Ásmundur Einar ætlar sér að skapa störf fyrir ungt fólk Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2020 16:23 Helga Vala furðaði sig á ummælum Ásmundar Einars Daðasonar og velti því fyrir sér hvort það væri virkilega svo að hann, ásamt öðrum ráðamönnum, teldi það vera svo að fólk væri á atvinnuleysisskrá af því að það veldi sér slíkt hlutskipti. Að það væri val? visir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar saumaði að Ásmundi Einari Daðasyni í þinginu nú fyrir stundu vegna umdeildra ummæla hans sem féllu í sjónvarpsþættinum Silfrinu í gær. Námsmenn telja sig grátt leikna Námsmenn á Íslandi, sem sjá ekki fram á mörg atvinnutækifæri í sumar vegna ástandsins, um 60 þúsund manns eru nú á atvinnuleysisskrá, töldu sig fá kaldar kveðjur frá Ásmundi Einari þegar hann sagðist ekki hvatamaður þess að hvorki námsmenn né aðrir sem eru atvinnuleysisbótum fái fjármagn fyrir að gera ekki neitt? „Fyrstu viðbrögð eru auðvitað vonbrigði og það blossaði upp mikil reiði meðal stúdenta við að heyra þessa skoðun ráðherra. Það er ekki þannig að við séum búin að vera að krefjast eingöngu atvinnuleysisbóta af því að við viljum komast upp með að gera ekki neitt,“ sagði til að mynda Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs. Sigrún Jónsdóttir, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, ritaði grein sem birtist hér á Vísi þar sem hún segist ekki ná utan um téð ummæli. Helga Vala vitnaði til þessara sömu ummæla félags- og barnamálaráðherra í óundibúnum fyrirspurnartíma Alþingis, með sambland af undrun og hneykslan í rödd sinni. Hún velti því fyrir sér hvort þessi orð endurspegli viðhorf ráðherrans og annarra í ríkisstjórninni þess efnis að þegar fólk leiti ásjár þegar sverfur að þá sé það til að fá fé fyrir að gera ekki neitt. „Eins og fólk hafi val um að fara á eða fara ekki á atvinnuleysisskrá?“ spurði Helga Vala. Og hún gekk á Ásmund Einar hvort það væri virkilega svo að hann teldi þetta fólk frekar vilja vera á atvinnuleysisbótum en að vera í vinnu? Helga Vala nefndi að nú væri það svo að 17 þúsund háskólanemar og 13 þúsund framhaldsskólanemar sæju sér og sínum farborða með því að vinna samhliða námi. „Eða telur ráðherra þetta fólk frekar vilja vera á atvinnuleysisskrá?“ spurði Helga Vala. Vill setja fjármagn í að skapa störf Svo virðist sem fólk almennt hafi misskilið félagsmálaráðherrann illilega í gær því Ásmundur Einar sagði það auðvitað vera svo að þeir sem eru á atvinnuleysisbótum væru ekki þar vegna þess að þeir vilja ekki vinna. Hann sagði að ríkisstjórnin hafi, í samstarfi við sveitarfélögin, farið að stað með verkefni til að skapa störf fyrir þetta fólk. Nú væru 3.076 störf í pípunum, að væri gleðiefni að tilkynna það. Hann sagði að skynsamlegra væri að auka fjárveitingu til að skapa störf en segja í atvinnuleysisbætur. Sem væri neyðarúrræði. Hann vonaðist til að það tækist og þá væri vert að taka þessa umræðu upp aftur. Helga Vala gaf ekki mikið fyrir þessa tölu, 3.076 störf og spurði, fyrst stjórnvöld ætluðu að finna störf fyrir tugþúsundir nema „fyrir hádegi“, hvers vegna stjórnvöld væru þá ekki búin að finna störf fyrir þau 60 þúsund sem væru á atvinnuleysisskrá nú þegar? Ásmundur Einar ítrekaði þá skoðun sína að ekki ætti að gefast upp á því verkefni að skapa störf. Og ef það tekst ekki þá yrði hann fyrstur til að segja að netið eigi að grípa einstaklinga. „Við eigum að hvetja ungt fólk til virkni og skapa fleiri störf og ekki gefast upp við það.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Námslán Efnahagsmál Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir „Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. 11. maí 2020 08:30 Viðhorf ráðherra beri vott um skilningsleysi gagnvart stöðu stúdenta Mikil reiði er á meðal stúdenta eftir ummæli Ásmundar Einars Daðasonar barna- og félagsmálaráðherra í Silfrinu í dag um atvinnuleysisbætur til stúdenta. 10. maí 2020 16:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar saumaði að Ásmundi Einari Daðasyni í þinginu nú fyrir stundu vegna umdeildra ummæla hans sem féllu í sjónvarpsþættinum Silfrinu í gær. Námsmenn telja sig grátt leikna Námsmenn á Íslandi, sem sjá ekki fram á mörg atvinnutækifæri í sumar vegna ástandsins, um 60 þúsund manns eru nú á atvinnuleysisskrá, töldu sig fá kaldar kveðjur frá Ásmundi Einari þegar hann sagðist ekki hvatamaður þess að hvorki námsmenn né aðrir sem eru atvinnuleysisbótum fái fjármagn fyrir að gera ekki neitt? „Fyrstu viðbrögð eru auðvitað vonbrigði og það blossaði upp mikil reiði meðal stúdenta við að heyra þessa skoðun ráðherra. Það er ekki þannig að við séum búin að vera að krefjast eingöngu atvinnuleysisbóta af því að við viljum komast upp með að gera ekki neitt,“ sagði til að mynda Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs. Sigrún Jónsdóttir, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, ritaði grein sem birtist hér á Vísi þar sem hún segist ekki ná utan um téð ummæli. Helga Vala vitnaði til þessara sömu ummæla félags- og barnamálaráðherra í óundibúnum fyrirspurnartíma Alþingis, með sambland af undrun og hneykslan í rödd sinni. Hún velti því fyrir sér hvort þessi orð endurspegli viðhorf ráðherrans og annarra í ríkisstjórninni þess efnis að þegar fólk leiti ásjár þegar sverfur að þá sé það til að fá fé fyrir að gera ekki neitt. „Eins og fólk hafi val um að fara á eða fara ekki á atvinnuleysisskrá?“ spurði Helga Vala. Og hún gekk á Ásmund Einar hvort það væri virkilega svo að hann teldi þetta fólk frekar vilja vera á atvinnuleysisbótum en að vera í vinnu? Helga Vala nefndi að nú væri það svo að 17 þúsund háskólanemar og 13 þúsund framhaldsskólanemar sæju sér og sínum farborða með því að vinna samhliða námi. „Eða telur ráðherra þetta fólk frekar vilja vera á atvinnuleysisskrá?“ spurði Helga Vala. Vill setja fjármagn í að skapa störf Svo virðist sem fólk almennt hafi misskilið félagsmálaráðherrann illilega í gær því Ásmundur Einar sagði það auðvitað vera svo að þeir sem eru á atvinnuleysisbótum væru ekki þar vegna þess að þeir vilja ekki vinna. Hann sagði að ríkisstjórnin hafi, í samstarfi við sveitarfélögin, farið að stað með verkefni til að skapa störf fyrir þetta fólk. Nú væru 3.076 störf í pípunum, að væri gleðiefni að tilkynna það. Hann sagði að skynsamlegra væri að auka fjárveitingu til að skapa störf en segja í atvinnuleysisbætur. Sem væri neyðarúrræði. Hann vonaðist til að það tækist og þá væri vert að taka þessa umræðu upp aftur. Helga Vala gaf ekki mikið fyrir þessa tölu, 3.076 störf og spurði, fyrst stjórnvöld ætluðu að finna störf fyrir tugþúsundir nema „fyrir hádegi“, hvers vegna stjórnvöld væru þá ekki búin að finna störf fyrir þau 60 þúsund sem væru á atvinnuleysisskrá nú þegar? Ásmundur Einar ítrekaði þá skoðun sína að ekki ætti að gefast upp á því verkefni að skapa störf. Og ef það tekst ekki þá yrði hann fyrstur til að segja að netið eigi að grípa einstaklinga. „Við eigum að hvetja ungt fólk til virkni og skapa fleiri störf og ekki gefast upp við það.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Námslán Efnahagsmál Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir „Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. 11. maí 2020 08:30 Viðhorf ráðherra beri vott um skilningsleysi gagnvart stöðu stúdenta Mikil reiði er á meðal stúdenta eftir ummæli Ásmundar Einars Daðasonar barna- og félagsmálaráðherra í Silfrinu í dag um atvinnuleysisbætur til stúdenta. 10. maí 2020 16:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
„Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. 11. maí 2020 08:30
Viðhorf ráðherra beri vott um skilningsleysi gagnvart stöðu stúdenta Mikil reiði er á meðal stúdenta eftir ummæli Ásmundar Einars Daðasonar barna- og félagsmálaráðherra í Silfrinu í dag um atvinnuleysisbætur til stúdenta. 10. maí 2020 16:00