Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2019 16:03 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AP/Forsetaembætti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. Þetta tilkynnti Erdogan í gær og getur verið að fylkingin verði send til Líbíu strax í næsta mánuði. Samhliða því mun Erdogan senda flota Tyrklands til að verja Trípóli, höfuðborg Líbíu, og hermenn til að sjálfa sveitir sjálfsstjórnarinnar. Starfsstjórn Líbíu sem kallast Government of National Accord, eða GNA, hefur átt erfitt með að halda aftur af sókn sveita Haftar. Óskaði stjórnin eftir aðstoð Tyrkja. Áður en Erdogan sendir hersveitir á vettvang þarf hann þó samþykki þingsins.Átökin í Líbíu eru nokkuð flókin þar sem Haftar er studdur af Egyptalandi, Jórdaníu, Rússlandi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Frakklandi. Tyrkir og GNA skrifuðu undir tvö samkomulög í síðasta mánuði. Annað sneri að hernaðaraðstoð en hitt að landhelgisdeilu í austanverðu Miðjarðarhafi. Tyrkir eiga þar í miklum deilum við Grikki og aðra nágranna sína. Heimildarmaður Bloomberg innan GNA sagði starfsstjórnina í fyrstu hafa verið andsnúna því að leita til Tyrkja en það hafi breyst vegna mikils þunga sóknar Haftar. Hann hefur notið aðstoðar vel þjálfaðra málaliða frá Rússlandi og Súdan auk þess að hafa fengið dróna frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Yfirvöld Rússlands hafa lýst yfir áhyggjum af ætlunum Tyrkja og það hafa yfirvöld Bandaríkjanna gert sömuleiðis. Umræddir uppreisnarhópar, sem til stendur að senda til Líbíu, innihalda öfgamenn, íslamista og jafnvel vígamenn Íslamska ríkisins og al-Qaeda og þeir hafa orð á sér fyrir ofbeldi og rán. Líbía Tyrkland Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Talinn hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. Þetta tilkynnti Erdogan í gær og getur verið að fylkingin verði send til Líbíu strax í næsta mánuði. Samhliða því mun Erdogan senda flota Tyrklands til að verja Trípóli, höfuðborg Líbíu, og hermenn til að sjálfa sveitir sjálfsstjórnarinnar. Starfsstjórn Líbíu sem kallast Government of National Accord, eða GNA, hefur átt erfitt með að halda aftur af sókn sveita Haftar. Óskaði stjórnin eftir aðstoð Tyrkja. Áður en Erdogan sendir hersveitir á vettvang þarf hann þó samþykki þingsins.Átökin í Líbíu eru nokkuð flókin þar sem Haftar er studdur af Egyptalandi, Jórdaníu, Rússlandi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Frakklandi. Tyrkir og GNA skrifuðu undir tvö samkomulög í síðasta mánuði. Annað sneri að hernaðaraðstoð en hitt að landhelgisdeilu í austanverðu Miðjarðarhafi. Tyrkir eiga þar í miklum deilum við Grikki og aðra nágranna sína. Heimildarmaður Bloomberg innan GNA sagði starfsstjórnina í fyrstu hafa verið andsnúna því að leita til Tyrkja en það hafi breyst vegna mikils þunga sóknar Haftar. Hann hefur notið aðstoðar vel þjálfaðra málaliða frá Rússlandi og Súdan auk þess að hafa fengið dróna frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Yfirvöld Rússlands hafa lýst yfir áhyggjum af ætlunum Tyrkja og það hafa yfirvöld Bandaríkjanna gert sömuleiðis. Umræddir uppreisnarhópar, sem til stendur að senda til Líbíu, innihalda öfgamenn, íslamista og jafnvel vígamenn Íslamska ríkisins og al-Qaeda og þeir hafa orð á sér fyrir ofbeldi og rán.
Líbía Tyrkland Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Talinn hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira