Fjölskylda Söndru biður fólk um að skoða upptökur úr myndavélum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. apríl 2020 13:00 Olga María Þórhallsdóttir Long, frænka Söndru Lífar. Fjölskylda og vinir Söndru Lífar sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag hófu í morgun leit að henni við Seltjarnarnes. Hópur aðstandenda hittist við golfskálann á Seltjarnarnesi klukkan hálf ellefu. Í dag munu þau leita í fjörunum frá smábátahöfnunni, fram hjá golfvellinum og að Gróttu, samkvæmt leiðbeiningum frá lögreglu. „Það eina sem við vitum er að hún keyrir inn á Álftanes um klukkan sjö á skírdag. Við vitum í raun ekkert meira,“ segir Olga María Þórhallsdóttir Long, frænka Söndru, sem er í leitarhópnum. „Hún fer í hádegismat til ömmu og afa á skírdag og þau töldu ekkert óvenjulegt í fari hennar. Svo hittir hún vinkonu sína rétt áður en hún fer út á Álftanes og hún tók ekki heldur eftir neinu.“ Fjölskylda og vinir Söndru Lífar hófu leit að henni í fjörunum við Seltjarnarnes í morgun Bíll Söndru, ljósgrár Ford Focus, fannst við Kasthúsatjörn á Álftanesi aðfaranótt laugardags. Fjölskyldan gekk þar um svæðið í gær. „Það er mikið af húsum þarna í kring og þetta er mjög opið svæði. Það hlýtur að vera að einhver hafi séð eitthvað á þessum eina og hálfa sólarhring sem bíllinn var þarna.“ Sandra Líf ÞórarinsdóttirLögreglan Sandra er 27 ára gömul, 172 cm á hæð, grannvaxin og með mjög sítt rauðleitt ár „Hún er mjög falleg ung stelpa, með sítt rautt hár, og var í neongulri peysu sem fer ekki fram hjá neinum. Allar upplýsingar eru vel þegnar. Ef fólk á svæðinu gæti farið í gegnum myndavélakerfi ef það er með svoleiðis, eins ef það var úti í garði á þessum tíma. Hvort sem það eru litlar upplýsingar eða bara hvað sem er, þá tökum við því,“ segir Olga. Fjölskyldan leitar í dag við smábátahöfnina á Seltjarnarnesi, fram hjá golfvellinum og að Gróttu. Björgunarsveitir hafa leitað Söndru á síðustu dögum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar jafnframt verið notuð. Leit við Gróttu var hætt um klukkan hálf sex í gær en síðan aftur hafin klukkan tíu í gærkvöldi eftir að vegfarendur töldu sig sjá torkennilegan hlut í sjónum. Henni var aftur hætt á öðrum tímanum í nótt. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. Nánar verður rætt við Olgu Maríu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lögreglumál Björgunarsveitir Garðabær Seltjarnarnes Landhelgisgæslan Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Fjölskylda og vinir Söndru Lífar sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag hófu í morgun leit að henni við Seltjarnarnes. Hópur aðstandenda hittist við golfskálann á Seltjarnarnesi klukkan hálf ellefu. Í dag munu þau leita í fjörunum frá smábátahöfnunni, fram hjá golfvellinum og að Gróttu, samkvæmt leiðbeiningum frá lögreglu. „Það eina sem við vitum er að hún keyrir inn á Álftanes um klukkan sjö á skírdag. Við vitum í raun ekkert meira,“ segir Olga María Þórhallsdóttir Long, frænka Söndru, sem er í leitarhópnum. „Hún fer í hádegismat til ömmu og afa á skírdag og þau töldu ekkert óvenjulegt í fari hennar. Svo hittir hún vinkonu sína rétt áður en hún fer út á Álftanes og hún tók ekki heldur eftir neinu.“ Fjölskylda og vinir Söndru Lífar hófu leit að henni í fjörunum við Seltjarnarnes í morgun Bíll Söndru, ljósgrár Ford Focus, fannst við Kasthúsatjörn á Álftanesi aðfaranótt laugardags. Fjölskyldan gekk þar um svæðið í gær. „Það er mikið af húsum þarna í kring og þetta er mjög opið svæði. Það hlýtur að vera að einhver hafi séð eitthvað á þessum eina og hálfa sólarhring sem bíllinn var þarna.“ Sandra Líf ÞórarinsdóttirLögreglan Sandra er 27 ára gömul, 172 cm á hæð, grannvaxin og með mjög sítt rauðleitt ár „Hún er mjög falleg ung stelpa, með sítt rautt hár, og var í neongulri peysu sem fer ekki fram hjá neinum. Allar upplýsingar eru vel þegnar. Ef fólk á svæðinu gæti farið í gegnum myndavélakerfi ef það er með svoleiðis, eins ef það var úti í garði á þessum tíma. Hvort sem það eru litlar upplýsingar eða bara hvað sem er, þá tökum við því,“ segir Olga. Fjölskyldan leitar í dag við smábátahöfnina á Seltjarnarnesi, fram hjá golfvellinum og að Gróttu. Björgunarsveitir hafa leitað Söndru á síðustu dögum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar jafnframt verið notuð. Leit við Gróttu var hætt um klukkan hálf sex í gær en síðan aftur hafin klukkan tíu í gærkvöldi eftir að vegfarendur töldu sig sjá torkennilegan hlut í sjónum. Henni var aftur hætt á öðrum tímanum í nótt. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. Nánar verður rætt við Olgu Maríu í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Lögreglumál Björgunarsveitir Garðabær Seltjarnarnes Landhelgisgæslan Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira