Páll segir ritstjóra Eyjafrétta hatast við Írisi bæjarstjóra Sylvía Hall skrifar 9. apríl 2020 22:54 Páli er misboðið að Eyjafréttir hafi ekki birt pistil Írisar Róbertsdóttur í nýjasta tölublaðinu. Sindri Ólafsson, ritstjóri blaðsins, er undrandi á framgöngu Páls. Vísir Hvatningar- og þakkarorð Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, voru ekki birt á vef Eyjafrétta og hefur það dregið töluverðan dilk á eftir sér. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt blaðið er Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjödæmi sem segist vera misboðið og hefur hann sagt upp áskrift sinni að blaðinu. „Ef manni misbýður eitthvað er það ákveðin tegund af meðvirkni að láta eins og ekkert sé - og segja ekki skoðun sína. Maður verður þá líka á vissan hátt samábyrgur með því sem manni mislíkar,“ skrifar Páll í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir póst sinn til ritstjóra blaðsins, Sindra Ólafssonar. Sjá einnig: Nýr ritstjóri í Eyjum hafður til marks um grimma valdabaráttu Í póstinum gagnrýnir Páll að blaðið hafi ekki birt hvatningarorð bæjarstjórans, en þau birti hún á Facebook og á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Þá tekur Páll það fram að aðrir Eyjamiðlar hafi birt grein Írisar sem og aðrir miðlar landsins. „Þitt mat sem ritstjóra var að þessar upplýsingar og þessi hvatning til Eyjamanna á óvissutímum ættu ekkert erindi inn í þinn miðil. Af þessu þykir mér ljóst að persónuleg óvild þín í garð bæjarstjórans hefur ráðið för og vegið þyngra en eðlileg grundvallarsjónarmið í ritstjórn. Og það sem verra er: óvildin vegur þá líka þyngra í en upplýsingaskylda miðilsins við bæjarbúa í Vestmannaeyjum - og almenn samfélagsleg ábyrgð,“ skrifar Páll. Þegar blaðamaður hafði samband við Pál sagðist hann ekki ætla tjá sig umfram það sem kemur fram í stöðuuppfærslunni á Facebook, þar sem hann segir ritstjórastefnu Eyjafrétta ekki eiga erindi við sig. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum nötraði allt í Eyjum. Sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn Elliða Vignissonar bæjarstjóra klofnaði og laut þá í gras í kosningum. Klofningsframboðið sem Íris Róbertsdóttir leiddi hafði sigur.Vísir/Einar Hefur reynt að ná í Pál án árangurs Sindri Ólafsson, ritstjóri blaðsins, var verulega ósáttur við Pál þegar blaðamaður hafði samband. Hann hafi séð póstinn frá Páli sem og Facebook-færsluna, sem hann segir Pál hafa birt aðeins örfáum mínútum eftir að hann sendi póstinn – sem barst í gegnum ábendingaglugga Eyjafrétta að sögn Sindra. „Það að oddviti í kjördæminu finni sig knúinn til að tjá sig um það að héraðsmiðill hafi ekki pikkað upp Facebook-status, við erum bara einn og hálfur starfsmaður og það er ekkert hægt að sjá allt á litlum miðli,“ segir Sindri í samtali við Vísi um málið. „Ég er bara ofboðslega hissa, þetta er bara ómaklegt og kjánalegt og ofboðslega sérstök árás á sérstökum tímum á lítinn fjölmiðil.“ Sérkennileg forgangsröðun á erfiðum tímum Hann segir marga undrast á gagnrýni Páls, enda hafi grein Írisar ekki verið sérstaklega send inn til birtingar. Hann hafnar því alfarið að þarna liggi pólitískar ástæður að baki, þar sem miðillinn hafi margoft birt tilkynningar frá bæjarstjórninni að hans sögn. Þá segist Sindri reynt að hafa haft samband við Pál, án árangurs. Það sýni sig best á tímarammanum að hann hafi ekki átt að fá tækifæri til þess að svara gagnrýninni, enda hafi ekki liðið langur tími frá því að pósturinn var sendur og þar til hann var birtur á Facebook. „Mér finnst þetta ofboðslega sérkennileg forgangsröðun hjá oddvita í kjördæmi sem er að eiga við eina verstu erfiðleika sem kjördæmið hefur séð,“ segir Sindri. Hann gefur lítið fyrir ummæli Páls um að óvild í garð bæjarstjórans hafi ráðið för, það sé fjarri lagi en hann sjái ekki betur en að óvild oddvitans hafi ráðið för við birtingu póstsins á Facebook. „Þarna er talað um hatur, ég sé ekki annað að það búi hatur þarna að baki.“ Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Sjá meira
Hvatningar- og þakkarorð Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, voru ekki birt á vef Eyjafrétta og hefur það dregið töluverðan dilk á eftir sér. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt blaðið er Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjödæmi sem segist vera misboðið og hefur hann sagt upp áskrift sinni að blaðinu. „Ef manni misbýður eitthvað er það ákveðin tegund af meðvirkni að láta eins og ekkert sé - og segja ekki skoðun sína. Maður verður þá líka á vissan hátt samábyrgur með því sem manni mislíkar,“ skrifar Páll í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir póst sinn til ritstjóra blaðsins, Sindra Ólafssonar. Sjá einnig: Nýr ritstjóri í Eyjum hafður til marks um grimma valdabaráttu Í póstinum gagnrýnir Páll að blaðið hafi ekki birt hvatningarorð bæjarstjórans, en þau birti hún á Facebook og á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Þá tekur Páll það fram að aðrir Eyjamiðlar hafi birt grein Írisar sem og aðrir miðlar landsins. „Þitt mat sem ritstjóra var að þessar upplýsingar og þessi hvatning til Eyjamanna á óvissutímum ættu ekkert erindi inn í þinn miðil. Af þessu þykir mér ljóst að persónuleg óvild þín í garð bæjarstjórans hefur ráðið för og vegið þyngra en eðlileg grundvallarsjónarmið í ritstjórn. Og það sem verra er: óvildin vegur þá líka þyngra í en upplýsingaskylda miðilsins við bæjarbúa í Vestmannaeyjum - og almenn samfélagsleg ábyrgð,“ skrifar Páll. Þegar blaðamaður hafði samband við Pál sagðist hann ekki ætla tjá sig umfram það sem kemur fram í stöðuuppfærslunni á Facebook, þar sem hann segir ritstjórastefnu Eyjafrétta ekki eiga erindi við sig. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum nötraði allt í Eyjum. Sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn Elliða Vignissonar bæjarstjóra klofnaði og laut þá í gras í kosningum. Klofningsframboðið sem Íris Róbertsdóttir leiddi hafði sigur.Vísir/Einar Hefur reynt að ná í Pál án árangurs Sindri Ólafsson, ritstjóri blaðsins, var verulega ósáttur við Pál þegar blaðamaður hafði samband. Hann hafi séð póstinn frá Páli sem og Facebook-færsluna, sem hann segir Pál hafa birt aðeins örfáum mínútum eftir að hann sendi póstinn – sem barst í gegnum ábendingaglugga Eyjafrétta að sögn Sindra. „Það að oddviti í kjördæminu finni sig knúinn til að tjá sig um það að héraðsmiðill hafi ekki pikkað upp Facebook-status, við erum bara einn og hálfur starfsmaður og það er ekkert hægt að sjá allt á litlum miðli,“ segir Sindri í samtali við Vísi um málið. „Ég er bara ofboðslega hissa, þetta er bara ómaklegt og kjánalegt og ofboðslega sérstök árás á sérstökum tímum á lítinn fjölmiðil.“ Sérkennileg forgangsröðun á erfiðum tímum Hann segir marga undrast á gagnrýni Páls, enda hafi grein Írisar ekki verið sérstaklega send inn til birtingar. Hann hafnar því alfarið að þarna liggi pólitískar ástæður að baki, þar sem miðillinn hafi margoft birt tilkynningar frá bæjarstjórninni að hans sögn. Þá segist Sindri reynt að hafa haft samband við Pál, án árangurs. Það sýni sig best á tímarammanum að hann hafi ekki átt að fá tækifæri til þess að svara gagnrýninni, enda hafi ekki liðið langur tími frá því að pósturinn var sendur og þar til hann var birtur á Facebook. „Mér finnst þetta ofboðslega sérkennileg forgangsröðun hjá oddvita í kjördæmi sem er að eiga við eina verstu erfiðleika sem kjördæmið hefur séð,“ segir Sindri. Hann gefur lítið fyrir ummæli Páls um að óvild í garð bæjarstjórans hafi ráðið för, það sé fjarri lagi en hann sjái ekki betur en að óvild oddvitans hafi ráðið för við birtingu póstsins á Facebook. „Þarna er talað um hatur, ég sé ekki annað að það búi hatur þarna að baki.“
Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum