Blöðrur og brunasár þökktu líkama allra Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2019 10:30 Lillani og Geoff Hopkins á Whakaari, áður en eldgosið hófst. AP/Lillani Hopkins Hin 22 ára gamla Lillani Hopkins hafði tekið föður sinn með sér til Hvítu eyjunnar svokölluðu við Nýja-Sjáland sem ber einnig nafnið Whakaari. Lillani er frá Nýja-Sjálandi og er nemi í jarðfræði og bauð hún föður sínum til eyjunnar í tilefni 50 ára afmælis hans. Hún slapp undan mannskæðu eldgosi á eyjunni en hefur rætt við fjölmiðla og lýst hræðilegum eftirmálum eldgossins og þeim sárum sem margir ferðamenn hlutu. Sex eru látnir eftir eldgosið og er átta til viðbótar saknað. Þau eru öll talin látin og hafa sex lík sést úr lofti. Ekki hefur þó verið hægt að sækja þau.Þegar Lillani og faðir hennar fóru í land fengu þau hjálma og gasgrímur. Hún er með astma og þurfti að nota grímuna þegar hún nálgaðist gíginn. Faðir hennar sagðist hafa fundið fyrir eymslum í hálsi. Eftir einn og hálfan tíma sneru þau aftur um borð í skipið sem flutti þau til Whakaari. Þau voru þó komin skammt frá landi þegar eldgosið hófst. Hún tók ekki eftir því fyrr en faðir hennar benti henni á það. Það fyrsta sem hún gerði var að taka upp síma og taka myndband af eldgosinu, þar sem umfangsmikil ský af sjóðandi gufu, ösku og grjóti skaust upp í himininn. Fljótt hætti skýið þó að fara bara upp á við og stefndi einnig í áttina að þeim. Lillani sagði AP fréttaveitunni að þá hefði áhuginn fljótt breyst í hræðslu. Eldgosið á Whakaari.AP/Lillani Hopkins 47 voru á eða við eyjuna þegar eldgosið hófst nánast fyrirvaralaust. Þeir sem lifðu af brenndust hræðilega. Læknar vinna dag og nótt að því að hlúa að þeim 30 sem hlutu brunasár og hafa heilbrigðisyfirvöld í Nýja-Sjálandi pantað 1,2 milljón fersentímetra af húð frá Bandaríkjunum sem græða á á fólkið.Samkvæmt Sky News eru einhverjir með brunasár á 95 prósentum líkama þeirra, þó flestir hafi brunnið minna en það. 22 eru þó í öndunarvélum vegna þess hve lungu þeirra brunnu illa. Alls eru 25 enn í lífshættu.Eftir að Lillani og faðir hennar komust um borð í skipið, Ovation of the Seas, var þeim skipað að halda sig neðan þilja. Þau voru þó kölluð aftur upp á dekk þegar byrjað var að flytja særða um borð, þar sem þau höfðu bæði farið á námskeið í fyrstu hjálp. Alls voru 23 fluttir um borð í skipið. Gátu ekki talað en öskruðu Lillani segist aldrei hafa séð annað eins. Allir hafi verið illa brunnir, þaktir grárri og blautri ösku og tungur þeirra hafi verið svo bólgnar að þau gátu ekki talað. Mörg þeirra voru þó öskrandi af sársauka. Hún notaði vatnsflöskur til að skola fólkið. Hreinsa munna þeirra, nef og augu. Þá segir Lillani að skipið hafi litið út fyrir að vera fullt af gráum einnota plasthönskum. Þar hafi þó verið um að ræða húðarhluta sem féllu af brennda fólkinu. Lillani segist hafa reynt að tala við fólkið með því markmiði að halda þeim vakandi. Svo hafi hún tekið upp á því að syngja en hætt þar sem hún sé ekki góður söngvari. Einn hinna brenndu hafi þó gripið í hana og beðið hana um að halda áfram. Þegar skipið var um hálfnað í land komu sjúkraliðar frá Strandgæslu Nýja-Sjálands um borð og veittu þeir brenndu fólki lyf. Einhverjir voru þó svo illa brunnir að ómögulegt var að finna æðar þeirra. Að endingu voru allir þeir 23 sem höfðu verið fluttir um borð enn á lífi þegar skipið kom að landi. Lillani veit þó ekki hvort einhver þeirra hafi dáið seinna meir. Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00 Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33 Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira
Hin 22 ára gamla Lillani Hopkins hafði tekið föður sinn með sér til Hvítu eyjunnar svokölluðu við Nýja-Sjáland sem ber einnig nafnið Whakaari. Lillani er frá Nýja-Sjálandi og er nemi í jarðfræði og bauð hún föður sínum til eyjunnar í tilefni 50 ára afmælis hans. Hún slapp undan mannskæðu eldgosi á eyjunni en hefur rætt við fjölmiðla og lýst hræðilegum eftirmálum eldgossins og þeim sárum sem margir ferðamenn hlutu. Sex eru látnir eftir eldgosið og er átta til viðbótar saknað. Þau eru öll talin látin og hafa sex lík sést úr lofti. Ekki hefur þó verið hægt að sækja þau.Þegar Lillani og faðir hennar fóru í land fengu þau hjálma og gasgrímur. Hún er með astma og þurfti að nota grímuna þegar hún nálgaðist gíginn. Faðir hennar sagðist hafa fundið fyrir eymslum í hálsi. Eftir einn og hálfan tíma sneru þau aftur um borð í skipið sem flutti þau til Whakaari. Þau voru þó komin skammt frá landi þegar eldgosið hófst. Hún tók ekki eftir því fyrr en faðir hennar benti henni á það. Það fyrsta sem hún gerði var að taka upp síma og taka myndband af eldgosinu, þar sem umfangsmikil ský af sjóðandi gufu, ösku og grjóti skaust upp í himininn. Fljótt hætti skýið þó að fara bara upp á við og stefndi einnig í áttina að þeim. Lillani sagði AP fréttaveitunni að þá hefði áhuginn fljótt breyst í hræðslu. Eldgosið á Whakaari.AP/Lillani Hopkins 47 voru á eða við eyjuna þegar eldgosið hófst nánast fyrirvaralaust. Þeir sem lifðu af brenndust hræðilega. Læknar vinna dag og nótt að því að hlúa að þeim 30 sem hlutu brunasár og hafa heilbrigðisyfirvöld í Nýja-Sjálandi pantað 1,2 milljón fersentímetra af húð frá Bandaríkjunum sem græða á á fólkið.Samkvæmt Sky News eru einhverjir með brunasár á 95 prósentum líkama þeirra, þó flestir hafi brunnið minna en það. 22 eru þó í öndunarvélum vegna þess hve lungu þeirra brunnu illa. Alls eru 25 enn í lífshættu.Eftir að Lillani og faðir hennar komust um borð í skipið, Ovation of the Seas, var þeim skipað að halda sig neðan þilja. Þau voru þó kölluð aftur upp á dekk þegar byrjað var að flytja særða um borð, þar sem þau höfðu bæði farið á námskeið í fyrstu hjálp. Alls voru 23 fluttir um borð í skipið. Gátu ekki talað en öskruðu Lillani segist aldrei hafa séð annað eins. Allir hafi verið illa brunnir, þaktir grárri og blautri ösku og tungur þeirra hafi verið svo bólgnar að þau gátu ekki talað. Mörg þeirra voru þó öskrandi af sársauka. Hún notaði vatnsflöskur til að skola fólkið. Hreinsa munna þeirra, nef og augu. Þá segir Lillani að skipið hafi litið út fyrir að vera fullt af gráum einnota plasthönskum. Þar hafi þó verið um að ræða húðarhluta sem féllu af brennda fólkinu. Lillani segist hafa reynt að tala við fólkið með því markmiði að halda þeim vakandi. Svo hafi hún tekið upp á því að syngja en hætt þar sem hún sé ekki góður söngvari. Einn hinna brenndu hafi þó gripið í hana og beðið hana um að halda áfram. Þegar skipið var um hálfnað í land komu sjúkraliðar frá Strandgæslu Nýja-Sjálands um borð og veittu þeir brenndu fólki lyf. Einhverjir voru þó svo illa brunnir að ómögulegt var að finna æðar þeirra. Að endingu voru allir þeir 23 sem höfðu verið fluttir um borð enn á lífi þegar skipið kom að landi. Lillani veit þó ekki hvort einhver þeirra hafi dáið seinna meir.
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00 Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33 Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira
Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00
Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33
Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44