Bill Withers látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2020 14:51 Bill Withers var 82 ára gamall. AP/Reed Saxon Bandaríski söngvarinn Bill Withers, sem söng og samdi margar af þekktustu perlum áttunda áratugarins, er látinn. Hann var 82 ára gamall og er andlát hans rakið til hjartagalla. Áður en Withers settist í helgan stein um miðjan níunda áratuginn hafði hann sent frá sér hvern stórsmellinn á fætur öðrum. Nægir þar að nefna lögin Lean on Me, Ain’t No Sunshine, Lovely Day, Use Me og Just the Two Of Us. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Withers, sem eiginkona hans Marcia Johnson og börn undirrita, segist hún miður sín vegna fráfalls söngvarans. Þau minnast hans sem mikils fjölskyldumanns og segjast þau vona að tónlist hans muni veita öðrum huggun og hamingju á þessum erfiðu tímum. Fjöldi þekktra tónlistarmanna hefur vottað Withers virðingu sína í dag, t.a.m. Lin-Manuel Miranda sem segir að Withers skilji eftir sig ótrúlega arfleið. Rest In Peace, maestro Bill Withers. What a legacy.https://t.co/GBImqLRdPh— Lin-Manuel Miranda (@Lin_Manuel) April 3, 2020 Þannig léku tveir forsetar Bandaríkjanna lagið Lean on Me við innsetningarathafnir sínar, þeir Barack Obama og Bill Clinton. Lagið er þekkt sem óður til vinskapar og samstöðu og hafa grunnskólar í Bandaríkjunum meðal annars tekið upp á því að syngja lagið nú þegar kórónuveirufaraldurinn geisar. Andlát Tónlist Bandaríkin Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
Bandaríski söngvarinn Bill Withers, sem söng og samdi margar af þekktustu perlum áttunda áratugarins, er látinn. Hann var 82 ára gamall og er andlát hans rakið til hjartagalla. Áður en Withers settist í helgan stein um miðjan níunda áratuginn hafði hann sent frá sér hvern stórsmellinn á fætur öðrum. Nægir þar að nefna lögin Lean on Me, Ain’t No Sunshine, Lovely Day, Use Me og Just the Two Of Us. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Withers, sem eiginkona hans Marcia Johnson og börn undirrita, segist hún miður sín vegna fráfalls söngvarans. Þau minnast hans sem mikils fjölskyldumanns og segjast þau vona að tónlist hans muni veita öðrum huggun og hamingju á þessum erfiðu tímum. Fjöldi þekktra tónlistarmanna hefur vottað Withers virðingu sína í dag, t.a.m. Lin-Manuel Miranda sem segir að Withers skilji eftir sig ótrúlega arfleið. Rest In Peace, maestro Bill Withers. What a legacy.https://t.co/GBImqLRdPh— Lin-Manuel Miranda (@Lin_Manuel) April 3, 2020 Þannig léku tveir forsetar Bandaríkjanna lagið Lean on Me við innsetningarathafnir sínar, þeir Barack Obama og Bill Clinton. Lagið er þekkt sem óður til vinskapar og samstöðu og hafa grunnskólar í Bandaríkjunum meðal annars tekið upp á því að syngja lagið nú þegar kórónuveirufaraldurinn geisar.
Andlát Tónlist Bandaríkin Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira