KKÍ segir enga vísbendingu um veðmálasvindl í leik ÍR og Tindastóls Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2019 17:03 Úr leik með Tindastóli. vísir/daníel Körfuknattleikssamband Íslands fann enga vísbendingu um veðmálasvindl í leik ÍR og Tindastóls í Domino's deild karla á fimmtudaginn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KKÍ.Grunur var um að maðkur hefði verið í mysunni og úrslitum leiksins hagrætt. Stuðlar breyttust mjög hratt á skömmum tíma fyrir leikinn og þótti líklegra að Tindastóll myndi tapa leiknum en ekki vinna hans eins og áður. KKÍ naut liðssinnis Íslenskra getrauna og GLMS, Global Lottery Monitory System, við rannsókn málsins. Ekki var tippað óeðlilega á leikinn hjá Íslenskum getraunum og GLMS taldi að ekki væri um hagræðingu úrslita að ræða. KKÍ fékk einnig einstaklinga til að fara yfir frammistöðu leikmanna í leiknum, bæði í vörn og sókn, til að kanna hvort eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað. Niðurstaðan var að svo væri ekki. Í yfirlýsingunni kemur fram að nokkrir tipparar hafi talið að erfitt ferðalag Tindastóls til Reykjavíkur myndi sitja í þeim og því veðjað frekar á ÍR. Viðkomandi tipparar hafi því tippað á forgjöfina á erlendum vefsíðum. Jafnframt kemur fram að ekki þurfi umtalsverðar fjárhæðir til að stuðlarnir breytist á þennan hátt.Yfirlýsing KKÍFljótlega eftir að leik ÍR og Tindastóls í Domino´s deild karla lauk, kom upp orðrómur um að úrslitum leiksins hefði verið hagrætt og gefið sterklega í skyn að leikmenn Tindastóls hafi átt þar hlut að máli. Það er ljóst eftir skoðun KKÍ á leiknum að leikmenn Tindastóls hafi ekki komið að hagræðingu úrslita á leiknum og eiga engan hluta að þessum breytingum á forgjöf/stuðlum. Ástæðan fyrir þessum sterka orðrómi var sú að forgjöf/stuðlar á leikinn hefðu breyst mjög hratt á skömmum tíma úr því að Tindastóll myndi vinna leikinn yfir í að Tindastóll myndi tapa leiknum. Í kjölfarið á þessum orðrómi ákvað KKÍ strax að grípa til aðgerða, enda er hagræðing úrslita ein mesta ógn sem íþróttahreyfingin stendur fyrir nú á tímum. KKÍ hefur fengið einstaklinga til að skoða leikinn og fara yfir frammistöðu leikmanna bæði í vörn og sókn með það í huga að sjá hvort eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað. Niðurstaðan er sú að svo sé ekki.KKÍ óskaði eftir aðstoð frá Íslenskum getraunum, sem eru í eigu íþróttahreyfingarinnar, um að fyrirtækið léti skoða leikinn sérstaklega. Niðurstaðan er sú að ekki var tippað óeðlilega á leikinn hjá Íslenskum getraunum. Enn fremur var leitað til GLMS, Global Lottery Monitory System, sem er fyrirtæki í eigu getraunafyrirtækja sem hefur það að markmiði að fylgjast með óeðlilegum hreyfingum og stuðlabreytingum á markaði. Meðal samstarfsaðila GLMS eru Europol, Interpol ofl. Niðurstaða GLMS er að ekki séu líkur á að um hagræðingu úrslita sé að ræða. Allar líkur eru á að þegar það verður á allra vitorði að Tindastóll hafði ferðast í rútu í nokkra klukkutíma til að komast í leikinn og að leiktíma hafi verið breytt úr 19:15 í 20:00 örfáum klukkutímum fyrir leik að þá hafi nokkrir tipparar talið að ferðalagið myndi sitja í liðsmönnum Tindastóls og að sigurlíkur ÍR hefðu þar að leiðandi aukist. Viðkomandi tipparar hafi því tippað á forgjöfina á erlendum vefsíðum. Ekki þarf umtalsverðar fjárhæðir til að stuðlarnir breytist á þann hátt sem reyndin varð. KKÍ leggur mikla áherslu á að vinna gegn hagræðingu úrslita í íþróttum með öllum mögulegum ráðum. Hluti af þeirri ógn sem stafar frá hagræðingu úrslita í íþróttum á Íslandi kemur til vegna þess að óheftur aðgangur er fyrir hvern sem er að erlendum veðmálasíðum, án nokkurs eftirlits frá íslenskum stjórnvöldum. Er það mikið áhyggjuefni fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi. KKÍ þakkar öllum þeim aðilum sem aðstoðu sambandið á undanförnum dögum fyrir hraða og góða vinnu. Dominos-deild karla Fjárhættuspil Reykjavík Skagafjörður Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Tindastóli: Trúum ekki að okkar leikmaður svindli Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls sendi nú síðdegis frá sér yfirlýsingu en KKÍ skoðar nú leik liðsins gegn ÍR í gær þar sem grunur er um veðmálasvindl. 13. desember 2019 16:13 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Tindastóll 92-84 | Stólarnir lentu á vegg í Hellinum ÍR gerði sér lítið fyrir og skellti Stólunum á heimavelli í kvöld. 12. desember 2019 22:45 Sportpakkinn: Sterkur sigur hjá ÍR í Hellinum ÍR vann frábæran sigur á Tindastóli í Dominos-deild karla í gær og halda áfram að minna hraustlega á sig. 13. desember 2019 16:00 Grunur um veðmálasvindl í leik ÍR og Tindastóls Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, staðfesti við íþróttadeild í morgun að sambandið sé með í skoðun leik ÍR og Tindastóls frá því í gær vegna gruns um veðmálasvindl. 13. desember 2019 12:00 Leik ÍR og Tindastóls seinkað til 20.00 Körfuknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að seinka leik ÍR og Tindastóls í tíundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. 12. desember 2019 15:59 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands fann enga vísbendingu um veðmálasvindl í leik ÍR og Tindastóls í Domino's deild karla á fimmtudaginn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KKÍ.Grunur var um að maðkur hefði verið í mysunni og úrslitum leiksins hagrætt. Stuðlar breyttust mjög hratt á skömmum tíma fyrir leikinn og þótti líklegra að Tindastóll myndi tapa leiknum en ekki vinna hans eins og áður. KKÍ naut liðssinnis Íslenskra getrauna og GLMS, Global Lottery Monitory System, við rannsókn málsins. Ekki var tippað óeðlilega á leikinn hjá Íslenskum getraunum og GLMS taldi að ekki væri um hagræðingu úrslita að ræða. KKÍ fékk einnig einstaklinga til að fara yfir frammistöðu leikmanna í leiknum, bæði í vörn og sókn, til að kanna hvort eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað. Niðurstaðan var að svo væri ekki. Í yfirlýsingunni kemur fram að nokkrir tipparar hafi talið að erfitt ferðalag Tindastóls til Reykjavíkur myndi sitja í þeim og því veðjað frekar á ÍR. Viðkomandi tipparar hafi því tippað á forgjöfina á erlendum vefsíðum. Jafnframt kemur fram að ekki þurfi umtalsverðar fjárhæðir til að stuðlarnir breytist á þennan hátt.Yfirlýsing KKÍFljótlega eftir að leik ÍR og Tindastóls í Domino´s deild karla lauk, kom upp orðrómur um að úrslitum leiksins hefði verið hagrætt og gefið sterklega í skyn að leikmenn Tindastóls hafi átt þar hlut að máli. Það er ljóst eftir skoðun KKÍ á leiknum að leikmenn Tindastóls hafi ekki komið að hagræðingu úrslita á leiknum og eiga engan hluta að þessum breytingum á forgjöf/stuðlum. Ástæðan fyrir þessum sterka orðrómi var sú að forgjöf/stuðlar á leikinn hefðu breyst mjög hratt á skömmum tíma úr því að Tindastóll myndi vinna leikinn yfir í að Tindastóll myndi tapa leiknum. Í kjölfarið á þessum orðrómi ákvað KKÍ strax að grípa til aðgerða, enda er hagræðing úrslita ein mesta ógn sem íþróttahreyfingin stendur fyrir nú á tímum. KKÍ hefur fengið einstaklinga til að skoða leikinn og fara yfir frammistöðu leikmanna bæði í vörn og sókn með það í huga að sjá hvort eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað. Niðurstaðan er sú að svo sé ekki.KKÍ óskaði eftir aðstoð frá Íslenskum getraunum, sem eru í eigu íþróttahreyfingarinnar, um að fyrirtækið léti skoða leikinn sérstaklega. Niðurstaðan er sú að ekki var tippað óeðlilega á leikinn hjá Íslenskum getraunum. Enn fremur var leitað til GLMS, Global Lottery Monitory System, sem er fyrirtæki í eigu getraunafyrirtækja sem hefur það að markmiði að fylgjast með óeðlilegum hreyfingum og stuðlabreytingum á markaði. Meðal samstarfsaðila GLMS eru Europol, Interpol ofl. Niðurstaða GLMS er að ekki séu líkur á að um hagræðingu úrslita sé að ræða. Allar líkur eru á að þegar það verður á allra vitorði að Tindastóll hafði ferðast í rútu í nokkra klukkutíma til að komast í leikinn og að leiktíma hafi verið breytt úr 19:15 í 20:00 örfáum klukkutímum fyrir leik að þá hafi nokkrir tipparar talið að ferðalagið myndi sitja í liðsmönnum Tindastóls og að sigurlíkur ÍR hefðu þar að leiðandi aukist. Viðkomandi tipparar hafi því tippað á forgjöfina á erlendum vefsíðum. Ekki þarf umtalsverðar fjárhæðir til að stuðlarnir breytist á þann hátt sem reyndin varð. KKÍ leggur mikla áherslu á að vinna gegn hagræðingu úrslita í íþróttum með öllum mögulegum ráðum. Hluti af þeirri ógn sem stafar frá hagræðingu úrslita í íþróttum á Íslandi kemur til vegna þess að óheftur aðgangur er fyrir hvern sem er að erlendum veðmálasíðum, án nokkurs eftirlits frá íslenskum stjórnvöldum. Er það mikið áhyggjuefni fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi. KKÍ þakkar öllum þeim aðilum sem aðstoðu sambandið á undanförnum dögum fyrir hraða og góða vinnu.
Dominos-deild karla Fjárhættuspil Reykjavík Skagafjörður Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Tindastóli: Trúum ekki að okkar leikmaður svindli Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls sendi nú síðdegis frá sér yfirlýsingu en KKÍ skoðar nú leik liðsins gegn ÍR í gær þar sem grunur er um veðmálasvindl. 13. desember 2019 16:13 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Tindastóll 92-84 | Stólarnir lentu á vegg í Hellinum ÍR gerði sér lítið fyrir og skellti Stólunum á heimavelli í kvöld. 12. desember 2019 22:45 Sportpakkinn: Sterkur sigur hjá ÍR í Hellinum ÍR vann frábæran sigur á Tindastóli í Dominos-deild karla í gær og halda áfram að minna hraustlega á sig. 13. desember 2019 16:00 Grunur um veðmálasvindl í leik ÍR og Tindastóls Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, staðfesti við íþróttadeild í morgun að sambandið sé með í skoðun leik ÍR og Tindastóls frá því í gær vegna gruns um veðmálasvindl. 13. desember 2019 12:00 Leik ÍR og Tindastóls seinkað til 20.00 Körfuknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að seinka leik ÍR og Tindastóls í tíundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. 12. desember 2019 15:59 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Yfirlýsing frá Tindastóli: Trúum ekki að okkar leikmaður svindli Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls sendi nú síðdegis frá sér yfirlýsingu en KKÍ skoðar nú leik liðsins gegn ÍR í gær þar sem grunur er um veðmálasvindl. 13. desember 2019 16:13
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Tindastóll 92-84 | Stólarnir lentu á vegg í Hellinum ÍR gerði sér lítið fyrir og skellti Stólunum á heimavelli í kvöld. 12. desember 2019 22:45
Sportpakkinn: Sterkur sigur hjá ÍR í Hellinum ÍR vann frábæran sigur á Tindastóli í Dominos-deild karla í gær og halda áfram að minna hraustlega á sig. 13. desember 2019 16:00
Grunur um veðmálasvindl í leik ÍR og Tindastóls Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, staðfesti við íþróttadeild í morgun að sambandið sé með í skoðun leik ÍR og Tindastóls frá því í gær vegna gruns um veðmálasvindl. 13. desember 2019 12:00
Leik ÍR og Tindastóls seinkað til 20.00 Körfuknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að seinka leik ÍR og Tindastóls í tíundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. 12. desember 2019 15:59