Sportpakkinn: Lárus vill að Ísland verði í fararbroddi þegar kemur að skotum í höfuð markvarða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2019 15:45 Lárus Helgi Ólafsson. Mynd/S2 Sport Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Framara í Olísdeild karla í handbolta, hefur að eigin sögn fengið fimmtán skot í höfuðið á þessu tímabili. Guðjón Guðmundsson hitti Lárus Helga og ræddi áhyggjur hans af því að veta ítrekað skotinn niður í markinu. Mikil umræða um höfuðmeiðsli í íslenskum íþróttum hefur vakið mikla athygli síðustu vikur. Lárus Helgi Ólafsson, sem ver mark Fram í Olís deild karla, vill að málið verði skoðað betur. „Miðað við að þetta er farið að gerast svona oft og miðað við umræðuna í þjóðfélaginu undanfarið, þá þarf virkilega að skoða þetta,“ sagði Lárus Helgi Ólafsson í samtali við Guðjón Guðmundsson í dag. Hvað hefur breyst í handboltanum að mati Lárusar Helga? „Það er góð spurning. Ég er búinn að vera renna svolítið yfir þetta í huganum. Það getur vel verið að þetta sé einhver óheppni og ég sé bara að fá boltann extra mikið í höfuðið miðað við aðra markmenn. Það getur vel verið að það séu markmenn sem séu búnir að fá boltann lítið sem ekkert í höfuðið,“ sagði Lárus Helgi. „Ég er að velta fyrir mér alls konar hlutum eins og hvort ég sá opnari á höfðið en aðrir markmenn. Þjálfararnir eru kannski að segja: Lalli, er opinn á haus, skjótum þar. Það er einn af þessum punktum sem ég er búinn að hugsa um. Ég held samt að það sér erfitt að finna útskýringar á þessu,“ sagði Lárus Helgi. Lárus vill að það verði beitt refsingum skjóti leikmenn í höfuðið á markmanni í opnum leik. „Ég átta mig á því að flækjustigið á þessu yrði þokkalegt. Það er hægt að skoða þetta út frá því að það er rautt spjald fyrir að skjóta í höfuðið á markverði í vítakasti. Ef þú skýtur í andlit varnarmanns í aukakasti þá er það einnig rautt,“ sagði Lárus Helgi „Mér finnst bara að ef leikmenn eru að koma úr opnum leik, hvort sem það eru úr horni, línu eða hraðaupphlaupi og skotið fer í haus á markmanni þá finnst mér að það eigi að vera rautt spjald,“ sagði Lárus Helgi. „Ég átta mig á því að það yrði ekkert hlaupið að þessu og það eru örugglega margir sem hafa skoðanir á þessum hlutum. Ég held bara að með allri þessari vakningu varðandi höfuðmeiðsli undanfarin misseri þá gætum við verðið í fararbroddi að koma með þessa hugmynd inn á alþjóðlega sviðið,“ sagði Lárus Helgi. Það má sjá viðtal og umfjöllun Gaupa um málið í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Lárus vill að Ísland verði í fararbroddi þegar kemur að skotum í höfuð markvarða Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Framara í Olísdeild karla í handbolta, hefur að eigin sögn fengið fimmtán skot í höfuðið á þessu tímabili. Guðjón Guðmundsson hitti Lárus Helga og ræddi áhyggjur hans af því að veta ítrekað skotinn niður í markinu. Mikil umræða um höfuðmeiðsli í íslenskum íþróttum hefur vakið mikla athygli síðustu vikur. Lárus Helgi Ólafsson, sem ver mark Fram í Olís deild karla, vill að málið verði skoðað betur. „Miðað við að þetta er farið að gerast svona oft og miðað við umræðuna í þjóðfélaginu undanfarið, þá þarf virkilega að skoða þetta,“ sagði Lárus Helgi Ólafsson í samtali við Guðjón Guðmundsson í dag. Hvað hefur breyst í handboltanum að mati Lárusar Helga? „Það er góð spurning. Ég er búinn að vera renna svolítið yfir þetta í huganum. Það getur vel verið að þetta sé einhver óheppni og ég sé bara að fá boltann extra mikið í höfuðið miðað við aðra markmenn. Það getur vel verið að það séu markmenn sem séu búnir að fá boltann lítið sem ekkert í höfuðið,“ sagði Lárus Helgi. „Ég er að velta fyrir mér alls konar hlutum eins og hvort ég sá opnari á höfðið en aðrir markmenn. Þjálfararnir eru kannski að segja: Lalli, er opinn á haus, skjótum þar. Það er einn af þessum punktum sem ég er búinn að hugsa um. Ég held samt að það sér erfitt að finna útskýringar á þessu,“ sagði Lárus Helgi. Lárus vill að það verði beitt refsingum skjóti leikmenn í höfuðið á markmanni í opnum leik. „Ég átta mig á því að flækjustigið á þessu yrði þokkalegt. Það er hægt að skoða þetta út frá því að það er rautt spjald fyrir að skjóta í höfuðið á markverði í vítakasti. Ef þú skýtur í andlit varnarmanns í aukakasti þá er það einnig rautt,“ sagði Lárus Helgi „Mér finnst bara að ef leikmenn eru að koma úr opnum leik, hvort sem það eru úr horni, línu eða hraðaupphlaupi og skotið fer í haus á markmanni þá finnst mér að það eigi að vera rautt spjald,“ sagði Lárus Helgi. „Ég átta mig á því að það yrði ekkert hlaupið að þessu og það eru örugglega margir sem hafa skoðanir á þessum hlutum. Ég held bara að með allri þessari vakningu varðandi höfuðmeiðsli undanfarin misseri þá gætum við verðið í fararbroddi að koma með þessa hugmynd inn á alþjóðlega sviðið,“ sagði Lárus Helgi. Það má sjá viðtal og umfjöllun Gaupa um málið í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Lárus vill að Ísland verði í fararbroddi þegar kemur að skotum í höfuð markvarða
Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira