Von á 50 þúsund pökkum af illfáanlega malaríulyfinu til landsins í dag Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2020 11:58 Von er á því að 50 þúsund pakkar af malaríulyfinu Chloroquine komi til landsins síðar í dag. Um er að ræða gjöf til Landspítalans frá lyfjafyrirtækinu Alvogen sem vonast er til að muni nýtast til meðferðar á Covid-19. Sendingin kemur alla leið frá Indlandi þar sem lyfin voru framleidd en þau eru nú orðin illfáanleg vegna mikillar eftirspurnar. Lyfið hefur verið notað víða um heim og meðal annars verið gefið Covid-19 sjúklingum á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Útgöngubann og útflutningsbann hafði áhrif „Þetta er búin að vera mikil og löng ferðasaga frá því að við keyptum lyfið fyrir rúmum tveimur vikum síðan,“ sagði Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, í samtali við Bítismenn í morgun. Sjá einnig: Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Útgöngubann sem var sett á í Indlandi um það leyti sem sendingin fór af stað setti strik í reikninginn og var upphaflega erfitt að koma henni út á flugvöll. „Við fengum utanríkisráðherra og sendiherra Íslands á Indlandi Guðmund Árna til að hjálpa okkur að koma vörunni þangað en það tók viku að fá heimild lögreglu til að fá að keyra vöruna út á flugvöll.“ Bannað að flytja lyfið úr landi Þegar forsvarsmenn Alvogen töldu að allt væri frágengið varð svo allt stopp aftur. „Það var svo fyrir viku síðan að við töldum þetta nú klárt og búin að tollafgreiða vöruna og biðum eftir að hún færi í flutning. En þá svona hálftíma seinna er hringt og búið að afturkalla tollafgreiðsluna og í raun og veru búið að tilkynna okkur að það sé búið að banna það að flytja þetta lyf út úr Indlandi. Einfaldlega vegna þess að öll framleiðslan eigi að notast fyrir Indverja.“ Þá voru góð ráð dýr en aftur var óskað eftir aðstoð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Guðmundar Árna Stefánssonar, sendiherra Íslands á Indlandi. Með hjálp þeirra og annarra tókst að sögn Róberts að fá vöruna tollafgreidda aftur eftir um viku. „Við tókum vöruna með fyrsta flugi út úr Indlandi eitthvert og það var til Mið-Austurlanda og þaðan flugum við vörunni til Amsterdam.“ Var sendingunni síðan keyrt til Belgíu þar sem henni verður komið fyrir í flugvél sem flýgur beint til Íslands síðar í dag. Víða uppselt í heiminum Líkt og Róbert reiknaði með er malaríulyfið nú orðið illfáanlegt víða. „Þetta var svolítið kapphlaup við tímann að tryggja Íslandi þennan skammt áður en lyfið varð uppselt. Það er orðið illfáanlegt í Evrópu og í Bandaríkjunum og það er mjög ánægjulegt að þetta hafi gengið.“ Hann segir að niðurstöður lítilla rannsókna bendi til þess að lyfið gagnist við meðferð á Covid-19. Þó er enn beðið niðurstöðu úr stærri rannsóknum og því ekki endanlega hægt að fullyrða um virknina. „Það er búið að gera um ellefu litlar stúdíur á því og það klárlega sýnir virkni í þeim stúdíum. Þetta lyf er notað núna mjög víða í Evrópu og í Bandaríkjunum sem meðhöndlun við Covid en það er ekki búið að klára formlega stóra stúdíu sem er gert undir venjulegum kringumstæðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Bítið Tengdar fréttir Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. 31. mars 2020 07:52 Norðmenn prófa lyf við kórónuveirunni Um er að ræða þrjú lyf. Mestar vonir eru bundnar við malaríulyfið Plaquenil. 29. mars 2020 09:45 Sjúklingum með kórónuveiruna gefið malaríulyf á Landspítala Mikill skortur er nú á nauðsynlegum hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk víða um heim en að sögn Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis þarf ekki að hafa áhyggjur af skorti hér á landi eins og staðan er í dag. 25. mars 2020 12:32 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Von er á því að 50 þúsund pakkar af malaríulyfinu Chloroquine komi til landsins síðar í dag. Um er að ræða gjöf til Landspítalans frá lyfjafyrirtækinu Alvogen sem vonast er til að muni nýtast til meðferðar á Covid-19. Sendingin kemur alla leið frá Indlandi þar sem lyfin voru framleidd en þau eru nú orðin illfáanleg vegna mikillar eftirspurnar. Lyfið hefur verið notað víða um heim og meðal annars verið gefið Covid-19 sjúklingum á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Útgöngubann og útflutningsbann hafði áhrif „Þetta er búin að vera mikil og löng ferðasaga frá því að við keyptum lyfið fyrir rúmum tveimur vikum síðan,“ sagði Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, í samtali við Bítismenn í morgun. Sjá einnig: Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Útgöngubann sem var sett á í Indlandi um það leyti sem sendingin fór af stað setti strik í reikninginn og var upphaflega erfitt að koma henni út á flugvöll. „Við fengum utanríkisráðherra og sendiherra Íslands á Indlandi Guðmund Árna til að hjálpa okkur að koma vörunni þangað en það tók viku að fá heimild lögreglu til að fá að keyra vöruna út á flugvöll.“ Bannað að flytja lyfið úr landi Þegar forsvarsmenn Alvogen töldu að allt væri frágengið varð svo allt stopp aftur. „Það var svo fyrir viku síðan að við töldum þetta nú klárt og búin að tollafgreiða vöruna og biðum eftir að hún færi í flutning. En þá svona hálftíma seinna er hringt og búið að afturkalla tollafgreiðsluna og í raun og veru búið að tilkynna okkur að það sé búið að banna það að flytja þetta lyf út úr Indlandi. Einfaldlega vegna þess að öll framleiðslan eigi að notast fyrir Indverja.“ Þá voru góð ráð dýr en aftur var óskað eftir aðstoð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Guðmundar Árna Stefánssonar, sendiherra Íslands á Indlandi. Með hjálp þeirra og annarra tókst að sögn Róberts að fá vöruna tollafgreidda aftur eftir um viku. „Við tókum vöruna með fyrsta flugi út úr Indlandi eitthvert og það var til Mið-Austurlanda og þaðan flugum við vörunni til Amsterdam.“ Var sendingunni síðan keyrt til Belgíu þar sem henni verður komið fyrir í flugvél sem flýgur beint til Íslands síðar í dag. Víða uppselt í heiminum Líkt og Róbert reiknaði með er malaríulyfið nú orðið illfáanlegt víða. „Þetta var svolítið kapphlaup við tímann að tryggja Íslandi þennan skammt áður en lyfið varð uppselt. Það er orðið illfáanlegt í Evrópu og í Bandaríkjunum og það er mjög ánægjulegt að þetta hafi gengið.“ Hann segir að niðurstöður lítilla rannsókna bendi til þess að lyfið gagnist við meðferð á Covid-19. Þó er enn beðið niðurstöðu úr stærri rannsóknum og því ekki endanlega hægt að fullyrða um virknina. „Það er búið að gera um ellefu litlar stúdíur á því og það klárlega sýnir virkni í þeim stúdíum. Þetta lyf er notað núna mjög víða í Evrópu og í Bandaríkjunum sem meðhöndlun við Covid en það er ekki búið að klára formlega stóra stúdíu sem er gert undir venjulegum kringumstæðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Bítið Tengdar fréttir Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. 31. mars 2020 07:52 Norðmenn prófa lyf við kórónuveirunni Um er að ræða þrjú lyf. Mestar vonir eru bundnar við malaríulyfið Plaquenil. 29. mars 2020 09:45 Sjúklingum með kórónuveiruna gefið malaríulyf á Landspítala Mikill skortur er nú á nauðsynlegum hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk víða um heim en að sögn Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis þarf ekki að hafa áhyggjur af skorti hér á landi eins og staðan er í dag. 25. mars 2020 12:32 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. 31. mars 2020 07:52
Norðmenn prófa lyf við kórónuveirunni Um er að ræða þrjú lyf. Mestar vonir eru bundnar við malaríulyfið Plaquenil. 29. mars 2020 09:45
Sjúklingum með kórónuveiruna gefið malaríulyf á Landspítala Mikill skortur er nú á nauðsynlegum hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk víða um heim en að sögn Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis þarf ekki að hafa áhyggjur af skorti hér á landi eins og staðan er í dag. 25. mars 2020 12:32