Verkfalli Eflingar hjá nokkrum sveitarfélögum aflýst Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. maí 2020 00:56 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, undirritaði nýjan kjarasamning félagsmanna sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ. Vísir/Vilhelm Efling og Samband íslenskra sveitarfélaga rituðu skömmu fyrir miðnætti undir nýjan kjarasamning félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ. Verkfalli félagsins í sveitarfélögunum hefur því verið aflýst. Í tilkynningu frá Eflingu segir að í samningum sé kveðið á um hækkun lægstu launa með sérstakri aukagreiðslu að fyrirmynd kjarasamnings Eflingar við Reykjavíkurborg. Þar segir jafnframt að Efling fagni sigri í langvinnri og erfiðri kjarabaráttu við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Með aukagreiðslunni hefur náðst fram sambærileg kjarabót og í samningum félagsins við ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir. Þessar kjarabætur fyrir láglaunafólk hjá sveitarfélögunum, að stórum hluta konur í umönnunarstörfum, er beinn árangur af verkfallsaðgerðum og staðfastri baráttu félagsmanna á Höfuðborgarsvæðinu öllu síðan í byrjun febrúar,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningunni. Verkfallið hefur bitnað einna harðast í grunnskólum í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Lægstu laun hækka og vinnuvikan styttist Í samningum er meðal annars samtals 90 þúsund króna hækkun grunnlauna í grunnþrepi yfir samningstímann, stytting vinnuvikunnar, 61 þúsund króna árlegt framlag í nýjan félagsmannasjóð og fleira. Verkfall Eflingar hjá umræddum sveitarfélögum hófst 9. mars en var frestað þann 24. mars vegna kórónuveirufaraldursins. Eftir páska var atkvæðagreiðsla um að fara að nýju í verkfall og var verkfallsboðun samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Verkfallið hófst 5. maí en því hefur nú verið aflýst, eins og áður segir. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki 270 félagsmanna sem undir honum munu starfa. Hefst nú vinna við kynningu samningsins og undirbúning atkvæðagreiðslu að því er segir í tilkynningu. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Áfram fundað í kvöld í deilu Eflingar og sveitarfélaganna Fundað hefur verið í allan dag og standa viðræður enn yfir. 10. maí 2020 18:50 Sér ekki fyrir endann á deilu sveitarfélaganna og Eflingar Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segist ekki sjá fyrir endann á deilu sambandsins og Eflingar. Hlé var gert á viðræðum á sjötta tímanum í gær og hófust viðræður á ný klukkan 10 í morgun. 10. maí 2020 11:19 Fresta viðræðum Eflingar og sveitarfélaganna til morguns Hlé var gert á fundi samninganefnda Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á sjötta tímanum í dag eftir hátt í átta klukkustunda langa fundarlotu hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru sagðar á viðkvæmu stigi en fundur heldur áfram klukkan tíu í fyrramálið. 9. maí 2020 18:31 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Sjá meira
Efling og Samband íslenskra sveitarfélaga rituðu skömmu fyrir miðnætti undir nýjan kjarasamning félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ. Verkfalli félagsins í sveitarfélögunum hefur því verið aflýst. Í tilkynningu frá Eflingu segir að í samningum sé kveðið á um hækkun lægstu launa með sérstakri aukagreiðslu að fyrirmynd kjarasamnings Eflingar við Reykjavíkurborg. Þar segir jafnframt að Efling fagni sigri í langvinnri og erfiðri kjarabaráttu við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Með aukagreiðslunni hefur náðst fram sambærileg kjarabót og í samningum félagsins við ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir. Þessar kjarabætur fyrir láglaunafólk hjá sveitarfélögunum, að stórum hluta konur í umönnunarstörfum, er beinn árangur af verkfallsaðgerðum og staðfastri baráttu félagsmanna á Höfuðborgarsvæðinu öllu síðan í byrjun febrúar,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningunni. Verkfallið hefur bitnað einna harðast í grunnskólum í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Lægstu laun hækka og vinnuvikan styttist Í samningum er meðal annars samtals 90 þúsund króna hækkun grunnlauna í grunnþrepi yfir samningstímann, stytting vinnuvikunnar, 61 þúsund króna árlegt framlag í nýjan félagsmannasjóð og fleira. Verkfall Eflingar hjá umræddum sveitarfélögum hófst 9. mars en var frestað þann 24. mars vegna kórónuveirufaraldursins. Eftir páska var atkvæðagreiðsla um að fara að nýju í verkfall og var verkfallsboðun samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Verkfallið hófst 5. maí en því hefur nú verið aflýst, eins og áður segir. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki 270 félagsmanna sem undir honum munu starfa. Hefst nú vinna við kynningu samningsins og undirbúning atkvæðagreiðslu að því er segir í tilkynningu.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Áfram fundað í kvöld í deilu Eflingar og sveitarfélaganna Fundað hefur verið í allan dag og standa viðræður enn yfir. 10. maí 2020 18:50 Sér ekki fyrir endann á deilu sveitarfélaganna og Eflingar Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segist ekki sjá fyrir endann á deilu sambandsins og Eflingar. Hlé var gert á viðræðum á sjötta tímanum í gær og hófust viðræður á ný klukkan 10 í morgun. 10. maí 2020 11:19 Fresta viðræðum Eflingar og sveitarfélaganna til morguns Hlé var gert á fundi samninganefnda Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á sjötta tímanum í dag eftir hátt í átta klukkustunda langa fundarlotu hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru sagðar á viðkvæmu stigi en fundur heldur áfram klukkan tíu í fyrramálið. 9. maí 2020 18:31 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Sjá meira
Áfram fundað í kvöld í deilu Eflingar og sveitarfélaganna Fundað hefur verið í allan dag og standa viðræður enn yfir. 10. maí 2020 18:50
Sér ekki fyrir endann á deilu sveitarfélaganna og Eflingar Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segist ekki sjá fyrir endann á deilu sambandsins og Eflingar. Hlé var gert á viðræðum á sjötta tímanum í gær og hófust viðræður á ný klukkan 10 í morgun. 10. maí 2020 11:19
Fresta viðræðum Eflingar og sveitarfélaganna til morguns Hlé var gert á fundi samninganefnda Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á sjötta tímanum í dag eftir hátt í átta klukkustunda langa fundarlotu hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru sagðar á viðkvæmu stigi en fundur heldur áfram klukkan tíu í fyrramálið. 9. maí 2020 18:31