Það sem ensku liðin þurfa að gera í dag til að komast áfram í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2019 08:30 Það má ekkert klikka hjá Sadio Mane og félögum í Liverpool í kvöld. Getty/Chloe Knott Tottenham og Manchester City eru bæði búin að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en þriðjudagurinn 10. desember er aftur á móti leikur upp á líf eða dauða fyrir hin tvö ensku liðin í keppninni, Liverpool og Chelsea. Tottenham og Manchester City eru í hópi átta liða sem eru komin áfram en hin eru Paris Saint-Germain, Bayern München, Juventus, Real Madrid, Barcelona og RB Leipzig. Átta sæti eru því í boði í leikjum Meistaradeildarinnar í dag og á morgun. En hvað þurfa Liverpool og Chelsea að gera til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum? Liverpool mætir Red Bull Salzburg á útivelli í dag og hefst leikurinn klukkan 17.55 að íslenskum tíma. Liverpool er með 10 stig, einu stigi meira en Napoli og þremur stigum meira en Red Bull Salzburg. Liverpool mistókst að tryggja sig áfram í síðustu umferð og má helst ekki tapa leiknum í Salzburg. Ef Liverpool tapar þá þarf liðið að treysta á að botnlið riðilsins, Genk, vinni Napoli á útivelli. Red Bull Salzburg kemst áfram með sigri á Liverpool en Liverpool tryggir sig ekki aðeins áfram með sigri því liðið myndi einnig vinna riðilinn. Fyrri leikurinn endaði með 4-3 sigri Liverpool á Anfield þannig að Liverpool kæmist því einnig áfram á innbyrðis leikjum ef Salzburg myndi vinna leikinn 5-4 eða 6-5. Þar erum við aftur á móti komin út í ímyndaða tölfræðileiki. Chelsea kemst einnig áfram með sigri á franska liðinu Lille á heimavelli sínum, Stamford Bridge. Chelsea liðið gæti einnig komist áfram á jafntefli en aðeins ef Ajax myndi vinna Valencia á sama tíma. Leikur Chelsea og Lille hefst klukkan 20.00. Ajax er á toppi riðilsins með tíu stig en Chelsea og Valencia eru síðan jöfn í 2. og 3. sæti með átta stig hvort lið. Valencia verður ofar verði liðin jöfn að stigum því spænska liðið stendur betur í innbyrðsileikjum liðanna.Liðin sem eru komin áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar:A-riðill: Paris St-Germain (vinnur riðilinn), Real MadridB-riðill: Bayern München (vinnur riðilinn), TottenhamC-riðill: Manchester City (vinnur riðilinn)D-riðill: Juventus (vinnur riðilinn)E-riðill: EkkertF-riðill: Barcelona (vinnur riðilinn)G-riðill: RB LeipzigH-riðill: Ekkert Leikur Red Bull Salzburg og Liverpool verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og leikur Chelsea og Lille verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Meistaradeildarmessan hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport og þá verða einnig sýndir tveir aðrir leikir í beinni útsendingu eða: Inter - Barcelona (kl.20.00 á Stöð 2 Sport 2) og Ajax - Valencia (kl.20.00 á Stöð 2 Sport 4). Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Tottenham og Manchester City eru bæði búin að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en þriðjudagurinn 10. desember er aftur á móti leikur upp á líf eða dauða fyrir hin tvö ensku liðin í keppninni, Liverpool og Chelsea. Tottenham og Manchester City eru í hópi átta liða sem eru komin áfram en hin eru Paris Saint-Germain, Bayern München, Juventus, Real Madrid, Barcelona og RB Leipzig. Átta sæti eru því í boði í leikjum Meistaradeildarinnar í dag og á morgun. En hvað þurfa Liverpool og Chelsea að gera til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum? Liverpool mætir Red Bull Salzburg á útivelli í dag og hefst leikurinn klukkan 17.55 að íslenskum tíma. Liverpool er með 10 stig, einu stigi meira en Napoli og þremur stigum meira en Red Bull Salzburg. Liverpool mistókst að tryggja sig áfram í síðustu umferð og má helst ekki tapa leiknum í Salzburg. Ef Liverpool tapar þá þarf liðið að treysta á að botnlið riðilsins, Genk, vinni Napoli á útivelli. Red Bull Salzburg kemst áfram með sigri á Liverpool en Liverpool tryggir sig ekki aðeins áfram með sigri því liðið myndi einnig vinna riðilinn. Fyrri leikurinn endaði með 4-3 sigri Liverpool á Anfield þannig að Liverpool kæmist því einnig áfram á innbyrðis leikjum ef Salzburg myndi vinna leikinn 5-4 eða 6-5. Þar erum við aftur á móti komin út í ímyndaða tölfræðileiki. Chelsea kemst einnig áfram með sigri á franska liðinu Lille á heimavelli sínum, Stamford Bridge. Chelsea liðið gæti einnig komist áfram á jafntefli en aðeins ef Ajax myndi vinna Valencia á sama tíma. Leikur Chelsea og Lille hefst klukkan 20.00. Ajax er á toppi riðilsins með tíu stig en Chelsea og Valencia eru síðan jöfn í 2. og 3. sæti með átta stig hvort lið. Valencia verður ofar verði liðin jöfn að stigum því spænska liðið stendur betur í innbyrðsileikjum liðanna.Liðin sem eru komin áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar:A-riðill: Paris St-Germain (vinnur riðilinn), Real MadridB-riðill: Bayern München (vinnur riðilinn), TottenhamC-riðill: Manchester City (vinnur riðilinn)D-riðill: Juventus (vinnur riðilinn)E-riðill: EkkertF-riðill: Barcelona (vinnur riðilinn)G-riðill: RB LeipzigH-riðill: Ekkert Leikur Red Bull Salzburg og Liverpool verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og leikur Chelsea og Lille verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Meistaradeildarmessan hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport og þá verða einnig sýndir tveir aðrir leikir í beinni útsendingu eða: Inter - Barcelona (kl.20.00 á Stöð 2 Sport 2) og Ajax - Valencia (kl.20.00 á Stöð 2 Sport 4).
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira