heldur sem horfir þá verður kannski gefinn meiri slaki í lok júní eða byrjun júlí þannig að þetta mun taka einhverjum breytingum þegar komið verður inn í sumarið, geri ég ráð fyrir. Við þurfum að sjá hvernig þetta allt saman spilast og gerum þetta allt að sjálfsögðu í góðri samvinnu við yfirvöld,“ sagði formaðurinn, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Formaður KSÍ ræðir um barnamótin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Fótbolti Íslenski boltinn Krakkar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Sportið í dag Tengdar fréttir Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30 KSÍ fundar með almannavörnum í vikunni: Margar sviðsmyndir á borðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í dag á 42. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar að aflétting aðgerða verða í skrefum. Klarta Bjartmartz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að sambandið muni funda með almannavörnum í vikunni um knattspyrnutímabilið 2020. 11. apríl 2020 18:00 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. Samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra mun talan 2.000 geta komið til með að vera ákveðið viðmið fyrir samkomur í sumar. Fleiri hafa safnast saman á stærstu barnamótunum í fótbolta, ekki síst ef aðstandendur iðkenda eru taldir með. „Ég veit að félögin eru að fara yfir þetta og ég held að þau ætli sér að fara yfir það með yfirvöldum hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hvernig hægt sé að breyta framkvæmdinni og vera með hana þannig að þetta sé innan ramma þessara sóttvarnaúrræða. Vonandi verður hægt að finna einhverjar útfærslur á því þannig að það verði hægt að halda flest þessara móta, þó að það verði kannski með breyttu sniði. Þetta er eitthvað sem liggur fyrir að við þurfum að finna lausn á,“ sagði Guðni. „Ef fram heldur sem horfir þá verður kannski gefinn meiri slaki í lok júní eða byrjun júlí þannig að þetta mun taka einhverjum breytingum þegar komið verður inn í sumarið, geri ég ráð fyrir. Við þurfum að sjá hvernig þetta allt saman spilast og gerum þetta allt að sjálfsögðu í góðri samvinnu við yfirvöld,“ sagði formaðurinn, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Formaður KSÍ ræðir um barnamótin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Fótbolti Íslenski boltinn Krakkar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Sportið í dag Tengdar fréttir Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30 KSÍ fundar með almannavörnum í vikunni: Margar sviðsmyndir á borðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í dag á 42. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar að aflétting aðgerða verða í skrefum. Klarta Bjartmartz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að sambandið muni funda með almannavörnum í vikunni um knattspyrnutímabilið 2020. 11. apríl 2020 18:00 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33
Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41
KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30
KSÍ fundar með almannavörnum í vikunni: Margar sviðsmyndir á borðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í dag á 42. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar að aflétting aðgerða verða í skrefum. Klarta Bjartmartz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að sambandið muni funda með almannavörnum í vikunni um knattspyrnutímabilið 2020. 11. apríl 2020 18:00