Gera ráð fyrir 38 milljörðum vegna hlutabótaleiðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2020 20:31 Það eru stór og umfangsmikil mál sem koma til kasta Alþingis vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Önnur umræða um fjáraukalög 2020 stendur yfir á Alþingi þessa stundina. Í því frumvarpi sem nú er til umræðu er ekki gert ráð fyrir hækkun útgjaldaheimilda vegna boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar um stuðning við fyrirtæki vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti og vegna framlengingar á hlutabótaúrræðinu svokallaða. Tekið verður tillit til þess kostnaðar í nýju frumvarpi til fjáraukalaga sem að öllum líkindum kemur til kasta þingsins í næstu viku, eftir að það frumvarp sem nú er til umfjöllunar hefur verið afgreitt. Stefnt er að því að það frumvarp gangi til þriðju umræðu á mánudaginn. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður í nýju frumvarpi til fjáraukalaga gert ráð fyrir 38 milljörðum króna vegna hlutabótaleiðarinnar og 25 milljörðum vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti. Það verður þriðja frumvarpið til fjáraukalaga 2020 sem lagt verður fram sem tengist viðbrögðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. SÁÁ fái 30 milljónir Gert er ráð fyrir 13,2 milljarða króna útgjaldaaukningu í því frumvarpi til fjáraukalaga 2020 sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Að teknu tilliti til breytingatillagna meirihluta fjárlaganefndar hækkar upphæðin í 13,7 milljarða en nefndin leggur til að 512 milljónum til viðbótar verði varið í þágu ýmissa verkefna. Þær fela í sér meðal annars að gert verði ráð fyrir 200 milljóna einskiptisframlagi í Rannsóknarsjóð til að efla fjármögnun til vísindafólks, 30 milljónum verði varið til starfsemi SÁÁ, 157 milljónum verði bætt við til að fullfjármagna hlutdeild ríkissjóðs vegna samninga sveitarfélaga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og 100 milljónum verði bætt við til að tryggja að starfsemi verndaðra vinnustaða skerðist ekki sökum heimsfaraldursins. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að útgjaldaheimild verði aukin um 512 milljónir til viðbótar við þá 13,2 milljarða sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Um er að ræða nokkrar einskiptisaðgerðir.Vísir/Hafsteinn Þá verði 25 milljónum bætt við til að styrkja ýmis félagasamtök sem styðja við viðkvæma hópa, til að mynda hjálparstofnanir sem annast matarúthlutanir. Þá er gerð breytingatillaga sem er tæknilegs eðlis og varðar framlög til sprota- og nýsköpunarsjóðsins Kríu. Með frumvarpinu eins og það liggur fyrir er gert ráð fyrir útgjaldaheimild upp á 13,2 milljarða sem skiptast í þrennt. Í fyrsta lagi vegna félagslegra aðgerða að upp á 8,4 milljarða, í öðru lagi vegna nýsköpunar og þróunar upp á 2,3 milljarða og í þriðja lagi vegna lokunarstyrkja sem áætlaðir eru 2,5 milljarðar. Allar tillögur stjórnarandstöðunnar felldar Annarri umræðu lauk á Alþingi fyrr í dag um bandormsfrumvarp fjármálaráðherra vegna hluta þeirra efnahagsaðgerða sem ríkisstjórnin hefur boðað. Frumvarpið er annar liður í aðgerðum stjórnvalda vegna þeirra efnahagslegu áfalla sem heimsfaraldur covid-19 hefur í för með sér, og varðar meðal annars þau mál sem tekin eru fyrir í því frumvarpi til fjáraukalaga sem nú er til umfjöllunar. Stjórnarandstaðan gerði nokkrar breytingatillögur við bandorminn sem allar voru felldar að lokinni annarri umræðu fyrr í dag, meðal annars tillaga Samfylkingarinnar um að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar. Ekki þykir líklegt að breytingatillögur stjórnarandstöðunnar vegna fjáraukalaga verði samþykktar heldur í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu síðar í kvöld. Stefnt er að því að bæði bandormurinn og fjáraukalögin gangi til þriðju umræðu á Alþingi strax eftir helgi. Nýtt frumvarp til fjáraukalaga komi síðan til kasta þingsins í framhaldinu þar sem tekið verður tillit til hlutabótaleiðar og greiðslu hluta launa á uppsagnarfresti, alls upp á 63 milljarða. Alþingi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira
Önnur umræða um fjáraukalög 2020 stendur yfir á Alþingi þessa stundina. Í því frumvarpi sem nú er til umræðu er ekki gert ráð fyrir hækkun útgjaldaheimilda vegna boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar um stuðning við fyrirtæki vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti og vegna framlengingar á hlutabótaúrræðinu svokallaða. Tekið verður tillit til þess kostnaðar í nýju frumvarpi til fjáraukalaga sem að öllum líkindum kemur til kasta þingsins í næstu viku, eftir að það frumvarp sem nú er til umfjöllunar hefur verið afgreitt. Stefnt er að því að það frumvarp gangi til þriðju umræðu á mánudaginn. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður í nýju frumvarpi til fjáraukalaga gert ráð fyrir 38 milljörðum króna vegna hlutabótaleiðarinnar og 25 milljörðum vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti. Það verður þriðja frumvarpið til fjáraukalaga 2020 sem lagt verður fram sem tengist viðbrögðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. SÁÁ fái 30 milljónir Gert er ráð fyrir 13,2 milljarða króna útgjaldaaukningu í því frumvarpi til fjáraukalaga 2020 sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Að teknu tilliti til breytingatillagna meirihluta fjárlaganefndar hækkar upphæðin í 13,7 milljarða en nefndin leggur til að 512 milljónum til viðbótar verði varið í þágu ýmissa verkefna. Þær fela í sér meðal annars að gert verði ráð fyrir 200 milljóna einskiptisframlagi í Rannsóknarsjóð til að efla fjármögnun til vísindafólks, 30 milljónum verði varið til starfsemi SÁÁ, 157 milljónum verði bætt við til að fullfjármagna hlutdeild ríkissjóðs vegna samninga sveitarfélaga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og 100 milljónum verði bætt við til að tryggja að starfsemi verndaðra vinnustaða skerðist ekki sökum heimsfaraldursins. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að útgjaldaheimild verði aukin um 512 milljónir til viðbótar við þá 13,2 milljarða sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Um er að ræða nokkrar einskiptisaðgerðir.Vísir/Hafsteinn Þá verði 25 milljónum bætt við til að styrkja ýmis félagasamtök sem styðja við viðkvæma hópa, til að mynda hjálparstofnanir sem annast matarúthlutanir. Þá er gerð breytingatillaga sem er tæknilegs eðlis og varðar framlög til sprota- og nýsköpunarsjóðsins Kríu. Með frumvarpinu eins og það liggur fyrir er gert ráð fyrir útgjaldaheimild upp á 13,2 milljarða sem skiptast í þrennt. Í fyrsta lagi vegna félagslegra aðgerða að upp á 8,4 milljarða, í öðru lagi vegna nýsköpunar og þróunar upp á 2,3 milljarða og í þriðja lagi vegna lokunarstyrkja sem áætlaðir eru 2,5 milljarðar. Allar tillögur stjórnarandstöðunnar felldar Annarri umræðu lauk á Alþingi fyrr í dag um bandormsfrumvarp fjármálaráðherra vegna hluta þeirra efnahagsaðgerða sem ríkisstjórnin hefur boðað. Frumvarpið er annar liður í aðgerðum stjórnvalda vegna þeirra efnahagslegu áfalla sem heimsfaraldur covid-19 hefur í för með sér, og varðar meðal annars þau mál sem tekin eru fyrir í því frumvarpi til fjáraukalaga sem nú er til umfjöllunar. Stjórnarandstaðan gerði nokkrar breytingatillögur við bandorminn sem allar voru felldar að lokinni annarri umræðu fyrr í dag, meðal annars tillaga Samfylkingarinnar um að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar. Ekki þykir líklegt að breytingatillögur stjórnarandstöðunnar vegna fjáraukalaga verði samþykktar heldur í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu síðar í kvöld. Stefnt er að því að bæði bandormurinn og fjáraukalögin gangi til þriðju umræðu á Alþingi strax eftir helgi. Nýtt frumvarp til fjáraukalaga komi síðan til kasta þingsins í framhaldinu þar sem tekið verður tillit til hlutabótaleiðar og greiðslu hluta launa á uppsagnarfresti, alls upp á 63 milljarða.
Alþingi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira