Sautján ára íslenskum fótboltastrák í Svíþjóð hrósað mikið fyrir hugarfarið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2020 12:30 Ísak Bergmann Jóhannesson hefur skorað 11 mörk í 21 leik fyrir íslensku unglingalandsliðin. Hann birti þessa mynd af sér í landsliðsbúningnum á Instagram síðu sinni. Mynd/Instagram Einn efnilegasti knattspyrnumaður Íslands lætur ekkert trufla sig við það að verða öflugur knattspyrnumaður og það svo aðrir atvinnumenn í kringum hann taka eftir því. Ísak Bergmann er aðeins sautján ára gamall en þegar farinn að banka fast á dyrnar hjá aðalliði Norrköping. Ísak Bergmann var í byrjunarliði Norrköping á undirbúningstímabilinu og skoraði meðal annars í æfingaleik á móti Breiðabliki. Vonandi færi hann að spila mikið í sumar og vaxa og dafna sem knattspyrnumaður. Ísak, sem hélt upp á sautján ára afmælisdaginn sinn í mars, kom til sænska liðsins frá ÍA síðasta sumar. Hann hafði tækifæri til að fara til stærra félags en vildi komast í meistaraflokksfótbolta sem fyrst í stað þess að vera í unglingaliðum stærri liðs. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann hrífur nýjan liðsfélaga https://t.co/P12I6zzuAe— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 6, 2020 Jonathan Levi er nýkominn til Norrköping frá norska stórklúbbnum Rosenborg og hann hrósar íslenska unglingaliðsmanninum fyrir frábært hugarfar í viðtali við staðarblaðið Norrköpings Tidningar. „Ég veit ekki um marga sautján ára stráka sem eru svona einbeittir og taka fótbolta svona alvarlega eins og hann," sagði Jonathan Levi við Norrköpings Tidningar en fótbolti.net segir frá. „Ísak hefur hrifið mig ótrúlega mikið. Hann er auðvitað hæfileikaríkur fótboltamaður en hann leggur líka svo mikla vinnu á sig. Vanalega eru margir aðrir hlutir að heilla 17 ára unglinga," sagði Jonathan Levi. View this post on Instagram Obstacles don t have to stop you. If you run into a wall, don t turn around and give up. Figure out how to climb it, go though it or work around it. . - Michael Jordan A post shared by Ísak Bergmann Jóhannesson (@isakbergmann10) on Mar 28, 2020 at 8:28am PDT Það er ekki bara Jonathan Levi sem binda væntingar til Ísaks Bergmanns því fyrr í vor var hann valinn efnilegasti leikmaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni. Ísak Bergmann náði að spila einn leik í íslensku deildinni með ÍA áður en hann fór út og þá kom hann við sögu í einum leik með Norrköping síðasta sumar. Faðir Ísaks er Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður en núverandi þjálfari Skagamanna í Pepsi Max deildinni. Íslendingar erlendis Sænski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Einn efnilegasti knattspyrnumaður Íslands lætur ekkert trufla sig við það að verða öflugur knattspyrnumaður og það svo aðrir atvinnumenn í kringum hann taka eftir því. Ísak Bergmann er aðeins sautján ára gamall en þegar farinn að banka fast á dyrnar hjá aðalliði Norrköping. Ísak Bergmann var í byrjunarliði Norrköping á undirbúningstímabilinu og skoraði meðal annars í æfingaleik á móti Breiðabliki. Vonandi færi hann að spila mikið í sumar og vaxa og dafna sem knattspyrnumaður. Ísak, sem hélt upp á sautján ára afmælisdaginn sinn í mars, kom til sænska liðsins frá ÍA síðasta sumar. Hann hafði tækifæri til að fara til stærra félags en vildi komast í meistaraflokksfótbolta sem fyrst í stað þess að vera í unglingaliðum stærri liðs. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann hrífur nýjan liðsfélaga https://t.co/P12I6zzuAe— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 6, 2020 Jonathan Levi er nýkominn til Norrköping frá norska stórklúbbnum Rosenborg og hann hrósar íslenska unglingaliðsmanninum fyrir frábært hugarfar í viðtali við staðarblaðið Norrköpings Tidningar. „Ég veit ekki um marga sautján ára stráka sem eru svona einbeittir og taka fótbolta svona alvarlega eins og hann," sagði Jonathan Levi við Norrköpings Tidningar en fótbolti.net segir frá. „Ísak hefur hrifið mig ótrúlega mikið. Hann er auðvitað hæfileikaríkur fótboltamaður en hann leggur líka svo mikla vinnu á sig. Vanalega eru margir aðrir hlutir að heilla 17 ára unglinga," sagði Jonathan Levi. View this post on Instagram Obstacles don t have to stop you. If you run into a wall, don t turn around and give up. Figure out how to climb it, go though it or work around it. . - Michael Jordan A post shared by Ísak Bergmann Jóhannesson (@isakbergmann10) on Mar 28, 2020 at 8:28am PDT Það er ekki bara Jonathan Levi sem binda væntingar til Ísaks Bergmanns því fyrr í vor var hann valinn efnilegasti leikmaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni. Ísak Bergmann náði að spila einn leik í íslensku deildinni með ÍA áður en hann fór út og þá kom hann við sögu í einum leik með Norrköping síðasta sumar. Faðir Ísaks er Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður en núverandi þjálfari Skagamanna í Pepsi Max deildinni.
Íslendingar erlendis Sænski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira