Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. desember 2019 15:15 Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur valið unga loftslagsaðgerðarsinna menn ársins 2019. Valið var kynnt í Kryddsíld Stöðvar 2 rétt í þessu. Á viðurkenningarskjali sem Þorgerður María Þorbjarnardóttir tók við fyrir hönd hópsins segir að ungir loftslagsaðgerðasinnar séu Menn ársins fyrir að hafa vakið athygli þjóðarinnar á afleiðingum loftslagsbreytinga fyrir komandi kynslóðir. „Ungt fólk, margt á grunnskólaaldri, hefur með vikulegum loftslagsverkföllum krafist aðgerða til að sporna gegn áframhaldandi hlýnun jarðar. Með einörðum málflutningi hafa þau minnt hina fullorðnu á persónulega ábyrgð hvers og eins við að tryggja að jörðin verði byggileg um langa framtíð,“ segir í skjalinu. Þorgerður María, sem er gjaldkeri Ungra umhverfissinna, segir að í heildina hafi um 4000 manns tekið þátt í mótmælaaðgerðum á Austurvelli. Hún telur þennan fjölda til marks um vitundarvakningu um loftslagsmál sem orðið hefur í samfélaginu. „Fólk er orðið kvíðið og fólk er komið með samviskubit yfir neyslunni sinni, flugferðum erlendir og bílunum sínum. Okkur þykir ekki nægilega mikið af aðgerðum fylgja hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum,“ segir Þorgerður. Hún segir samtökin jafnframt finna fyrir loftslagskvíða hjá ungu fólki og börnum. „Þau eru með miklar áhyggjur af framtíðinni sinni og barnanna sinna, og hvernig heimurinn mun koma til með að þróast.“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir er gjaldkeri Ungra umhverfissinna.Stöð 2 Hún segist telja mikilvægt að ungt fólk fái útrás fyrir þessar tilfinningar með því að mæta á mótmælafundi og eiga samtal við ráðamenn. „Við náum að koma skilaboðum til skila, og þá líður manni eins og maður sé að gera eitthvað í málunum. Þá minnkar kvíðinn.“ Hún segir enga hættu á að hreyfingin láti deigan síga á nýju ári og að sá eldmóður sem einkennt hefur hreyfinguna muni lognast út af. „Þetta er bara maraþon, og við erum bara rétt að byrja. Við komum til með að halda áfram hvern einasta föstudag, þangað til við sjáum gríðarlega minnkun í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og um heiminn allan,“ segir Þorgerður. Þorgerður er sjálf hluti af björgunarsveit, en eins og alþjóð veit er stór hluti af fjáröflun björgunar- og hjálparsveita víða um land í formi flugeldasölu, en flugeldar eru einn þeirra þátta sem stuðla að aukinni mengun. Aðspurð út í þetta er Þorgerður með svar á reiðum höndum. „Þegar maður er hluti af samfélagi, þá tekur maður þátt í því, og mig langaði að vera í björgunarsveit. Þá tek ég þátt í því starfi sem þær eru með, þrátt fyrir að ég gagnrýni það innan samfélagsins,“ segir hún og bætir við að hún vildi helst sjá aðrar fjáröflunarleiðir farnar af björgunar- og hjálparsveitum. Fréttir ársins 2019 Kryddsíld Loftslagsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur valið unga loftslagsaðgerðarsinna menn ársins 2019. Valið var kynnt í Kryddsíld Stöðvar 2 rétt í þessu. Á viðurkenningarskjali sem Þorgerður María Þorbjarnardóttir tók við fyrir hönd hópsins segir að ungir loftslagsaðgerðasinnar séu Menn ársins fyrir að hafa vakið athygli þjóðarinnar á afleiðingum loftslagsbreytinga fyrir komandi kynslóðir. „Ungt fólk, margt á grunnskólaaldri, hefur með vikulegum loftslagsverkföllum krafist aðgerða til að sporna gegn áframhaldandi hlýnun jarðar. Með einörðum málflutningi hafa þau minnt hina fullorðnu á persónulega ábyrgð hvers og eins við að tryggja að jörðin verði byggileg um langa framtíð,“ segir í skjalinu. Þorgerður María, sem er gjaldkeri Ungra umhverfissinna, segir að í heildina hafi um 4000 manns tekið þátt í mótmælaaðgerðum á Austurvelli. Hún telur þennan fjölda til marks um vitundarvakningu um loftslagsmál sem orðið hefur í samfélaginu. „Fólk er orðið kvíðið og fólk er komið með samviskubit yfir neyslunni sinni, flugferðum erlendir og bílunum sínum. Okkur þykir ekki nægilega mikið af aðgerðum fylgja hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum,“ segir Þorgerður. Hún segir samtökin jafnframt finna fyrir loftslagskvíða hjá ungu fólki og börnum. „Þau eru með miklar áhyggjur af framtíðinni sinni og barnanna sinna, og hvernig heimurinn mun koma til með að þróast.“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir er gjaldkeri Ungra umhverfissinna.Stöð 2 Hún segist telja mikilvægt að ungt fólk fái útrás fyrir þessar tilfinningar með því að mæta á mótmælafundi og eiga samtal við ráðamenn. „Við náum að koma skilaboðum til skila, og þá líður manni eins og maður sé að gera eitthvað í málunum. Þá minnkar kvíðinn.“ Hún segir enga hættu á að hreyfingin láti deigan síga á nýju ári og að sá eldmóður sem einkennt hefur hreyfinguna muni lognast út af. „Þetta er bara maraþon, og við erum bara rétt að byrja. Við komum til með að halda áfram hvern einasta föstudag, þangað til við sjáum gríðarlega minnkun í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og um heiminn allan,“ segir Þorgerður. Þorgerður er sjálf hluti af björgunarsveit, en eins og alþjóð veit er stór hluti af fjáröflun björgunar- og hjálparsveita víða um land í formi flugeldasölu, en flugeldar eru einn þeirra þátta sem stuðla að aukinni mengun. Aðspurð út í þetta er Þorgerður með svar á reiðum höndum. „Þegar maður er hluti af samfélagi, þá tekur maður þátt í því, og mig langaði að vera í björgunarsveit. Þá tek ég þátt í því starfi sem þær eru með, þrátt fyrir að ég gagnrýni það innan samfélagsins,“ segir hún og bætir við að hún vildi helst sjá aðrar fjáröflunarleiðir farnar af björgunar- og hjálparsveitum.
Fréttir ársins 2019 Kryddsíld Loftslagsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira