Guðni forseti spókar sig við Reykjavíkurtjörn Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2020 19:04 Forseti Íslands nýtti embættiserindi til að fá sér göngutúr við Reykjavíkurtjörn í veðurblíðunni í dag. Stöð 2/Frikki Forseti Íslands spókaði sig um við Tjörnina í góða veðrinu í Reykjavík í dag þar sem hann tók þátt í kynningu á nýsköpunarátaki. Hann hvetur þjóðina til áframhaldandi samstöðu á tímum kórónuveirunnar. Þegar við biðum í dag eftir að ríkisstjórnarfundi lyki til að ná tali af ráðherrum rákumst við á Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á spjalli við ráðherrabílstjóra í góða veðrinu. Forsetinn bara hér á tali undir styttunni af Ólafi Thors við ráðherrabílstjóra. Er eitthvað mikið um að vera? „Nei ekki get ég nú sagt það. Ég er hér í embættiserindum á fund við fólk sem er að taka upp kveðju vegna Hakkaþons. Þegar ég var ungur Heimir var hakk bara eitthvað sem maður fékks sér í matinn. En það eru breyttir tímar,“ sagði Guðni léttur í bragði. Þú ert auðvitað með skrifstofu hérna rétt hjá. Í svona góðu veðri ferðu stundum í göngutúr hérna við Tjörnina? „Já, ég geri það," sagði forsetinn og benti á skrifstofu sína við Sóleyjargötu. „Og reyni að ganga það sem er í göngufæri frekar en láta skutla mér. En hér er nú einvalalið bílstjóra og ekki ætlar maður að gera þá alla atvinnulausa,“ sagði forsetinn sposkur á svip. „Þannig að þetta helst bara í hendur. Maður vegur það og metur hverju sinni hvernig maður kemst frá einum stað til annars.“ Hér er verið að taka upp hvatningu Guðna til fólks að taka þátt í hakkaþon á netinu og leggja þar fram hugmyndir til nýsköpunar.Stöð 2/Frikki Hakkaþonið sem Guðni minntist á er nýsköpunarkeppni á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar sem fram fer á netinu dagana 22. til 25 maí til að virkja samfélagið til að vinna að nýsköpunarlausnum. Tekin var upp hvatning frá forsetanum og fleirum við Tjörnina til þátttöku. Hann segir að þótt nú sé að birta til í faraldrinum þurfi þjóðin áfram að standa saman. „Við höfum séð það svartara og við munum sjá það bjartara. Halda í góða skapið? Já og hlúa að þeim semþurfa á aðhlynningu að halda. Hugsa vel um þá sem hafa veikst. Hugsa hlítt til þeirra sem hafa misst ástvini. Finna mátt samstöðunnar. Þannig mun okkur vel farnast," segir forseti Íslands. Forseti Íslands Reykjavík Forsetakosningar 2020 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Forseti Íslands spókaði sig um við Tjörnina í góða veðrinu í Reykjavík í dag þar sem hann tók þátt í kynningu á nýsköpunarátaki. Hann hvetur þjóðina til áframhaldandi samstöðu á tímum kórónuveirunnar. Þegar við biðum í dag eftir að ríkisstjórnarfundi lyki til að ná tali af ráðherrum rákumst við á Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á spjalli við ráðherrabílstjóra í góða veðrinu. Forsetinn bara hér á tali undir styttunni af Ólafi Thors við ráðherrabílstjóra. Er eitthvað mikið um að vera? „Nei ekki get ég nú sagt það. Ég er hér í embættiserindum á fund við fólk sem er að taka upp kveðju vegna Hakkaþons. Þegar ég var ungur Heimir var hakk bara eitthvað sem maður fékks sér í matinn. En það eru breyttir tímar,“ sagði Guðni léttur í bragði. Þú ert auðvitað með skrifstofu hérna rétt hjá. Í svona góðu veðri ferðu stundum í göngutúr hérna við Tjörnina? „Já, ég geri það," sagði forsetinn og benti á skrifstofu sína við Sóleyjargötu. „Og reyni að ganga það sem er í göngufæri frekar en láta skutla mér. En hér er nú einvalalið bílstjóra og ekki ætlar maður að gera þá alla atvinnulausa,“ sagði forsetinn sposkur á svip. „Þannig að þetta helst bara í hendur. Maður vegur það og metur hverju sinni hvernig maður kemst frá einum stað til annars.“ Hér er verið að taka upp hvatningu Guðna til fólks að taka þátt í hakkaþon á netinu og leggja þar fram hugmyndir til nýsköpunar.Stöð 2/Frikki Hakkaþonið sem Guðni minntist á er nýsköpunarkeppni á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar sem fram fer á netinu dagana 22. til 25 maí til að virkja samfélagið til að vinna að nýsköpunarlausnum. Tekin var upp hvatning frá forsetanum og fleirum við Tjörnina til þátttöku. Hann segir að þótt nú sé að birta til í faraldrinum þurfi þjóðin áfram að standa saman. „Við höfum séð það svartara og við munum sjá það bjartara. Halda í góða skapið? Já og hlúa að þeim semþurfa á aðhlynningu að halda. Hugsa vel um þá sem hafa veikst. Hugsa hlítt til þeirra sem hafa misst ástvini. Finna mátt samstöðunnar. Þannig mun okkur vel farnast," segir forseti Íslands.
Forseti Íslands Reykjavík Forsetakosningar 2020 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira