Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Birgir Olgeirsson og Eiður Þór Árnason skrifa 13. desember 2019 21:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra prófaði í dag að brjóta ís af Dalvíkurlínu. Hún segir ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið. Stöð 2 Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið eftir veðurofsann og ljóst er að forgangsraða þarf í kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra en hagsmunir fárra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynntu sér aðstæður á svæðinu í dag. Stöðufundur haldinn með ráðherrum Bæjarstjórn Dalvíkur hélt stöðufund með ráðherrunum fimm í dag. Þar greindi bæjarstjórinn ráðherrunum frá því að öll fjarskipti hafi verið úti á meðan óveðrinu stóð, þar á meðal útvarpsútsendingar. Því næst var haldið í varðskipið Þór sem liggur niður við bryggju í Dalvíkurhöfn og mun skaffa bænum rafmagn næstu daga á meðan viðgerðum á Dalvíkurlínu standa yfir. Þar var áhöfn skipsins og ríkisstjórninni þakkað fyrir. „Við erum ákveðinn forréttindahópur í þjóðfélaginu núna bara fyrir að fá að hafa þetta hérna því að það eru mörg svæði sem myndu þiggja það á þessari stundu,“ sagði Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar um borð í Þór. Að því loknu skoðuðu ráðherrarnir skemmdirnar á Dalvíkurlínu og tóku þátt í að berja ísinn af línunni. Segir rafmagnsleysið hafa ógnað þjóðaröryggi Rafmagnsleysi á Norðurlandi er sagt hafa ógnað þjóðaröryggi og hefur verið kvartað yfir því hve langan tíma það tekur að koma úrbótum í gegnum kerfið. Samgönguráðherra segir ljóst að þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra í því ferli. „Það getur ekki vegið þyngra, sjónmengun hjá einhverjum einstaklingum en líf og öryggi samborgara þeirra. Við þurfum að hafa einhverja ferla til að geta lagt aðalvegina og aðalflutningslínurnar, þannig er það á Norðurlöndunum og þannig þurfum við að hafa það á Íslandi líka,“ sagði Sigurður Ingi. Forsætisráðherra segir ljóst að tjónið sé mikið. „Það var ákveðið í morgun að setja á laggirnar viðbragðshóp eða átakshóp stjórnvalda, fimm ráðuneyta, þar sem á að fara yfir þessa innviði okkar, af því auðvitað er þetta svakalegt ástand fyrir íbúa. Þetta er mjög þung staða fyrir íbúa á þessu svæði þar sem við erum bæði með umfangsmesta rafmagnsleysi á síðari tímum og mest langvarandi rafmagnsleysi. Við þurfum auðvitað að fara yfir þessa innviði og hvernig við þurfum að forgangsraða aðgerðum til að treysta það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór sér Dalvík nú fyrir rafmagni Varðskipið Þór sér nú Dalvík fyrir um 70 prósent af raforkuþörf bæjarins. 13. desember 2019 08:08 Ekkert kósí eða jólalegt við afleiðingar veðurofsans Unnur Valborg Hilmarsdóttir telur marga ekki gera sér grein fyrir áhrifum veðursins. 13. desember 2019 13:45 Meiri skemmdir á Dalvíkurlínu en talið var Fleiri stæður á Dalvíkurlínu eru skemmdar eftir fárviðrið sem gekk yfir landið í vikunni en áður var talið. 13. desember 2019 10:20 Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Langvarandi og víðtækt rafmagnsleysi sem hlaust af óveðrinu dagana 11. og 12. desember höfðu mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á landsmenn, sérstaklega á landinu norðanverðu. 13. desember 2019 14:17 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Sjá meira
Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið eftir veðurofsann og ljóst er að forgangsraða þarf í kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra en hagsmunir fárra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynntu sér aðstæður á svæðinu í dag. Stöðufundur haldinn með ráðherrum Bæjarstjórn Dalvíkur hélt stöðufund með ráðherrunum fimm í dag. Þar greindi bæjarstjórinn ráðherrunum frá því að öll fjarskipti hafi verið úti á meðan óveðrinu stóð, þar á meðal útvarpsútsendingar. Því næst var haldið í varðskipið Þór sem liggur niður við bryggju í Dalvíkurhöfn og mun skaffa bænum rafmagn næstu daga á meðan viðgerðum á Dalvíkurlínu standa yfir. Þar var áhöfn skipsins og ríkisstjórninni þakkað fyrir. „Við erum ákveðinn forréttindahópur í þjóðfélaginu núna bara fyrir að fá að hafa þetta hérna því að það eru mörg svæði sem myndu þiggja það á þessari stundu,“ sagði Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar um borð í Þór. Að því loknu skoðuðu ráðherrarnir skemmdirnar á Dalvíkurlínu og tóku þátt í að berja ísinn af línunni. Segir rafmagnsleysið hafa ógnað þjóðaröryggi Rafmagnsleysi á Norðurlandi er sagt hafa ógnað þjóðaröryggi og hefur verið kvartað yfir því hve langan tíma það tekur að koma úrbótum í gegnum kerfið. Samgönguráðherra segir ljóst að þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra í því ferli. „Það getur ekki vegið þyngra, sjónmengun hjá einhverjum einstaklingum en líf og öryggi samborgara þeirra. Við þurfum að hafa einhverja ferla til að geta lagt aðalvegina og aðalflutningslínurnar, þannig er það á Norðurlöndunum og þannig þurfum við að hafa það á Íslandi líka,“ sagði Sigurður Ingi. Forsætisráðherra segir ljóst að tjónið sé mikið. „Það var ákveðið í morgun að setja á laggirnar viðbragðshóp eða átakshóp stjórnvalda, fimm ráðuneyta, þar sem á að fara yfir þessa innviði okkar, af því auðvitað er þetta svakalegt ástand fyrir íbúa. Þetta er mjög þung staða fyrir íbúa á þessu svæði þar sem við erum bæði með umfangsmesta rafmagnsleysi á síðari tímum og mest langvarandi rafmagnsleysi. Við þurfum auðvitað að fara yfir þessa innviði og hvernig við þurfum að forgangsraða aðgerðum til að treysta það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór sér Dalvík nú fyrir rafmagni Varðskipið Þór sér nú Dalvík fyrir um 70 prósent af raforkuþörf bæjarins. 13. desember 2019 08:08 Ekkert kósí eða jólalegt við afleiðingar veðurofsans Unnur Valborg Hilmarsdóttir telur marga ekki gera sér grein fyrir áhrifum veðursins. 13. desember 2019 13:45 Meiri skemmdir á Dalvíkurlínu en talið var Fleiri stæður á Dalvíkurlínu eru skemmdar eftir fárviðrið sem gekk yfir landið í vikunni en áður var talið. 13. desember 2019 10:20 Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Langvarandi og víðtækt rafmagnsleysi sem hlaust af óveðrinu dagana 11. og 12. desember höfðu mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á landsmenn, sérstaklega á landinu norðanverðu. 13. desember 2019 14:17 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Sjá meira
Þór sér Dalvík nú fyrir rafmagni Varðskipið Þór sér nú Dalvík fyrir um 70 prósent af raforkuþörf bæjarins. 13. desember 2019 08:08
Ekkert kósí eða jólalegt við afleiðingar veðurofsans Unnur Valborg Hilmarsdóttir telur marga ekki gera sér grein fyrir áhrifum veðursins. 13. desember 2019 13:45
Meiri skemmdir á Dalvíkurlínu en talið var Fleiri stæður á Dalvíkurlínu eru skemmdar eftir fárviðrið sem gekk yfir landið í vikunni en áður var talið. 13. desember 2019 10:20
Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Langvarandi og víðtækt rafmagnsleysi sem hlaust af óveðrinu dagana 11. og 12. desember höfðu mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á landsmenn, sérstaklega á landinu norðanverðu. 13. desember 2019 14:17