Fyrsta skrefið er að taka RÚV af auglýsingamarkaði Jón Kaldal skrifar 15. apríl 2020 09:30 Hér er tillaga til fólksins á Alþingi: setjum í salt hugmyndir um að veita fé úr ríkissjóði til einkarekinna fjölmiðla. Mun árangursríkari leið til að styrkja íslenska fjölmiðlun er að taka Ríkisútvarpið (RÚV) af auglýsingamarkaði. Auglýsingafjármagnið sem myndi þá leita annað yrði öflug vítamínsprauta fyrir einkareknu miðlana. Ef frumvarp menntamálaráðherra (lagt fram á Alþingi í desember) verður að lögum munu um 400 milljón krónur fara í endurgreiðslur ritstjórnarkostnaðar til einkarekinna fjölmiðla. Til samanburðar sótti RÚV rúmlega 2,3 milljarða króna á auglýsingamarkað í fyrra, eða um sex sinnum hærri upphæð. Súrefnið minnkar Síðastliðinn áratug hafa aðstæður íslenskra fjölmiðla til að fjármagna starfsemi sína gjörbreyst. Áður kepptu þeir nánast eingöngu sín á milli í tekjuöflun með sölu á auglýsingum og áskriftum, en nú hafa alþjóðleg stórfyrirtæki, Facebook, Google, Spotify, Netflix og fleiri blandað sér í slaginn og mun hlutur þeirra aðeins fara vaxandi á næstu árum. Þessi þróun veldur því óhjákvæmilega að minna fjármagn verður til að standa undir innlendri efnisframleiðslu og samkeppnin um fjármagnið harðnar. Í þessu rekstrarumhverfi þar sem súrefnið hefur farið minnkandi þrengja mikil umsvif RÚV á auglýsingamarkaði enn meira en áður að einkareknum fjölmiðlum. Sterk staða útvarps- og sjónvarpsrása RÚV í áhorfi og hlustun meðal þjóðarinnar og ágeng sölumennska tryggir ríkisfjölmiðlinum stóran hluta af andrými allra í samkeppninni um birtingafé fyrir auglýsingar. Meira íslenskt efni Vissulega er ekk hægt að gera ráð fyrir að allar auglýsingatekjur RÚV færist sjálfkrafa til einkamiðlanna. En þótt það væri ekki nema helmingur væri upphæðin um þrisvar sinnum hærri en gert er ráð fyrir í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Þannig væri hægt að efla rekstrarumhverfi miðlanna verulega og skapa pláss fyrir fleiri til að freisti gæfunnar í fjölmiðlarekstri og framleiðslu á innlendu efni. Staðreyndin er sú að til að styrkja stöðu sína í samkeppni um lestur/áhorf/hlustun gagnvart erlendum efnsveitum - og ekki síður sín á milli - verða innlend fjölmiðlafyrirtæki að bjóða upp á íslenskt efni. Það hefur sýnt sig í öllum löndum að fólk velur efni frá heimalandi sínu fram yfir erlent. Að bjóða upp á áhugavert íslenskt efni er því einfaldlega spurning um líf eða dauða fyrir fjölmiðla. Núverandi umsvif RÚV á auglýsingamarkaði stendur í raun í vegi fyrir samkeppni og stuðlar að fábreyttari fjölmiðlun. Mikilvægt er að hafa í huga að RÚV mun eftir sem áður þurfa að sinna lögbundnu menningarhlutverki sínu, sem er fyrst og fremst framleiðsla á innlendu efni. Sjálfsagt væri að skoða hvort ekki mætti fella lestur dánarfregna og jarðarfaratilkynninga þar undir og hafa sem gjaldfrjálsa þjónustu fyrir þjóðina. Þetta er séríslenskt útvarpsefni sem á sér sérstakan stað í þjóðarsálinni. Bjór og getraunir Til að auka tekjumöguleika einkarekinna fjölmiðla og jafna aðstöðumun milli þeirra og erlendra miðla sem eru aðgengilegir á netinu og víðar, hefur Alþingi í hendi sér að ganga lengra en að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þetta yrði gert með því að endurskoða hvaða vörur og þjónustu er leyfilegt að auglýsa í íslenskum fjölmiðlum. Þannig væri til dæmis hægt að heimila auglýsingar á áfengum drykkjum með að lágmarki sömu skilyrðum og koma fram í tilskipun Evrópusambandsins í þessum málaflokki. Sömuleiðis mætti heimila fjölmiðlum að birta auglýsingar og kynningar frá happdrættis- og getraunafyrirtækjum burtséð frá þjóðerni þeirra, einnig að lágmarki með þeim skilyrðum sem koma fram í tilskipun Evrópusambandsins í þeim efnum. Einkaréttur innlendra happdrættis- og getraunafyrirtækja á að auglýsa starfsemi sína er tímaskekkja í netvæddum heimi. Þessi breyting ein og sér myndi skjóta styrkum stoðum undir íþróttafréttasíður, sem eru nú þegar fullar af vörumerkjum bjór- og getraunafyrirtækja sem auglýsa grimmt á búningum keppnisliða um allan heim. Ef ekkert ef þessu dugar má mögulega taka aftur fram frumvarp um beingreiðslur úr ríkissjóði til einkarekinni miðla að uppfylltum skilyrðum. Það væri þó afturför fyrir sjálfstæði frjálsrar fjölmiðlunar í landinu að vera upp á fjármagn frá ríkinu komið. Höfundur hefur starfað við einkarekna fjölmiðla í 27 ár, sem blaðamaður, ritstjóri og eigandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Auglýsingamarkaður Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Hér er tillaga til fólksins á Alþingi: setjum í salt hugmyndir um að veita fé úr ríkissjóði til einkarekinna fjölmiðla. Mun árangursríkari leið til að styrkja íslenska fjölmiðlun er að taka Ríkisútvarpið (RÚV) af auglýsingamarkaði. Auglýsingafjármagnið sem myndi þá leita annað yrði öflug vítamínsprauta fyrir einkareknu miðlana. Ef frumvarp menntamálaráðherra (lagt fram á Alþingi í desember) verður að lögum munu um 400 milljón krónur fara í endurgreiðslur ritstjórnarkostnaðar til einkarekinna fjölmiðla. Til samanburðar sótti RÚV rúmlega 2,3 milljarða króna á auglýsingamarkað í fyrra, eða um sex sinnum hærri upphæð. Súrefnið minnkar Síðastliðinn áratug hafa aðstæður íslenskra fjölmiðla til að fjármagna starfsemi sína gjörbreyst. Áður kepptu þeir nánast eingöngu sín á milli í tekjuöflun með sölu á auglýsingum og áskriftum, en nú hafa alþjóðleg stórfyrirtæki, Facebook, Google, Spotify, Netflix og fleiri blandað sér í slaginn og mun hlutur þeirra aðeins fara vaxandi á næstu árum. Þessi þróun veldur því óhjákvæmilega að minna fjármagn verður til að standa undir innlendri efnisframleiðslu og samkeppnin um fjármagnið harðnar. Í þessu rekstrarumhverfi þar sem súrefnið hefur farið minnkandi þrengja mikil umsvif RÚV á auglýsingamarkaði enn meira en áður að einkareknum fjölmiðlum. Sterk staða útvarps- og sjónvarpsrása RÚV í áhorfi og hlustun meðal þjóðarinnar og ágeng sölumennska tryggir ríkisfjölmiðlinum stóran hluta af andrými allra í samkeppninni um birtingafé fyrir auglýsingar. Meira íslenskt efni Vissulega er ekk hægt að gera ráð fyrir að allar auglýsingatekjur RÚV færist sjálfkrafa til einkamiðlanna. En þótt það væri ekki nema helmingur væri upphæðin um þrisvar sinnum hærri en gert er ráð fyrir í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Þannig væri hægt að efla rekstrarumhverfi miðlanna verulega og skapa pláss fyrir fleiri til að freisti gæfunnar í fjölmiðlarekstri og framleiðslu á innlendu efni. Staðreyndin er sú að til að styrkja stöðu sína í samkeppni um lestur/áhorf/hlustun gagnvart erlendum efnsveitum - og ekki síður sín á milli - verða innlend fjölmiðlafyrirtæki að bjóða upp á íslenskt efni. Það hefur sýnt sig í öllum löndum að fólk velur efni frá heimalandi sínu fram yfir erlent. Að bjóða upp á áhugavert íslenskt efni er því einfaldlega spurning um líf eða dauða fyrir fjölmiðla. Núverandi umsvif RÚV á auglýsingamarkaði stendur í raun í vegi fyrir samkeppni og stuðlar að fábreyttari fjölmiðlun. Mikilvægt er að hafa í huga að RÚV mun eftir sem áður þurfa að sinna lögbundnu menningarhlutverki sínu, sem er fyrst og fremst framleiðsla á innlendu efni. Sjálfsagt væri að skoða hvort ekki mætti fella lestur dánarfregna og jarðarfaratilkynninga þar undir og hafa sem gjaldfrjálsa þjónustu fyrir þjóðina. Þetta er séríslenskt útvarpsefni sem á sér sérstakan stað í þjóðarsálinni. Bjór og getraunir Til að auka tekjumöguleika einkarekinna fjölmiðla og jafna aðstöðumun milli þeirra og erlendra miðla sem eru aðgengilegir á netinu og víðar, hefur Alþingi í hendi sér að ganga lengra en að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þetta yrði gert með því að endurskoða hvaða vörur og þjónustu er leyfilegt að auglýsa í íslenskum fjölmiðlum. Þannig væri til dæmis hægt að heimila auglýsingar á áfengum drykkjum með að lágmarki sömu skilyrðum og koma fram í tilskipun Evrópusambandsins í þessum málaflokki. Sömuleiðis mætti heimila fjölmiðlum að birta auglýsingar og kynningar frá happdrættis- og getraunafyrirtækjum burtséð frá þjóðerni þeirra, einnig að lágmarki með þeim skilyrðum sem koma fram í tilskipun Evrópusambandsins í þeim efnum. Einkaréttur innlendra happdrættis- og getraunafyrirtækja á að auglýsa starfsemi sína er tímaskekkja í netvæddum heimi. Þessi breyting ein og sér myndi skjóta styrkum stoðum undir íþróttafréttasíður, sem eru nú þegar fullar af vörumerkjum bjór- og getraunafyrirtækja sem auglýsa grimmt á búningum keppnisliða um allan heim. Ef ekkert ef þessu dugar má mögulega taka aftur fram frumvarp um beingreiðslur úr ríkissjóði til einkarekinni miðla að uppfylltum skilyrðum. Það væri þó afturför fyrir sjálfstæði frjálsrar fjölmiðlunar í landinu að vera upp á fjármagn frá ríkinu komið. Höfundur hefur starfað við einkarekna fjölmiðla í 27 ár, sem blaðamaður, ritstjóri og eigandi.