Hjólafólk á ekki að gera ráð fyrir að geta farið hraðar en gangandi á göngustígum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2020 13:11 Mikil umferð hefur verið um hjóla- og göngustíga í höfuðborginni í samkomubanni. Vísir/vilhelm Hjólreiðafólki ber skylda samkvæmt lögum að víkja fyrir gangandi fólki á blönduðum stíg, þ.e. stíg sem ætlaður er gangandi og hjólandi. Þar sem sérstakur hjólastígur er ekki til staðar ber hjólafólki jafnframt að fara um stígana á forsendum gangandi og má ekki gera ráð fyrir að geta farið hraðar en nemur gönguhraða. Þetta kemur fram í útlistunum á reglum sem gilda um umferð hjólandi og gangandi í Reykjavík, sem áréttaðar eru í tilkynningu frá borginni sem send var út í dag. Stígakerfi borgarinnar samanstendur af þrenns konar stígum auk hefðbundinna gangstétta, það er gangstígum, hjólreiðastígum og blönduðum stígum, þ.e. sameiginlegum gang- og hjólreiðastígum. Borgarbúar hafa í yfirstandandi samkomubanni nýtt sér þessa stíga til útivistar sem aldrei fyrr. En hvaða umferðarreglur gilda á stígunum? Lína á stíg gildir ekki lengur Fyrir þónokkrum árum var gerð tilraun til að skipta gangandi og hjólandi umferð með línu á stíg. Langt er síðan þessi regla var afnumin og nú eru það skiltin við stígana sem sýna um hvernig stíg er að ræða. Sums staðar var línan fræst í burtu en annars staðar hefur hún verið látin eyðast með tímanum. Hjólafólki ber skylda samkvæmt lögum að víkja fyrir gangandi á blönduðum stíg. Þá skiptir engu hvar gangandi staðsetur sig á stígnum. Sé pláss svo takmarkað á stígum að hjólreiðamaður komist ekki fram hjá skal hann ávallt á vinsamlegan hátt, með bjöllu eða léttu kalli, láta vita af sér og gefa fólki tækifæri til að stíga til hliðar ef þarf. Hraði hjóla á gangstígum er takmörkunum háður „Enginn hjólreiðamaður skal heldur gera ráð fyrir því að geta ferðast um stíga ætlaða gangandi á meiri meðalhraða en sem nemur gönguhraða. Hjólreiðafólk þarf að hægja á sér og víkja fyrir gangandi fólki,“ segir í tilkynningu borgarinnar. „Þegar hjólaumferð er blönduð á stígum og sérstakur hjólastígur er ekki til staðar, þá er öll umferð á forsendum gangandi. Við þær aðstæður ber hjólum að víkja. Þar sem skilti eru uppi sem sýna línu á milli gangandi og hjólandi eru gangandi og hjólandi vegfarendur aðskildir. Þessi skilti eru aðeins sett upp í dag í þeim tilvikum sem fullur aðskilnaður á milli ferðamáta er til staðar. Þá gildir hægri reglan á hjólastígum en það er engin sérstök regla sem gildir þegar umferð er blönduð á stígum. Samkvæmt hefðum er þó gott að halda sig hægra megin til að umferð gangi betur fyrir sig.“ Hjólreiðar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Hjólreiðafólki ber skylda samkvæmt lögum að víkja fyrir gangandi fólki á blönduðum stíg, þ.e. stíg sem ætlaður er gangandi og hjólandi. Þar sem sérstakur hjólastígur er ekki til staðar ber hjólafólki jafnframt að fara um stígana á forsendum gangandi og má ekki gera ráð fyrir að geta farið hraðar en nemur gönguhraða. Þetta kemur fram í útlistunum á reglum sem gilda um umferð hjólandi og gangandi í Reykjavík, sem áréttaðar eru í tilkynningu frá borginni sem send var út í dag. Stígakerfi borgarinnar samanstendur af þrenns konar stígum auk hefðbundinna gangstétta, það er gangstígum, hjólreiðastígum og blönduðum stígum, þ.e. sameiginlegum gang- og hjólreiðastígum. Borgarbúar hafa í yfirstandandi samkomubanni nýtt sér þessa stíga til útivistar sem aldrei fyrr. En hvaða umferðarreglur gilda á stígunum? Lína á stíg gildir ekki lengur Fyrir þónokkrum árum var gerð tilraun til að skipta gangandi og hjólandi umferð með línu á stíg. Langt er síðan þessi regla var afnumin og nú eru það skiltin við stígana sem sýna um hvernig stíg er að ræða. Sums staðar var línan fræst í burtu en annars staðar hefur hún verið látin eyðast með tímanum. Hjólafólki ber skylda samkvæmt lögum að víkja fyrir gangandi á blönduðum stíg. Þá skiptir engu hvar gangandi staðsetur sig á stígnum. Sé pláss svo takmarkað á stígum að hjólreiðamaður komist ekki fram hjá skal hann ávallt á vinsamlegan hátt, með bjöllu eða léttu kalli, láta vita af sér og gefa fólki tækifæri til að stíga til hliðar ef þarf. Hraði hjóla á gangstígum er takmörkunum háður „Enginn hjólreiðamaður skal heldur gera ráð fyrir því að geta ferðast um stíga ætlaða gangandi á meiri meðalhraða en sem nemur gönguhraða. Hjólreiðafólk þarf að hægja á sér og víkja fyrir gangandi fólki,“ segir í tilkynningu borgarinnar. „Þegar hjólaumferð er blönduð á stígum og sérstakur hjólastígur er ekki til staðar, þá er öll umferð á forsendum gangandi. Við þær aðstæður ber hjólum að víkja. Þar sem skilti eru uppi sem sýna línu á milli gangandi og hjólandi eru gangandi og hjólandi vegfarendur aðskildir. Þessi skilti eru aðeins sett upp í dag í þeim tilvikum sem fullur aðskilnaður á milli ferðamáta er til staðar. Þá gildir hægri reglan á hjólastígum en það er engin sérstök regla sem gildir þegar umferð er blönduð á stígum. Samkvæmt hefðum er þó gott að halda sig hægra megin til að umferð gangi betur fyrir sig.“
Hjólreiðar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira