Sænskur þjálfari í árs bann fyrir kynþáttaníð Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2020 07:00 Þjálfarinn Dick Tollbring er á leið í langt bann. Hann á börn í handboltanum, þar á meðal landsliðsmanninn Jerry Tollbring sem leikur með Rhein-Neckar Löwen. SAMSETT/@RIMBOHK/GETTY Sænski handboltaþjálfarinn Dick Tollbring, pabbi landsliðsmannsins Tollbring, fær eins árs bann frá handbolta fyrir kynþáttaníð í garð dómara. Það er Aftonbladet sem greinir frá banni Tollbrings en miðillinn segir hann hafa kallað „Ég er svo þreyttur á þessu svarta helvíti“ og beint orðum sínum til dómarans Mohamed Abdulkadir. Abdulkadir hafði þá dæmt tveggja mínútna brottvísun á leikmann Rimbo, sem Tollbring þjálfar, í leik við Kungälv í næstefstu deild sænska handboltans í mars. Eftirlitsmaður á leiknum heyrði hvað Tollbring sagði og það gerðu sömuleiðis margir áhorfendur, þar á meðal gamla landsliðsgoðsögnin Stefan Lövgren. „Að segja svona lagað fer yfir öll velsæmismörk og stríðir gegn því sem íþróttir standa fyrir,“ sagði Lövgren við Aftonbladet. Tollbring, sem þarf að halda sig frá handboltavellinum til 13. mars á næsta ári, hélt því fram að hann hefði ekki látið ummæli sín falla til að móðga dómarann heldur til að útskýra fyrir aðstoðarmanni sínum hvorn dómaranna tveggja hann væri að tala um. Lágmarksrefsing fyrir gróf brot á borð við það sem Tollbring varð uppvís að er eitt ár en hámarksrefsing tvö ár. Tollbring hefur nú þrjár vikur til að ákveða hvort hann ætlar að áfrýja úrskurðinum. Sænski handboltinn Handbolti Kynþáttafordómar Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Sænski handboltaþjálfarinn Dick Tollbring, pabbi landsliðsmannsins Tollbring, fær eins árs bann frá handbolta fyrir kynþáttaníð í garð dómara. Það er Aftonbladet sem greinir frá banni Tollbrings en miðillinn segir hann hafa kallað „Ég er svo þreyttur á þessu svarta helvíti“ og beint orðum sínum til dómarans Mohamed Abdulkadir. Abdulkadir hafði þá dæmt tveggja mínútna brottvísun á leikmann Rimbo, sem Tollbring þjálfar, í leik við Kungälv í næstefstu deild sænska handboltans í mars. Eftirlitsmaður á leiknum heyrði hvað Tollbring sagði og það gerðu sömuleiðis margir áhorfendur, þar á meðal gamla landsliðsgoðsögnin Stefan Lövgren. „Að segja svona lagað fer yfir öll velsæmismörk og stríðir gegn því sem íþróttir standa fyrir,“ sagði Lövgren við Aftonbladet. Tollbring, sem þarf að halda sig frá handboltavellinum til 13. mars á næsta ári, hélt því fram að hann hefði ekki látið ummæli sín falla til að móðga dómarann heldur til að útskýra fyrir aðstoðarmanni sínum hvorn dómaranna tveggja hann væri að tala um. Lágmarksrefsing fyrir gróf brot á borð við það sem Tollbring varð uppvís að er eitt ár en hámarksrefsing tvö ár. Tollbring hefur nú þrjár vikur til að ákveða hvort hann ætlar að áfrýja úrskurðinum.
Sænski handboltinn Handbolti Kynþáttafordómar Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira