Bjóða sjötíu manns í mat á aðfangadagskvöld Stefán Árni Pálsson skrifar 16. desember 2019 13:30 Einar Karl er hér lengst til hægri ásamt starfsmönnum Gumma Ben bar. „Ég hef alltaf fyrir jólin reynt að gera eitthvað gott, en hef ekki gert það svona opinberlega eins og núna,“ segir Einar Karl Birgisson sem ætlar að bjóða sjötíu manns í mat á Gumma Ben bar á aðfangadagskvöld. Matarboðið er ætlað þeim sem hafa ekki tök á því að halda jól eða sjá fyrir að eyða kvöldinu ein. „Eftir að hafa sett mig í samband við góðgerðarfélög um hvað væri hægt að gera, hvernig hægt væri að leggja lóð á vogarskálarnar, þá kom þessi hugmynd upp.“ Hann segist hafa haft samband við eigendur Gumma Ben bar til að athuga hvort það væri möguleiki að fá húsnæðið til afnota, en Einar tekur það skýrt fram að eigendur staðarins tengist honum fjölskylduböndum. „Eftir að eigendur barsins voru klárir heyrði ég í þremur starfsmönnum þar hvort þeir væru til í að standa vaktina með mér og það var ekkert mál og allir til í að taka þátt í þessu. Fjölskylduaðstæður okkar allra leyfa það þessi jólin að gera þetta að veruleika, svo þá var ekki aftur snúið.“ Gott að fá umfjöllun Einar segist hafa haft samband við nokkur fyrirtæki um hvort þau væru til í að aðstoða hann við verkefnið og leggja því til mat og drykki. „Eftir að þetta fór svo á Facebook hafa átt í hundrað aðilar, einstaklingar og fyrirtæki verið í sambandi, til að kanna hvernig þeir geti lagt verkefninu lið. Eins hafa einstaklingar boðist til að vinna með okkur á aðfangadag,“ segir Einar og bætir við að um fjörutíu manns hafi skráð sig. „Fólk er ekki að skrá sig sjálft, heldur er ég að fá skilaboð frá aðilum sem segja að það koma þrír aðilar á þeirra vegum. Þess vegna er fjölmiðlaumfjöllun af hinu góða því við þurfum að fá fólk til að hugsa er einhver sem ég þekki sem ætti að kíkja þangað.“ Skráning fer fram í gengum jolamatur2019@gmail.com og á Facebook síðunni sem við stofnuðum. „Ég er óendanlega þakklátur öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem leggja verkefninu lið. Það munu allir fá jólapakka, og hafa fyrirtæki og einstaklingar verið að koma með pakka, en það má koma þeim niður á Gumma Ben bar frá klukkan 12 á Þorláksmessu.“ Fjórmenningarnir munu bjóða upp á rammíslenskt hangikjöt með öllu tilheyrandi og ís á eftir. Hjálparstarf Jól Reykjavík Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Ég hef alltaf fyrir jólin reynt að gera eitthvað gott, en hef ekki gert það svona opinberlega eins og núna,“ segir Einar Karl Birgisson sem ætlar að bjóða sjötíu manns í mat á Gumma Ben bar á aðfangadagskvöld. Matarboðið er ætlað þeim sem hafa ekki tök á því að halda jól eða sjá fyrir að eyða kvöldinu ein. „Eftir að hafa sett mig í samband við góðgerðarfélög um hvað væri hægt að gera, hvernig hægt væri að leggja lóð á vogarskálarnar, þá kom þessi hugmynd upp.“ Hann segist hafa haft samband við eigendur Gumma Ben bar til að athuga hvort það væri möguleiki að fá húsnæðið til afnota, en Einar tekur það skýrt fram að eigendur staðarins tengist honum fjölskylduböndum. „Eftir að eigendur barsins voru klárir heyrði ég í þremur starfsmönnum þar hvort þeir væru til í að standa vaktina með mér og það var ekkert mál og allir til í að taka þátt í þessu. Fjölskylduaðstæður okkar allra leyfa það þessi jólin að gera þetta að veruleika, svo þá var ekki aftur snúið.“ Gott að fá umfjöllun Einar segist hafa haft samband við nokkur fyrirtæki um hvort þau væru til í að aðstoða hann við verkefnið og leggja því til mat og drykki. „Eftir að þetta fór svo á Facebook hafa átt í hundrað aðilar, einstaklingar og fyrirtæki verið í sambandi, til að kanna hvernig þeir geti lagt verkefninu lið. Eins hafa einstaklingar boðist til að vinna með okkur á aðfangadag,“ segir Einar og bætir við að um fjörutíu manns hafi skráð sig. „Fólk er ekki að skrá sig sjálft, heldur er ég að fá skilaboð frá aðilum sem segja að það koma þrír aðilar á þeirra vegum. Þess vegna er fjölmiðlaumfjöllun af hinu góða því við þurfum að fá fólk til að hugsa er einhver sem ég þekki sem ætti að kíkja þangað.“ Skráning fer fram í gengum jolamatur2019@gmail.com og á Facebook síðunni sem við stofnuðum. „Ég er óendanlega þakklátur öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem leggja verkefninu lið. Það munu allir fá jólapakka, og hafa fyrirtæki og einstaklingar verið að koma með pakka, en það má koma þeim niður á Gumma Ben bar frá klukkan 12 á Þorláksmessu.“ Fjórmenningarnir munu bjóða upp á rammíslenskt hangikjöt með öllu tilheyrandi og ís á eftir.
Hjálparstarf Jól Reykjavík Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira