Rifjuðu upp þegar gamli Eyjamarkvörðurinn fór í sóknina í leik í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2020 10:30 David James hætti að vera markvörður Manchester City og skiptir bæði um stöðu og treyju þegar Stuart Pearce sendir hann fram í sóknina í leik Manchester City og Middlesbrough. Getty/ Richard Heathcote David James átti langan og viðburðaríkan feril enda sá markvörður sem hefur spilað flesta leiki í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann átti líka eftir að spilað á Íslandi og í Indlandi áður en ferillinn var búinn. Það var langt frá því að vera fyrsta ævintýrið hjá markverðinum David James þegar hann mætti til Vestmannaeyja sumarið 2013 til að spila með ÍBV í íslensku Pepsi-deildinni. Á þessum degi fyrir fimmtán árum, eða 15. maí 2005, var James miðpunktur í furðulegri tilraun þegar knattspyrnustjórinn hans ákvað að senda markvörðinn sinn í sóknina. On this day in 2005, James went up front with City in desperate need of a goal The rest of the match was pure comedy and absolute carnage https://t.co/uCUToELdFM— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 15, 2020 Þegar tvær mínútur voru eftir af leik Manchester City og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni þá var staðan 1-1. Stuart Pearce, þá knattspyrnustjóri Manchester City, sá ástæðu til að prófa eitthvað alveg nýtt. Hann kallaði á varamarkvörðinn sinn, Nicky Weaver, og skipti honum inn á völlinn. Hann tók samt ekki markvörðinn sinn útaf heldur miðjumanninn Claudio Reyna. David James kom reyndar út að hliðarlínunni og skipti um treyju, fór úr markmannstreyju númer eitt og í útileikmannatreyju númer eitt. Það fór ekki á milli mála að þetta var skipulagt. Fifteen years ago, #MCFC faced Middlesbrough needing a win to seal a place in the UEFA Cup. So they played a keeper as a striker. When David James (@jamosfoundation) played up front | @SamLee https://t.co/ZS8cMGwHJV— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 15, 2020 David James er 194 sentimetrar á hæð og átti þarna að skapa usla í vörn Middlesbrough liðins. Fljótlega kom þó í ljós af hverju hann spilaði í markinu en ekki út á velli því James greyið var hreinlega eins og fíll í postulínsbúð. Hann náði að sparka niður tvo í klaufalegri tæklingu og hitti ekki boltann í góðu skotfæri. Þetta voru langt frá því að vera hans bestu mínútur í boltanum. Manchester City fékk reyndar vítaspyrnu, kannski voru leikmenn Middlesbrough svo hissa og stuðaðir að sjá James mæta í sóknina að einn þeirra fékk boltann upp í hendina. Robbie Fowler lét hins vegar verja frá sér vítið og leikurinn endaði með jafntefli. #OnThisDay in 2005, Man City manager Stuart Pearce needed to find a winner in the final game of the season vs Middlesbrough so he put David James upfront... #MCFC pic.twitter.com/zeOFDtFJPI— The Sack Race (@thesackrace) May 15, 2020 David James lék á sínum tíma 572 leiki í ensku úrvalsdeildinni og 53 landsleiki fyrir England. Hann spilaði með ÍBV sumarið 2013 en þá var Hermann Hreiðarsson þjálfari Eyjaliðsins. James fékk á sig 20 mörk í 17 leikjum og hélt fjórum sinnum marki sínu hreinu. Eyjaliðið endaði í sjötta sætinu. Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
David James átti langan og viðburðaríkan feril enda sá markvörður sem hefur spilað flesta leiki í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann átti líka eftir að spilað á Íslandi og í Indlandi áður en ferillinn var búinn. Það var langt frá því að vera fyrsta ævintýrið hjá markverðinum David James þegar hann mætti til Vestmannaeyja sumarið 2013 til að spila með ÍBV í íslensku Pepsi-deildinni. Á þessum degi fyrir fimmtán árum, eða 15. maí 2005, var James miðpunktur í furðulegri tilraun þegar knattspyrnustjórinn hans ákvað að senda markvörðinn sinn í sóknina. On this day in 2005, James went up front with City in desperate need of a goal The rest of the match was pure comedy and absolute carnage https://t.co/uCUToELdFM— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 15, 2020 Þegar tvær mínútur voru eftir af leik Manchester City og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni þá var staðan 1-1. Stuart Pearce, þá knattspyrnustjóri Manchester City, sá ástæðu til að prófa eitthvað alveg nýtt. Hann kallaði á varamarkvörðinn sinn, Nicky Weaver, og skipti honum inn á völlinn. Hann tók samt ekki markvörðinn sinn útaf heldur miðjumanninn Claudio Reyna. David James kom reyndar út að hliðarlínunni og skipti um treyju, fór úr markmannstreyju númer eitt og í útileikmannatreyju númer eitt. Það fór ekki á milli mála að þetta var skipulagt. Fifteen years ago, #MCFC faced Middlesbrough needing a win to seal a place in the UEFA Cup. So they played a keeper as a striker. When David James (@jamosfoundation) played up front | @SamLee https://t.co/ZS8cMGwHJV— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 15, 2020 David James er 194 sentimetrar á hæð og átti þarna að skapa usla í vörn Middlesbrough liðins. Fljótlega kom þó í ljós af hverju hann spilaði í markinu en ekki út á velli því James greyið var hreinlega eins og fíll í postulínsbúð. Hann náði að sparka niður tvo í klaufalegri tæklingu og hitti ekki boltann í góðu skotfæri. Þetta voru langt frá því að vera hans bestu mínútur í boltanum. Manchester City fékk reyndar vítaspyrnu, kannski voru leikmenn Middlesbrough svo hissa og stuðaðir að sjá James mæta í sóknina að einn þeirra fékk boltann upp í hendina. Robbie Fowler lét hins vegar verja frá sér vítið og leikurinn endaði með jafntefli. #OnThisDay in 2005, Man City manager Stuart Pearce needed to find a winner in the final game of the season vs Middlesbrough so he put David James upfront... #MCFC pic.twitter.com/zeOFDtFJPI— The Sack Race (@thesackrace) May 15, 2020 David James lék á sínum tíma 572 leiki í ensku úrvalsdeildinni og 53 landsleiki fyrir England. Hann spilaði með ÍBV sumarið 2013 en þá var Hermann Hreiðarsson þjálfari Eyjaliðsins. James fékk á sig 20 mörk í 17 leikjum og hélt fjórum sinnum marki sínu hreinu. Eyjaliðið endaði í sjötta sætinu.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira