Elton John sagði næstum því frá leyndarmálinu um Man. United á miðjum tónleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2020 12:00 Mark Viduka, Sir Elton John og Sir Alex Ferguson. Samsett/EPA Margar skemmtilegar sögur eru að koma fram dagsljósið nú þegar knattspyrnuáhugamenn þyrstir í ferskar fréttir úr fótboltaheiminum. Í stað umfjöllunar um leiki og mót eru miðlar duglegir að fá kunna kappa til að rifja upp góðar sögur frá ferlum sínum. Ástralski knattspyrnumaðurinn Mark Viduka er einn af þeim sem átti skemmtilega sögu frá ferli sínum en hann sló í gegn í ensku úrvalsdeildinni í byrjun þessarar aldar. Mark Viduka hafði stimplað sig inn á sínu fyrsta tímabili með Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. Leeds fékk hann frá Celtic í Skotlandi sumarið 2000 og Mark Viduka skoraði 17 mörk á fyrsta tímabilinu þar sem Leeds náði fjórða sætinu í deildinni. Mark Viduka reveals horrifying moment Elton John almost revealed secret Man Utd transfer talks | #MUFC #LUFC https://t.co/8X0klr5NlA— MailOnline Sport (@MailSport) April 6, 2020 Mark Viduka sagði frá samskiptum sínum og hins heimsfræga tónlistarmanns Elton John. Elton bauð honum á tónleika sína í Manchester og þeir hittust fyrir tónleikana. Mark Viduka var nefnilega í hálfgerðu sjokki á miðjum tónleikunum þegar þegar það leit út fyrir að Elton John væri að fara að segja frá leyndarmáli hans upp á sviði á miðjum tónleikum. Mark Viduka var þá kominn til Manchester borgar til að hitta Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United, á leynifundi þar sem þeir ræddu saman möguleikann á því að United myndi ná í hann frá Leeds. Viduka missti þetta út úr sér þegar hann hitti Elton John fyrir tónleikanna en bjóst ekki við því að Elton færi að blaðra um það upp á sviði. I was nervous [meeting Elton John] I babbled on about my meeting with Sir Alex Ferguson and a possible move."[That night at his gig] he told a packed stadium 'I dedicate this song to my friend Mark, who has a big decision to make'. - Mark Viduka on almost joining Man Utd pic.twitter.com/jacnOj2n8d— TEAMtalk (@TEAMtalk) April 6, 2020 „Ég tileinka næsta lag til vini mínum Mark sem er í Manchester og þarf að taka stóra ákvörðun,“ sagði Elton John við tónleikagesti en sagði sem betur fer ekki meira. „Ég hugsaði bara. Andskotinn, gerðu það ekki segja meira,“ rifjaði Mark Viduka upp. Elton sagði ekki meira heldur henti bara í næsta lag. Mark Viduka andaði því léttar og ekkert varð síðan úr félagaskiptum hans til Manchester United þetta sumar. Hann spilaði þrjú tímabil til viðbótar með Leeds United og skoraði 59 mörk í 130 deildarleikjum með liðinu. Viduka fór til Middlesbrough árið 2004 og spilaði síðan tvö síðustu tímabilin sín með Newcastle United frá 2007 til 2009. Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Margar skemmtilegar sögur eru að koma fram dagsljósið nú þegar knattspyrnuáhugamenn þyrstir í ferskar fréttir úr fótboltaheiminum. Í stað umfjöllunar um leiki og mót eru miðlar duglegir að fá kunna kappa til að rifja upp góðar sögur frá ferlum sínum. Ástralski knattspyrnumaðurinn Mark Viduka er einn af þeim sem átti skemmtilega sögu frá ferli sínum en hann sló í gegn í ensku úrvalsdeildinni í byrjun þessarar aldar. Mark Viduka hafði stimplað sig inn á sínu fyrsta tímabili með Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. Leeds fékk hann frá Celtic í Skotlandi sumarið 2000 og Mark Viduka skoraði 17 mörk á fyrsta tímabilinu þar sem Leeds náði fjórða sætinu í deildinni. Mark Viduka reveals horrifying moment Elton John almost revealed secret Man Utd transfer talks | #MUFC #LUFC https://t.co/8X0klr5NlA— MailOnline Sport (@MailSport) April 6, 2020 Mark Viduka sagði frá samskiptum sínum og hins heimsfræga tónlistarmanns Elton John. Elton bauð honum á tónleika sína í Manchester og þeir hittust fyrir tónleikana. Mark Viduka var nefnilega í hálfgerðu sjokki á miðjum tónleikunum þegar þegar það leit út fyrir að Elton John væri að fara að segja frá leyndarmáli hans upp á sviði á miðjum tónleikum. Mark Viduka var þá kominn til Manchester borgar til að hitta Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United, á leynifundi þar sem þeir ræddu saman möguleikann á því að United myndi ná í hann frá Leeds. Viduka missti þetta út úr sér þegar hann hitti Elton John fyrir tónleikanna en bjóst ekki við því að Elton færi að blaðra um það upp á sviði. I was nervous [meeting Elton John] I babbled on about my meeting with Sir Alex Ferguson and a possible move."[That night at his gig] he told a packed stadium 'I dedicate this song to my friend Mark, who has a big decision to make'. - Mark Viduka on almost joining Man Utd pic.twitter.com/jacnOj2n8d— TEAMtalk (@TEAMtalk) April 6, 2020 „Ég tileinka næsta lag til vini mínum Mark sem er í Manchester og þarf að taka stóra ákvörðun,“ sagði Elton John við tónleikagesti en sagði sem betur fer ekki meira. „Ég hugsaði bara. Andskotinn, gerðu það ekki segja meira,“ rifjaði Mark Viduka upp. Elton sagði ekki meira heldur henti bara í næsta lag. Mark Viduka andaði því léttar og ekkert varð síðan úr félagaskiptum hans til Manchester United þetta sumar. Hann spilaði þrjú tímabil til viðbótar með Leeds United og skoraði 59 mörk í 130 deildarleikjum með liðinu. Viduka fór til Middlesbrough árið 2004 og spilaði síðan tvö síðustu tímabilin sín með Newcastle United frá 2007 til 2009.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira