Fjarþjónustan, tækifærin og líðan barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 17. desember 2019 17:00 Líðan ungmenna skipta okkur öll máli. Í niðurstöðum síðustu könnunar Rannsóknar og greiningar kemur fram að ungmenni í 9. og 10. bekk eru í meira mæli en áður með einkenni þunglyndis og kvíða. Í Garðabæ er sérstök ástæða til þess að rýna í niðurstöður þar sem m.a. unglingsstúlkur í Garðabæ eru að skora töluvert hátt á kvarða sem mælir kvíðaeinkenni. Þegar niðurstöður sem þessar birtast er mikilvægt að bregðast við með einhverjum hætti og leita leiða til að sporna við. Stoðþjónustan gegnir hér lykilhlutverki og því mikilvægt að hugsa þær leiðir sem eru færar til að styðja við og efla alla þjónustu. Ein af mikilvægustu björgunum er forvörn og fræðsla og fyrsta hjálp. Hvar eru bjargirnar? Hvert geta ungmenni leitað með auðveldum og skjótum hætti? Við gerum okkur öll grein fyrir því hversu mikilvægt það er að geta brugðist hratt og örugglega við þegar kemur að líðan barna og ungmenna. Ekki síst til þess að fyrirbyggja frekari vanlíðan sem auðveldlega getur undið upp á sig og kallar á frekari aðgerðir og meiri þjónustu þegar til lengri tíma er litið. Nú á tímum tæknivæðingar er mikilvægt að nýta þau tækifæri sem í henni felast því þau eru fjölmörg. Fjarþjónusta er ein leið sem til að mynda færir okkur nær alls konar þjónustu og auðvelda okkur aðgengið til muna og þar liggja gríðarleg tækifæri fyrir velferðar- og menntakerfið til að gera betur í þágu barna og ungmenna. Fjarþjónusta er snjöll leið og góð viðbót við þá stoðþjónustu sem boðið er upp á í dag. Það sem gerir hana eftirsóknarverða eru m.a. þeir þættir sem hún hefur bein áhrif á, þ.e. tímasparnaður, minni kostnaður og auðveldara aðgengi. Við eigum að nýta fjarþjónustu í forvarnarskyni í meiri mæli. Fyrir ungt fólk einfaldar slík leið svo margt. Að geta sótt faglega og örugga fræðslu í gegnum net án mikillar fyrirhafnar gæti verið frábær leið til þess að ná til ungmenna sem finna fyrir kvíðaeinkennum og/eða þunglyndi. Námskeiðið má byggja þannig upp að notandi geti sótt sér fræðslu á hvaða tíma sem er þegar hverjum og einum hentar. Slík þjónusta tekur í burtu kerfisvilluna „bið eftir þjónustu“ sem flestir þekkja og getur reynst dýrkeypt. Það var því afar ánæjulegt að fá tillögu þess efnis samþykkta nýverið í bæjarstjórn Garðabæjar. Garðabær mun því að minnsta kosti gera tilraun til þess að bregðast við með ábyrgum hætti og í samstarfi við fagaðila sem sérhæfa sig í fjarþjónustu fyrir m.a. ungmenni. Tillagan felur í sér að bæjarstjórn feli fræðslusviði að skoða mögulegar leiðir til þess að bjóða upp á viðurkennda fjarþjónustu í forvarnarskyni á unglingastigi í formi forvarnarnámskeiða gegn kvíða fyrir ungmenni. Að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 verði gert ráð fyrir einni og hálfri milljón króna í formi styrkja til þróunarvinnu og aðlögun námskeiðs að hluta og niðurgreiðslu námskeiðs fyrir aldurshópinn 14-16 ára eða unglingastig grunnskólans í gegnum viðurkennda fjarþjónustu. Það er mikið fagnaðarefni að finna vilja til þess að bregðast við og auðvelda aðgengi að fyrstu hjálp eins og slíkt er kallað og sjá hvaða áhrif það hefur. Fyrsta hjálp er talin gríðarlega mikilvæg sem inngrip til þess að koma í veg fyrir alvarlegri vanda og þróun á einkennum sem mögulega er hægt að koma í veg fyrir. Al-mennt er kallað eftir frekari úrræðum í formi fyrstu hjálpar til þess einmitt að sporna við alvarlegri vanda sem oft verður raunin þegar ekkert er að gert. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Líðan ungmenna skipta okkur öll máli. Í niðurstöðum síðustu könnunar Rannsóknar og greiningar kemur fram að ungmenni í 9. og 10. bekk eru í meira mæli en áður með einkenni þunglyndis og kvíða. Í Garðabæ er sérstök ástæða til þess að rýna í niðurstöður þar sem m.a. unglingsstúlkur í Garðabæ eru að skora töluvert hátt á kvarða sem mælir kvíðaeinkenni. Þegar niðurstöður sem þessar birtast er mikilvægt að bregðast við með einhverjum hætti og leita leiða til að sporna við. Stoðþjónustan gegnir hér lykilhlutverki og því mikilvægt að hugsa þær leiðir sem eru færar til að styðja við og efla alla þjónustu. Ein af mikilvægustu björgunum er forvörn og fræðsla og fyrsta hjálp. Hvar eru bjargirnar? Hvert geta ungmenni leitað með auðveldum og skjótum hætti? Við gerum okkur öll grein fyrir því hversu mikilvægt það er að geta brugðist hratt og örugglega við þegar kemur að líðan barna og ungmenna. Ekki síst til þess að fyrirbyggja frekari vanlíðan sem auðveldlega getur undið upp á sig og kallar á frekari aðgerðir og meiri þjónustu þegar til lengri tíma er litið. Nú á tímum tæknivæðingar er mikilvægt að nýta þau tækifæri sem í henni felast því þau eru fjölmörg. Fjarþjónusta er ein leið sem til að mynda færir okkur nær alls konar þjónustu og auðvelda okkur aðgengið til muna og þar liggja gríðarleg tækifæri fyrir velferðar- og menntakerfið til að gera betur í þágu barna og ungmenna. Fjarþjónusta er snjöll leið og góð viðbót við þá stoðþjónustu sem boðið er upp á í dag. Það sem gerir hana eftirsóknarverða eru m.a. þeir þættir sem hún hefur bein áhrif á, þ.e. tímasparnaður, minni kostnaður og auðveldara aðgengi. Við eigum að nýta fjarþjónustu í forvarnarskyni í meiri mæli. Fyrir ungt fólk einfaldar slík leið svo margt. Að geta sótt faglega og örugga fræðslu í gegnum net án mikillar fyrirhafnar gæti verið frábær leið til þess að ná til ungmenna sem finna fyrir kvíðaeinkennum og/eða þunglyndi. Námskeiðið má byggja þannig upp að notandi geti sótt sér fræðslu á hvaða tíma sem er þegar hverjum og einum hentar. Slík þjónusta tekur í burtu kerfisvilluna „bið eftir þjónustu“ sem flestir þekkja og getur reynst dýrkeypt. Það var því afar ánæjulegt að fá tillögu þess efnis samþykkta nýverið í bæjarstjórn Garðabæjar. Garðabær mun því að minnsta kosti gera tilraun til þess að bregðast við með ábyrgum hætti og í samstarfi við fagaðila sem sérhæfa sig í fjarþjónustu fyrir m.a. ungmenni. Tillagan felur í sér að bæjarstjórn feli fræðslusviði að skoða mögulegar leiðir til þess að bjóða upp á viðurkennda fjarþjónustu í forvarnarskyni á unglingastigi í formi forvarnarnámskeiða gegn kvíða fyrir ungmenni. Að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 verði gert ráð fyrir einni og hálfri milljón króna í formi styrkja til þróunarvinnu og aðlögun námskeiðs að hluta og niðurgreiðslu námskeiðs fyrir aldurshópinn 14-16 ára eða unglingastig grunnskólans í gegnum viðurkennda fjarþjónustu. Það er mikið fagnaðarefni að finna vilja til þess að bregðast við og auðvelda aðgengi að fyrstu hjálp eins og slíkt er kallað og sjá hvaða áhrif það hefur. Fyrsta hjálp er talin gríðarlega mikilvæg sem inngrip til þess að koma í veg fyrir alvarlegri vanda og þróun á einkennum sem mögulega er hægt að koma í veg fyrir. Al-mennt er kallað eftir frekari úrræðum í formi fyrstu hjálpar til þess einmitt að sporna við alvarlegri vanda sem oft verður raunin þegar ekkert er að gert. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun