Hætta á frekari rafmagnstruflunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. desember 2019 14:00 Frá rafmagnsviðgerðum á Norðurlandi í liðinni viku. vísir/egill Hætta er á frekari rafmagnstruflunum á Norðausturlandi og hluta Austurlands. Hátt þrjú hundruð manns á vegum RARIK hafa nú í tæpan hálfan mánuð unnið dag og nótt við að reyna að halda dreifikerfinu gangandi. Mikill viðbúnaður hefur verið hjá RARIK um helgina vegna veðursins. „Það urðu engar truflanir hjá okkur í nótt þrátt fyrir nokkuð slæma ísingarveðurspá en þetta er ekki alveg gengið yfir þannig að við vonum auðvitað að við sleppum,“ segir Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIKS. Helga segir enn mikla hættu á ísingu á Norðausturlandi og á hluta Austurlands. Því sé hætta á rafmagnstruflunum á þessum svæðum á meðan að ástandið vari. „Við erum bara með fólk á vakt auðvitað þangað til þetta klárast og í rauninni erum við alltaf með fólk á vaktinni, allan sólarhringinn, allt árið,“ segir Helga. Helga segir mikið hafa mætt á starfsfólki undanfarið. „Þetta er búið að vera gífurlegt álag á RARIK og við erum búin að vera með allt okkar starfsfólk í vinnu síðan veðrið skall á og í rauninni áður þegar við fórum að undirbúa okkur og svo höfum við fengið aðstoð frá fjölda mörgum. Þannig við metum að það sé hátt í þrjú hundruð manns sem hafa komið að þessu á einn eða annan hátt,“ segir Helga Fólkið hefur unnið dag og nótt síðan óveðrið skall á 10. desember. „Það hafa allir lagst á eitt og stemmingin hefur verið góð en fólk er auðvitað orðið mjög þreytt,“ segir Helga. Hún segist loks sjá fyrir endann á ástandinu sem varað hefur verið síðustu tvær vikurnar. „Það virðist vera betri veðurspá núna fram undan og ef við sleppum í dag þá erum við að vonast til að komast inn í jólin bara í friði og ró,“ segir Helga. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Stórhríð vel fram á morgundaginn fyrir norðan Mikið óveður hefur gengið yfir landið í dag sem hefur valdið lokunum á vegum og rafmagnstruflunum. Búast má við stórhríð í kvöld og á morgun. 21. desember 2019 20:15 Viðgerðum loks lokið á Dalvíkurlínu Er nú unnið að því að færa álag frá díselvaravélum um borð í varðskipinu Þór yfir á Dalvíkurlínu. Klukkan níu í kvöld hófst vinna við að taka álag af bænum og má búast við allt að klukkutíma straumleysi og rafmagntruflunum frá þeim tíma. 18. desember 2019 21:54 Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03 Afar erfiðar aðstæður fyrir austan Viðgerð á mastri Fljótsdalslínu 4 sem skemmdist var undirbúin í gær og efni til viðgerðar flutt á staðinn. 20. desember 2019 09:27 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Hætta er á frekari rafmagnstruflunum á Norðausturlandi og hluta Austurlands. Hátt þrjú hundruð manns á vegum RARIK hafa nú í tæpan hálfan mánuð unnið dag og nótt við að reyna að halda dreifikerfinu gangandi. Mikill viðbúnaður hefur verið hjá RARIK um helgina vegna veðursins. „Það urðu engar truflanir hjá okkur í nótt þrátt fyrir nokkuð slæma ísingarveðurspá en þetta er ekki alveg gengið yfir þannig að við vonum auðvitað að við sleppum,“ segir Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIKS. Helga segir enn mikla hættu á ísingu á Norðausturlandi og á hluta Austurlands. Því sé hætta á rafmagnstruflunum á þessum svæðum á meðan að ástandið vari. „Við erum bara með fólk á vakt auðvitað þangað til þetta klárast og í rauninni erum við alltaf með fólk á vaktinni, allan sólarhringinn, allt árið,“ segir Helga. Helga segir mikið hafa mætt á starfsfólki undanfarið. „Þetta er búið að vera gífurlegt álag á RARIK og við erum búin að vera með allt okkar starfsfólk í vinnu síðan veðrið skall á og í rauninni áður þegar við fórum að undirbúa okkur og svo höfum við fengið aðstoð frá fjölda mörgum. Þannig við metum að það sé hátt í þrjú hundruð manns sem hafa komið að þessu á einn eða annan hátt,“ segir Helga Fólkið hefur unnið dag og nótt síðan óveðrið skall á 10. desember. „Það hafa allir lagst á eitt og stemmingin hefur verið góð en fólk er auðvitað orðið mjög þreytt,“ segir Helga. Hún segist loks sjá fyrir endann á ástandinu sem varað hefur verið síðustu tvær vikurnar. „Það virðist vera betri veðurspá núna fram undan og ef við sleppum í dag þá erum við að vonast til að komast inn í jólin bara í friði og ró,“ segir Helga.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Stórhríð vel fram á morgundaginn fyrir norðan Mikið óveður hefur gengið yfir landið í dag sem hefur valdið lokunum á vegum og rafmagnstruflunum. Búast má við stórhríð í kvöld og á morgun. 21. desember 2019 20:15 Viðgerðum loks lokið á Dalvíkurlínu Er nú unnið að því að færa álag frá díselvaravélum um borð í varðskipinu Þór yfir á Dalvíkurlínu. Klukkan níu í kvöld hófst vinna við að taka álag af bænum og má búast við allt að klukkutíma straumleysi og rafmagntruflunum frá þeim tíma. 18. desember 2019 21:54 Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03 Afar erfiðar aðstæður fyrir austan Viðgerð á mastri Fljótsdalslínu 4 sem skemmdist var undirbúin í gær og efni til viðgerðar flutt á staðinn. 20. desember 2019 09:27 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Stórhríð vel fram á morgundaginn fyrir norðan Mikið óveður hefur gengið yfir landið í dag sem hefur valdið lokunum á vegum og rafmagnstruflunum. Búast má við stórhríð í kvöld og á morgun. 21. desember 2019 20:15
Viðgerðum loks lokið á Dalvíkurlínu Er nú unnið að því að færa álag frá díselvaravélum um borð í varðskipinu Þór yfir á Dalvíkurlínu. Klukkan níu í kvöld hófst vinna við að taka álag af bænum og má búast við allt að klukkutíma straumleysi og rafmagntruflunum frá þeim tíma. 18. desember 2019 21:54
Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03
Afar erfiðar aðstæður fyrir austan Viðgerð á mastri Fljótsdalslínu 4 sem skemmdist var undirbúin í gær og efni til viðgerðar flutt á staðinn. 20. desember 2019 09:27