Meintar hótanir Kína gagnvart Færeyjum valda usla Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2019 08:47 Frá Þórshöfn í Færeyjum. EPA/GEORGIOS KEFALAS Helgi Abrahamsen, viðskiptaráðherra Færeyja, náðist á upptöku ræða það við aðstoðarmann sinn að sendiherra Kína í Danmörku hafi hótað háttsettum embættismönnum Færeyja. Ekkert yrði af fríverslunarsamningi á milli Kína og Færeyja ef kínverska tæknifyrirtækið Huawei fengi ekki að byggja 5G-samskiptakerfi landsins. Ríkisstjórn Færeyja fékk í síðustu viku lögbann á fréttaflutning upp úr upptökunni fjölmiðlar í Danmörku hafa þó haldið áfram að fjalla um málið og segja frá upptökunni. Þegar viðskiptaráðherra Færeyja, var á leið í viðtal við Kringvarp Føroya í síðasta mánuði ræddi hann málið við aðstoðarmann sinn en áttaði sig ekki á því að búið væri að koma hljóðnema á hann fyrir viðtalið. Þann 11. nóvember fundaði Feng Tie, sendiherra Kína gagnvart Danmörku, með Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, og seinna með Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja, og Jørgen Niclasen, fjármálaráðherra. Á þessum fundum á Feng að hafa sagt að ef símafyrirtækið Føroya Tele samþykkti ekki að fá Huawei til að byggja 5G-kerfi Færeyja yrði ekkert af fríverslunarsamningi á milli ríkjanna. Heimildarmenn Berlingske segja Feng hafa verið „mjög ákveðinn“ við ráðamenn Færeyja. Bandaríkin hafa þrýst verulega á Evrópuríki að nýta sér ekki þjónustu Huawei við uppbyggingu samskiptakerfa. Ríkisstjórn Kína geti þvingað forsvarsmenn fyrirtækins til að starfa með sér varðandi njósnir og ýmislegt annað.AP/Mark Schiefelbein Auk þess að segja að aldrei yrði af fríverslunarsamningnum ef Færeyingar gerðu ekki samning við Huwaei, á Feng að hafa sagt að ef af samningnum yrði, myndi viðskipti á milli ríkjanna aukast til muna. Nielsen mun þó hafa sagt Feng að undir engum kringumstæðum myndi ríkisstjórn hans skipta sér af því hvað einkafyrirtæki Færeyja ákváðu að gera varðandi uppbyggingu umrædds kerfis Yfirvöld Færeyja hafa lengi unnið að því að gera fríverslunarsamning við Kína. Fregnirnar hafa valdið usla í bæði Færeyjum og í Danmörku þar sem þingmenn hafa kallað eftir því að danska þingið standi þétt við bakið á Færeyingum. Varnarmálaráðuneyti Danmerkur hefur þegar varað Færeyinga við því að hleypa Huawei að uppbyggingu 5G-kerfisisins. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa þrýst á Evrópuríki að útiloka Huawei frá uppbyggingu 5G-kerfa og segja fyrirtækið geta verið notað af yfirvöldum Kína til njósna. Forsvarsmenn Huawei og yfirvalda Kína hafa á undanförnum mánuðum ítrekað haldið því meðal annars fram að fyrirtækið sé einkafyrirtæki og yfirvöld komi ekki að rekstri þess. Fannst ekki þrýst á sig Í yfirlýsingu til DR segir Feng að það sé innan verksviðs hans að standa vörð um kínversk fyrirtæki. Hann hafi þó ekki beitt Færeyinga þrýstingi eða hótað þeim. Sömuleiðis sé það skylda hans að tryggja að Huwaei fái sanngjarna meðferð með tilliti til þess að Bandaríkin hafi verið að þrýsta á Færeyinga varðandi fyrirtækið.Nielsen, lögmaður Færeyja, segist sömuleiðis ekki hafa fundist sem verið væri að beita hann þrýstingi á fundinum. Hann sagði sömuleiðis að almenningur ætti ef til vill ekki að vita af milliríkjaviðræðum sem þessum. „Svo sendiherra Kína hefur ekki sagt þér að mögulegur fríverslunarsamningur veltur á því hver mun koma að uppbyggingu 5G-kerfis Færeyja?“ spurði DR lögmanninn. „Eins og ég sagði, það eina sem ég hef um þetta að segja er að mér hefur ekki þótt ég beittur þrýstingi eða ógnað af yfirvöldum Kína,“ sagði Nielsen. Danmörk Færeyjar Huawei Kína Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira
Helgi Abrahamsen, viðskiptaráðherra Færeyja, náðist á upptöku ræða það við aðstoðarmann sinn að sendiherra Kína í Danmörku hafi hótað háttsettum embættismönnum Færeyja. Ekkert yrði af fríverslunarsamningi á milli Kína og Færeyja ef kínverska tæknifyrirtækið Huawei fengi ekki að byggja 5G-samskiptakerfi landsins. Ríkisstjórn Færeyja fékk í síðustu viku lögbann á fréttaflutning upp úr upptökunni fjölmiðlar í Danmörku hafa þó haldið áfram að fjalla um málið og segja frá upptökunni. Þegar viðskiptaráðherra Færeyja, var á leið í viðtal við Kringvarp Føroya í síðasta mánuði ræddi hann málið við aðstoðarmann sinn en áttaði sig ekki á því að búið væri að koma hljóðnema á hann fyrir viðtalið. Þann 11. nóvember fundaði Feng Tie, sendiherra Kína gagnvart Danmörku, með Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, og seinna með Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja, og Jørgen Niclasen, fjármálaráðherra. Á þessum fundum á Feng að hafa sagt að ef símafyrirtækið Føroya Tele samþykkti ekki að fá Huawei til að byggja 5G-kerfi Færeyja yrði ekkert af fríverslunarsamningi á milli ríkjanna. Heimildarmenn Berlingske segja Feng hafa verið „mjög ákveðinn“ við ráðamenn Færeyja. Bandaríkin hafa þrýst verulega á Evrópuríki að nýta sér ekki þjónustu Huawei við uppbyggingu samskiptakerfa. Ríkisstjórn Kína geti þvingað forsvarsmenn fyrirtækins til að starfa með sér varðandi njósnir og ýmislegt annað.AP/Mark Schiefelbein Auk þess að segja að aldrei yrði af fríverslunarsamningnum ef Færeyingar gerðu ekki samning við Huwaei, á Feng að hafa sagt að ef af samningnum yrði, myndi viðskipti á milli ríkjanna aukast til muna. Nielsen mun þó hafa sagt Feng að undir engum kringumstæðum myndi ríkisstjórn hans skipta sér af því hvað einkafyrirtæki Færeyja ákváðu að gera varðandi uppbyggingu umrædds kerfis Yfirvöld Færeyja hafa lengi unnið að því að gera fríverslunarsamning við Kína. Fregnirnar hafa valdið usla í bæði Færeyjum og í Danmörku þar sem þingmenn hafa kallað eftir því að danska þingið standi þétt við bakið á Færeyingum. Varnarmálaráðuneyti Danmerkur hefur þegar varað Færeyinga við því að hleypa Huawei að uppbyggingu 5G-kerfisisins. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa þrýst á Evrópuríki að útiloka Huawei frá uppbyggingu 5G-kerfa og segja fyrirtækið geta verið notað af yfirvöldum Kína til njósna. Forsvarsmenn Huawei og yfirvalda Kína hafa á undanförnum mánuðum ítrekað haldið því meðal annars fram að fyrirtækið sé einkafyrirtæki og yfirvöld komi ekki að rekstri þess. Fannst ekki þrýst á sig Í yfirlýsingu til DR segir Feng að það sé innan verksviðs hans að standa vörð um kínversk fyrirtæki. Hann hafi þó ekki beitt Færeyinga þrýstingi eða hótað þeim. Sömuleiðis sé það skylda hans að tryggja að Huwaei fái sanngjarna meðferð með tilliti til þess að Bandaríkin hafi verið að þrýsta á Færeyinga varðandi fyrirtækið.Nielsen, lögmaður Færeyja, segist sömuleiðis ekki hafa fundist sem verið væri að beita hann þrýstingi á fundinum. Hann sagði sömuleiðis að almenningur ætti ef til vill ekki að vita af milliríkjaviðræðum sem þessum. „Svo sendiherra Kína hefur ekki sagt þér að mögulegur fríverslunarsamningur veltur á því hver mun koma að uppbyggingu 5G-kerfis Færeyja?“ spurði DR lögmanninn. „Eins og ég sagði, það eina sem ég hef um þetta að segja er að mér hefur ekki þótt ég beittur þrýstingi eða ógnað af yfirvöldum Kína,“ sagði Nielsen.
Danmörk Færeyjar Huawei Kína Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira