Nota hitaskynjandi dróna í umfangsmikilli leit að hundinum Bangsa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2020 11:56 Hundurinn Bangsi hefur verið týndur frá því á þriðjudaginn. Mynd/Aðsend Umfangsmikil leit stendur nú yfir að hundinum Bangsa sem varð viðskila við eiganda sinn nærri Helgufoss ofan við Gljúfrastein i Mosfellsdal. Um fimmtíu manns komu að leitinni í gær og í dag er leitinni svæðaskipt. Meðal annars er notast við hitaskynjandi dróna. Bangsi er 15 ára hundur sem er blanda af íslenskum hundi og Border Collie, gylltur og hvítur. Hann týndist á þriðjudaginn og síðan þá hafa eigendur hans leitað hans með dyggri aðstoð vina, kunningja og hundaáhugamanna. Í samtali við Vísi segir Hermann Georg Gunnlaugsson, eigandi hundarins að nú sé leitinni beint að tveimur svæðum. Annars vegar með hitaskynjandi drónum á svæðinu þar sem hann varð viðskila við eigandann. Um 50 manns komu að leitinni í gær.Mynd/Aðsend „Við erum með hjálparsveit skáta sem er komið með dróna og eru að nota hitadróna til að fara yfir og sjá heita bletti,“ segir Hermann en kórfélagar hans, sem einnig eru meðlimir í björgunarsveit hafi boðið fram aðstoð sína. „Þau eru líka að nota tækifærið að prufa hitaskannann og sjá hvernig hann virkar í þessu umhverfi,“ segir Hermann. Annar hluti leitarinnar fer fram við Höfðahverfi, Grafarvogi, Ártúnshöfði, Hálsum, Fákum, Úlfarsárdal og Elliðaárdal og eru allir þeir sem vettlingi geta valdið hvattir til að aðstoða við leitina. Þá hvetur Hermann þá sem ætla að nýta daginn til útisvistar að hafa augun hjá sér ef Bangsi skyldi dúkka upp einhver staðar. Þrátt fyrir að Bangsi sé kominn til ára sinna segir Hermann að hann sé vel sprækur, gangi allajafna 3-4 kílómetra á dag og hafi honum tekist að komast af svæðinu þar sem hann týndist sé mögulegt að hann hafi komist allt að 60 kílómetra. Einnig sé sá möguleiki fyrir hendi að hann sé fastur einhvers staðar og geti ekki látið vita af sér. Bangsa er sárt saknaðMynd/Aðsend „Frá því á þriðjudag er mikill fjöldi fólks búinn að taka þátt í leitinni og í gær komu um 50 manns meira og minna að leitinni. Ótrúlegt hvað fólk hefur sýnt þessu áhuga og tekið þátt í að leita,“ skrifar Hermann á Facebook sem biður þá sem kunna að hafa séð til Bangsa að hafa samband við sig. Upplýsingar um hvernig megi hafa samband við Hermann má finna í Facebook-færslu hans hér að neðan. Bangsi enn ófundinn. Uppfærsla 9. maí kl. 00:20 Bangsi er 15 ára hundur sem er blanda af íslenskum hundi og Border...Posted by Hermann Georg Gunnlaugsson on Föstudagur, 8. maí 2020 Dýr Mosfellsbær Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Umfangsmikil leit stendur nú yfir að hundinum Bangsa sem varð viðskila við eiganda sinn nærri Helgufoss ofan við Gljúfrastein i Mosfellsdal. Um fimmtíu manns komu að leitinni í gær og í dag er leitinni svæðaskipt. Meðal annars er notast við hitaskynjandi dróna. Bangsi er 15 ára hundur sem er blanda af íslenskum hundi og Border Collie, gylltur og hvítur. Hann týndist á þriðjudaginn og síðan þá hafa eigendur hans leitað hans með dyggri aðstoð vina, kunningja og hundaáhugamanna. Í samtali við Vísi segir Hermann Georg Gunnlaugsson, eigandi hundarins að nú sé leitinni beint að tveimur svæðum. Annars vegar með hitaskynjandi drónum á svæðinu þar sem hann varð viðskila við eigandann. Um 50 manns komu að leitinni í gær.Mynd/Aðsend „Við erum með hjálparsveit skáta sem er komið með dróna og eru að nota hitadróna til að fara yfir og sjá heita bletti,“ segir Hermann en kórfélagar hans, sem einnig eru meðlimir í björgunarsveit hafi boðið fram aðstoð sína. „Þau eru líka að nota tækifærið að prufa hitaskannann og sjá hvernig hann virkar í þessu umhverfi,“ segir Hermann. Annar hluti leitarinnar fer fram við Höfðahverfi, Grafarvogi, Ártúnshöfði, Hálsum, Fákum, Úlfarsárdal og Elliðaárdal og eru allir þeir sem vettlingi geta valdið hvattir til að aðstoða við leitina. Þá hvetur Hermann þá sem ætla að nýta daginn til útisvistar að hafa augun hjá sér ef Bangsi skyldi dúkka upp einhver staðar. Þrátt fyrir að Bangsi sé kominn til ára sinna segir Hermann að hann sé vel sprækur, gangi allajafna 3-4 kílómetra á dag og hafi honum tekist að komast af svæðinu þar sem hann týndist sé mögulegt að hann hafi komist allt að 60 kílómetra. Einnig sé sá möguleiki fyrir hendi að hann sé fastur einhvers staðar og geti ekki látið vita af sér. Bangsa er sárt saknaðMynd/Aðsend „Frá því á þriðjudag er mikill fjöldi fólks búinn að taka þátt í leitinni og í gær komu um 50 manns meira og minna að leitinni. Ótrúlegt hvað fólk hefur sýnt þessu áhuga og tekið þátt í að leita,“ skrifar Hermann á Facebook sem biður þá sem kunna að hafa séð til Bangsa að hafa samband við sig. Upplýsingar um hvernig megi hafa samband við Hermann má finna í Facebook-færslu hans hér að neðan. Bangsi enn ófundinn. Uppfærsla 9. maí kl. 00:20 Bangsi er 15 ára hundur sem er blanda af íslenskum hundi og Border...Posted by Hermann Georg Gunnlaugsson on Föstudagur, 8. maí 2020
Dýr Mosfellsbær Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira