Lilja og Svandís mættu á fjallahjólum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2020 09:56 Lilja Alfreðsdóttir var með hjálm á höfði þegar boðsgestirnir biðu þess að vera ræstir út. Vísir/Vilhelm Verkefnið Hjólað í vinnuna var sett við Þróttaraheimilið í Laugardal í morgun og voru ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á meðal þeirra sem mættu á hjólum sínum. Flutt voru hvatningarávörp og fór Jóhann Alfreð Kristinsson með gamanmál. Vegna fjöldatakmarkana var setningarhátíð verkefnisins í ár aðeins fyrir boðsgesti en var send út á Facebook síðu Hjólað í vinnuna í staðinn. Meðal boðsgesta sem fluttu ávarp í morgun voru Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, Alma Dagjört Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Að ávörpunum loknum hjóluðu gestir verkefnið formlega af stað. Hjólað í vinnuna 2020 á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna fer nú fram í átjánda sinn og stendur að vanda yfir í þrjár vikur eða til 26. maí. Á þeim tíma eru landsmenn hvattir til að hreyfa sig og nýta sér heilsusamlegar, umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur með því að hjóla, ganga eða nota annan virkan ferðamáta. „Við þær sérstöku aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu er nauðsynlegt að huga vel að heilsunni og daglegri hreyfingu. Einnig er mikilvægt fyrir vinnustaði landsins að huga vel að starfsandanum á þessum fordæmalausu tímum. Verkefnið Hjólað í vinnuna er góð leið til þess að hressa upp á stemninguna og þjappa hópnum saman, en auðvitað þarf á sama tíma að virða 2 metra fjarlægðarmörkin. Hjólreiðar eru bæði virkur og umhverfisvænn ferðamáti og jafnframt frábær útivist og öflug líkamsrækt,“ segir í tilkynningu. Keppnisgreinar í Hjólað í vinnuna eru tvær: Flestir þátttökudagar: Þar sem keppt er um flesta þátttökudaga hlutfallslega miða við heildarfjölda starfsfólks á vinnustaðnum. Kílómetrakeppni: Þar sem keppt er á milli liða um annars vegar heildarfjölda kílómetra og hins vegar hlutfall kílómetra miða við fjölda liðsmanna í liði. Keppt er í átta keppnisflokkum út frá stærð vinnustaða. Í ár hvetur ÍSÍ þá sem vinna heiman frá sér að byrja eða enda vinnudaginn á því að hjóla, ganga eða nýta annan virkan ferðamáta sem nemur kílómetrum til og frá vinnu. Einfaldara getur það ekki verið og allir geta tekið þátt. Hjólreiðar Heilsa Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Verkefnið Hjólað í vinnuna var sett við Þróttaraheimilið í Laugardal í morgun og voru ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á meðal þeirra sem mættu á hjólum sínum. Flutt voru hvatningarávörp og fór Jóhann Alfreð Kristinsson með gamanmál. Vegna fjöldatakmarkana var setningarhátíð verkefnisins í ár aðeins fyrir boðsgesti en var send út á Facebook síðu Hjólað í vinnuna í staðinn. Meðal boðsgesta sem fluttu ávarp í morgun voru Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, Alma Dagjört Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Að ávörpunum loknum hjóluðu gestir verkefnið formlega af stað. Hjólað í vinnuna 2020 á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna fer nú fram í átjánda sinn og stendur að vanda yfir í þrjár vikur eða til 26. maí. Á þeim tíma eru landsmenn hvattir til að hreyfa sig og nýta sér heilsusamlegar, umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur með því að hjóla, ganga eða nota annan virkan ferðamáta. „Við þær sérstöku aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu er nauðsynlegt að huga vel að heilsunni og daglegri hreyfingu. Einnig er mikilvægt fyrir vinnustaði landsins að huga vel að starfsandanum á þessum fordæmalausu tímum. Verkefnið Hjólað í vinnuna er góð leið til þess að hressa upp á stemninguna og þjappa hópnum saman, en auðvitað þarf á sama tíma að virða 2 metra fjarlægðarmörkin. Hjólreiðar eru bæði virkur og umhverfisvænn ferðamáti og jafnframt frábær útivist og öflug líkamsrækt,“ segir í tilkynningu. Keppnisgreinar í Hjólað í vinnuna eru tvær: Flestir þátttökudagar: Þar sem keppt er um flesta þátttökudaga hlutfallslega miða við heildarfjölda starfsfólks á vinnustaðnum. Kílómetrakeppni: Þar sem keppt er á milli liða um annars vegar heildarfjölda kílómetra og hins vegar hlutfall kílómetra miða við fjölda liðsmanna í liði. Keppt er í átta keppnisflokkum út frá stærð vinnustaða. Í ár hvetur ÍSÍ þá sem vinna heiman frá sér að byrja eða enda vinnudaginn á því að hjóla, ganga eða nýta annan virkan ferðamáta sem nemur kílómetrum til og frá vinnu. Einfaldara getur það ekki verið og allir geta tekið þátt.
Hjólreiðar Heilsa Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira