Mokuðu úr bátum í þrjá tíma og komu berskjölduðum kindum til hjálpar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2019 11:45 Björgunarsveitarfólk tók svo sannarlega til hendinni á Skagaströnd í gærkvöldi. Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi stóðu björgunarsveitarmenn frá Reykjavík í ströngu ásamt heimamönnum í höfninni á Skagaströnd. Þar þurfti að moka snjó og berja klaka af bátum. „Það þarf að moka úr þeim, þeir safna svo miklu á sig. Það bæði ísar svo mikið utan á þá og svo fyllast þeir af snjó. Það þarf að moka úr þeim algjörlega,“ segir Sveinbjörn Stefánsson, björgunarsveitamaður úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík sem tók meðfylgjandi myndbönd. Um 20 bátar eru í höfninni. „Jú, þetta er alveg hellings vinna. Þetta tekur þrjá tíma. Við vorum þarna næstum tíu manns með heimamönnum,“ segir Sveinbjörn aðspurður um hvort það hafi ekki verið hörkupúl að moka úr bátunum. Um miðnætti þurfti heimamenn aftur að fara og moka úr bátunum en Sveinbjörn og félagar héldu að sveitabænum Hvammi í Langadal þar sem þakplötur voru farnar að fjúka af fjárhúsi þannig að kindurnar sem þar voru urðu berskjaldaðar.„Það var ekki búið að rýja þær það er svo sem ágætt þannig að það slapp til,“ segir Sveinbjörn.Við náðum bara að festa allt þannig að það yrði ekki meira tjón á húsum eins og við mögulega gátum og hagræddum aðeins til að reyna að verja þær aðeins fyrir ofankomunni,“ bætir hann við.Björgunarsveitarmenn komust í Langadal á snjóbíl og segir Sveinbjörn að hann hafi skipt sköpum í gær. „Við fórum inn í Langadal í nótt og maður sér ekki neitt. Það eru tíu til fimmtán metra skyggni og svo eru bara risastórir skaflar yfir veginn,“ segir Sveinbjörn. „Við erum búin að nota hann í þetta allt saman til að ryðja hérna á milli og komast á staðina. Það eru tveggja til fjögurra metra háir skaflar hérna út um allt,“ segir hann og bætir við að allt sé á kafi af snjó á Skagaströnd og Blönduósi. Sveinbjörn telur að það hafi hjálpað mikið til með hversu miklum fyrirvara var hægt að gefa út veðurviðvörunina. Veðurspáin stóðst nánast alveg og það var vitað með löngum fyrirvara í hvað stefndi þannig að ég held að það hafi verið mjög sniðugt hjá þeim að senda þessa stóru öflugu bíla hingað. Það hefði ekki mikið þurft að gerast til að lenda í heljarinnar vandamálum. Sem betur fer var fólk bara heima. Það var enginn á ferðinni. Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagaströnd Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi stóðu björgunarsveitarmenn frá Reykjavík í ströngu ásamt heimamönnum í höfninni á Skagaströnd. Þar þurfti að moka snjó og berja klaka af bátum. „Það þarf að moka úr þeim, þeir safna svo miklu á sig. Það bæði ísar svo mikið utan á þá og svo fyllast þeir af snjó. Það þarf að moka úr þeim algjörlega,“ segir Sveinbjörn Stefánsson, björgunarsveitamaður úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík sem tók meðfylgjandi myndbönd. Um 20 bátar eru í höfninni. „Jú, þetta er alveg hellings vinna. Þetta tekur þrjá tíma. Við vorum þarna næstum tíu manns með heimamönnum,“ segir Sveinbjörn aðspurður um hvort það hafi ekki verið hörkupúl að moka úr bátunum. Um miðnætti þurfti heimamenn aftur að fara og moka úr bátunum en Sveinbjörn og félagar héldu að sveitabænum Hvammi í Langadal þar sem þakplötur voru farnar að fjúka af fjárhúsi þannig að kindurnar sem þar voru urðu berskjaldaðar.„Það var ekki búið að rýja þær það er svo sem ágætt þannig að það slapp til,“ segir Sveinbjörn.Við náðum bara að festa allt þannig að það yrði ekki meira tjón á húsum eins og við mögulega gátum og hagræddum aðeins til að reyna að verja þær aðeins fyrir ofankomunni,“ bætir hann við.Björgunarsveitarmenn komust í Langadal á snjóbíl og segir Sveinbjörn að hann hafi skipt sköpum í gær. „Við fórum inn í Langadal í nótt og maður sér ekki neitt. Það eru tíu til fimmtán metra skyggni og svo eru bara risastórir skaflar yfir veginn,“ segir Sveinbjörn. „Við erum búin að nota hann í þetta allt saman til að ryðja hérna á milli og komast á staðina. Það eru tveggja til fjögurra metra háir skaflar hérna út um allt,“ segir hann og bætir við að allt sé á kafi af snjó á Skagaströnd og Blönduósi. Sveinbjörn telur að það hafi hjálpað mikið til með hversu miklum fyrirvara var hægt að gefa út veðurviðvörunina. Veðurspáin stóðst nánast alveg og það var vitað með löngum fyrirvara í hvað stefndi þannig að ég held að það hafi verið mjög sniðugt hjá þeim að senda þessa stóru öflugu bíla hingað. Það hefði ekki mikið þurft að gerast til að lenda í heljarinnar vandamálum. Sem betur fer var fólk bara heima. Það var enginn á ferðinni.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagaströnd Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira