Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. desember 2019 14:17 Katrín bæjarstjóri á Dalvík ræðir við forsætisráðherra, samgönguráðherra, sjávarútvegsráðherra, dómsmálaráðherra og iðnaðarráðherra. Vísir/BirgirO Fimm úr ráðherrateymi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur funduðu með bæjarfulltrúum og fulltrúum úr atvinnulífinu á Dalvík klukkan tvö í dag. Fundurinn fór fram við kertaljós sem var bæði táknrænt í ljósi rafmagnsleysisins sem verið hefur í Fjallabyggð, Dalvík og nærliggjandi svæðum en sömuleiðis til að spara rafmagn. Fjölmiðlar fengu að fylgjast með upphafi fundar en síðan hafa umræður farið fram á lokuðum fundi. Ráðherrar hafa spurt Katrínu Sigurjónsdóttur út í ástandið undanfarna daga og hvernig viðbrögð hafa verið á svæðinu en ýmislegt hefur gengið á. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að skipa starfshóp fimm ráðuneyta sem verður falið að meta hvaða aðgerðir séu færar til að efla innviði í flutnings- og dreifikerfi raforku og fjarskiptum til að tryggja að slíkir grunninnviðir séu í stakk búnir til að takast á við ofsaveður á borð við það sem geysaði á landinu undanfarna sólarhringa. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu mun leiða vinnu starfshópsins. Miðað er við að hann skili tillögums ínum fyrir 1. mars 2020. Til viðbótar við öryggi í raforku og fjarskiptum mun hópurinn skoða samgöngur, byggðamál og dreifikerfi ríkisútvarpsins. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að það sé mat ríkisstjórnarinnar að tryggir samfélagslegir innviðir lúti að þjóðaröryggi. Starfshópurinn mun beina athygli sinni sérstaklega að afhendingaröryggi raforku. Þannig verður kallað eftir skýrslum og greiningum af hálfu Landsnets og dreifiveitna á því tjóni hlaust af óveðrinu á þiðjudag og miðvikudag. Ríkisstjórnin vill vita hvernig fyrirtækin undirbjuggu sig, hvernig unnið var í samræmi við fyrirliggjandi viðbragðsáætlanir fyrirtækjanna og hvað hefði mátt betur fara. Starfshópnum er falið að greina upplýsingar og koma fram með tillögur að úrbótum sem geta eflt flutnings- og dreifikerfi raforku þannig að það geti betur mætt ofsaveðrum og öðrum áföllum. Þar með verði unnt að lágmarka það samfélagslega- og efnahagslega tjón sem hlýst af langvarandi og víðtæku rafmagnsleysi á tilteknum landsvæðum. Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Fimm úr ráðherrateymi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur funduðu með bæjarfulltrúum og fulltrúum úr atvinnulífinu á Dalvík klukkan tvö í dag. Fundurinn fór fram við kertaljós sem var bæði táknrænt í ljósi rafmagnsleysisins sem verið hefur í Fjallabyggð, Dalvík og nærliggjandi svæðum en sömuleiðis til að spara rafmagn. Fjölmiðlar fengu að fylgjast með upphafi fundar en síðan hafa umræður farið fram á lokuðum fundi. Ráðherrar hafa spurt Katrínu Sigurjónsdóttur út í ástandið undanfarna daga og hvernig viðbrögð hafa verið á svæðinu en ýmislegt hefur gengið á. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að skipa starfshóp fimm ráðuneyta sem verður falið að meta hvaða aðgerðir séu færar til að efla innviði í flutnings- og dreifikerfi raforku og fjarskiptum til að tryggja að slíkir grunninnviðir séu í stakk búnir til að takast á við ofsaveður á borð við það sem geysaði á landinu undanfarna sólarhringa. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu mun leiða vinnu starfshópsins. Miðað er við að hann skili tillögums ínum fyrir 1. mars 2020. Til viðbótar við öryggi í raforku og fjarskiptum mun hópurinn skoða samgöngur, byggðamál og dreifikerfi ríkisútvarpsins. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að það sé mat ríkisstjórnarinnar að tryggir samfélagslegir innviðir lúti að þjóðaröryggi. Starfshópurinn mun beina athygli sinni sérstaklega að afhendingaröryggi raforku. Þannig verður kallað eftir skýrslum og greiningum af hálfu Landsnets og dreifiveitna á því tjóni hlaust af óveðrinu á þiðjudag og miðvikudag. Ríkisstjórnin vill vita hvernig fyrirtækin undirbjuggu sig, hvernig unnið var í samræmi við fyrirliggjandi viðbragðsáætlanir fyrirtækjanna og hvað hefði mátt betur fara. Starfshópnum er falið að greina upplýsingar og koma fram með tillögur að úrbótum sem geta eflt flutnings- og dreifikerfi raforku þannig að það geti betur mætt ofsaveðrum og öðrum áföllum. Þar með verði unnt að lágmarka það samfélagslega- og efnahagslega tjón sem hlýst af langvarandi og víðtæku rafmagnsleysi á tilteknum landsvæðum.
Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53
Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51