Besti leikmaður Olís deildarinnar ánægður með hrósið frá Gaupa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 11:00 Haukur Þrastarson tekur við verðlaunum sínum á Ölveri í gær. Skjámynd/S2 Sport Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Olís-deildar karla í handbolta í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Seinni bylgjan gerði upp fyrri hlutann í jólaþætti sínum sem fór fram á Ölver. Haukur mætti á hófið en var samt of ungur til að kaupa drykki á barnum því hann er bara átján ára gamall. Haukur varð Íslandsmeistari með Selfossi á síðustu leiktíð en hefur fengið meiri ábyrgð í vetur eftir að Elvar Örn Jónsson fór út í atvinnumennsku. „Við misstum mikið í Elvari fyrir þetta tímabil en aðrir leikmenn liðsins hafa stigið upp og það hafa líka margir ungir og óreyndir leikmenn fengið að stíga sín fyrstu skref. Þeir eru að fá mikilvæga reynslu og við höfum verið að spila ágætlega,“ sagði Haukur Þrastarson eftir að hann fékk verðlaunin. Haukur er í íslenska EM-hópnum hjá Guðmundi Guðmundssyni og það verður því lítið um frí á næstunni þótt að næsti deildarleikur Selfossliðsins sé ekki fyrr en í lok janúar. „Þar er mikil samkeppni um stöður í landsliðinu og þá sérstaklega inn á miðjunni. Planið hjá mér er að reyna að koma mér inn í hópinn og berjast um stöðu í liðinu,“ sagði Haukur. Guðjón Guðmundsson skrifaði í gær inn á Twitter að Haukur væri besti átján ára handboltamaður sem hann hafði séð á Íslandi og þar með betri en Ólafur Stefánsson, Aron Pálmarsson og Kristján Arason á sama aldri. „Það er alltaf skemmtilegt að fá hrós,“ sagði Haukur sem er á leiðinni til Póllands í atvinnumennsku eftir þetta tímabil. Er undirbúningur hafinn? „Nei, nei, ekkert ennþá en ég þarf kannski aðeins að fara að skoða pólskuna áður en ég fer út,“ sagði Haukur. Það má sjá hann fá verðlaunin hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Besti leikmaður fyrri hluta Olís deildar karla Seinni bylgjan valdi einnig úrvalslið fyrri hlutans en í því eiga þrjú lið tvo leikmenn. Selfoss, Afturelding og ÍR eiga öll tvo leikmenn en enginn leikmaður toppliðs Hauka var valinn. Sjöundi og síðasti leikmaður úrvalsliðsins kemur frá FH en það má sjá úrvalsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Úrvalslið fyrri hluta Olís deildar karla í handbolta Olís-deild karla Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Olís-deildar karla í handbolta í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Seinni bylgjan gerði upp fyrri hlutann í jólaþætti sínum sem fór fram á Ölver. Haukur mætti á hófið en var samt of ungur til að kaupa drykki á barnum því hann er bara átján ára gamall. Haukur varð Íslandsmeistari með Selfossi á síðustu leiktíð en hefur fengið meiri ábyrgð í vetur eftir að Elvar Örn Jónsson fór út í atvinnumennsku. „Við misstum mikið í Elvari fyrir þetta tímabil en aðrir leikmenn liðsins hafa stigið upp og það hafa líka margir ungir og óreyndir leikmenn fengið að stíga sín fyrstu skref. Þeir eru að fá mikilvæga reynslu og við höfum verið að spila ágætlega,“ sagði Haukur Þrastarson eftir að hann fékk verðlaunin. Haukur er í íslenska EM-hópnum hjá Guðmundi Guðmundssyni og það verður því lítið um frí á næstunni þótt að næsti deildarleikur Selfossliðsins sé ekki fyrr en í lok janúar. „Þar er mikil samkeppni um stöður í landsliðinu og þá sérstaklega inn á miðjunni. Planið hjá mér er að reyna að koma mér inn í hópinn og berjast um stöðu í liðinu,“ sagði Haukur. Guðjón Guðmundsson skrifaði í gær inn á Twitter að Haukur væri besti átján ára handboltamaður sem hann hafði séð á Íslandi og þar með betri en Ólafur Stefánsson, Aron Pálmarsson og Kristján Arason á sama aldri. „Það er alltaf skemmtilegt að fá hrós,“ sagði Haukur sem er á leiðinni til Póllands í atvinnumennsku eftir þetta tímabil. Er undirbúningur hafinn? „Nei, nei, ekkert ennþá en ég þarf kannski aðeins að fara að skoða pólskuna áður en ég fer út,“ sagði Haukur. Það má sjá hann fá verðlaunin hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Besti leikmaður fyrri hluta Olís deildar karla Seinni bylgjan valdi einnig úrvalslið fyrri hlutans en í því eiga þrjú lið tvo leikmenn. Selfoss, Afturelding og ÍR eiga öll tvo leikmenn en enginn leikmaður toppliðs Hauka var valinn. Sjöundi og síðasti leikmaður úrvalsliðsins kemur frá FH en það má sjá úrvalsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Úrvalslið fyrri hluta Olís deildar karla í handbolta
Olís-deild karla Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira