Þola margra daga flutninga í kulda Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2019 19:03 Hér sést köngulóin sem fannst í Garðabæ í nóvember. Hún er með afar díl í laginu eins og stundaglas á maganum, sem er einkennandi fyrir svörtu ekkjuna. Mynd/Aðsend Skordýr og köngulær sem koma hingað til lands með vörum frá heitari löndum geta mörg þolað margra daga flutninga í töluvert meiri kulda en þau eiga að venjast. Þetta kom fram í máli Gísla Más Gíslasonar prófessors í líffræði í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Greint var frá því í morgun að sjö svartar köngulær með rauðum blettum hefðu borist Náttúrufræðistofnun til skoðunar á síðustu vikum. Þær skutu allar upp kollinum í vínberjaklösum sem fluttir voru til landsins frá Norður-Ameríku. Ein köngulóanna reyndist vera ekkjukönguló, líkt og köngulóin sem fjallað var um í frétt Vísis í nóvember, en hinar voru af ætt stökköngulóa. Allar höfðu þær fengist í kaupbæti með amerískum vínberjum sem fólk hafði keypt í verslunum úr einni og sömu verslunarkeðjunni. Bit veldur sársauka en er ekki lífshættulegt Gísli Már benti á að þessi ferðamáti köngulóanna væri eðlilegur, og þá sér í lagi svörtu ekkjanna, þar sem heimkynni hennar eru einkum í Norður-Ameríku. „Það er ekkert skrýtið að þetta komi með vínberjum sem flutt eru inn frá Kaliforníu því að búsvæði hennar í Bandaríkjunum er í Kaliforníu fyrst og fremst innan um vínberin. Það er hennar veiðistaður.“ Þá sagði hann svörtu ekkjuna ekki jafnhættulega og af er látið. „Það er afar sjaldgæft að einhver láti lífið vegna bita frá henni. Það er veikt fólk og ungabörn. En þetta veldur sársauka en er ekki lífshættulegt. Hún er ekki árásargjörn og er ekki í hópi þeirra allra eitruðustu köngulóa.“Sjá einnig: Flestar „ekkjurnar“ komið hingað með vínberjum Þá var því velt upp í þættinum að vínber væru iðulega geymd í kæli. Lifa þessar köngulær slíka vist af? „Já, skordýr jafnvel úr heitum löndum geta lifað um nokkurt skeið við kulda. Þegar þau komast aftur í hita, stofuhita, þá eru þau komin við Kaliforníuhita,“ sagði Gísli. „Þannig að þau þola alveg flutninga niður í fjórar, fimm gráður í marga daga. Svo hlýnar þeim aftur þegar þau eru komin inn í stofuna og fara á kreik.“ Gísli benti jafnframt á að ef könguló birtist í vínberjapoka sé ráðlegt að koma henni í glas eða krukku. Þá megi fólk gjarnan fara með hana til Náttúrufræðistofnunar. Ef fólk lendi í því að vera bitið skuli það leita til læknis og helst taka köngulóna með sér á sjúkrahúsið. Dýr Skordýr Tengdar fréttir Svarta ekkjan fékk orma að éta en var feimin Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. 23. nóvember 2019 20:30 Sjö svartar köngulær á aðventunni Sjö svartar köngulær með rauðum blettum hafa borist Náttúrufræðistofnun til skoðunar á síðustu vikum. 19. desember 2019 08:19 Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24 Flestar „ekkjurnar“ komið hingað með vínberjum Ellefu eintök af svokölluðum ekkjuköngulóm eru skráð í gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar Íslands árin 1998-2016. 25. nóvember 2019 12:24 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Skordýr og köngulær sem koma hingað til lands með vörum frá heitari löndum geta mörg þolað margra daga flutninga í töluvert meiri kulda en þau eiga að venjast. Þetta kom fram í máli Gísla Más Gíslasonar prófessors í líffræði í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Greint var frá því í morgun að sjö svartar köngulær með rauðum blettum hefðu borist Náttúrufræðistofnun til skoðunar á síðustu vikum. Þær skutu allar upp kollinum í vínberjaklösum sem fluttir voru til landsins frá Norður-Ameríku. Ein köngulóanna reyndist vera ekkjukönguló, líkt og köngulóin sem fjallað var um í frétt Vísis í nóvember, en hinar voru af ætt stökköngulóa. Allar höfðu þær fengist í kaupbæti með amerískum vínberjum sem fólk hafði keypt í verslunum úr einni og sömu verslunarkeðjunni. Bit veldur sársauka en er ekki lífshættulegt Gísli Már benti á að þessi ferðamáti köngulóanna væri eðlilegur, og þá sér í lagi svörtu ekkjanna, þar sem heimkynni hennar eru einkum í Norður-Ameríku. „Það er ekkert skrýtið að þetta komi með vínberjum sem flutt eru inn frá Kaliforníu því að búsvæði hennar í Bandaríkjunum er í Kaliforníu fyrst og fremst innan um vínberin. Það er hennar veiðistaður.“ Þá sagði hann svörtu ekkjuna ekki jafnhættulega og af er látið. „Það er afar sjaldgæft að einhver láti lífið vegna bita frá henni. Það er veikt fólk og ungabörn. En þetta veldur sársauka en er ekki lífshættulegt. Hún er ekki árásargjörn og er ekki í hópi þeirra allra eitruðustu köngulóa.“Sjá einnig: Flestar „ekkjurnar“ komið hingað með vínberjum Þá var því velt upp í þættinum að vínber væru iðulega geymd í kæli. Lifa þessar köngulær slíka vist af? „Já, skordýr jafnvel úr heitum löndum geta lifað um nokkurt skeið við kulda. Þegar þau komast aftur í hita, stofuhita, þá eru þau komin við Kaliforníuhita,“ sagði Gísli. „Þannig að þau þola alveg flutninga niður í fjórar, fimm gráður í marga daga. Svo hlýnar þeim aftur þegar þau eru komin inn í stofuna og fara á kreik.“ Gísli benti jafnframt á að ef könguló birtist í vínberjapoka sé ráðlegt að koma henni í glas eða krukku. Þá megi fólk gjarnan fara með hana til Náttúrufræðistofnunar. Ef fólk lendi í því að vera bitið skuli það leita til læknis og helst taka köngulóna með sér á sjúkrahúsið.
Dýr Skordýr Tengdar fréttir Svarta ekkjan fékk orma að éta en var feimin Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. 23. nóvember 2019 20:30 Sjö svartar köngulær á aðventunni Sjö svartar köngulær með rauðum blettum hafa borist Náttúrufræðistofnun til skoðunar á síðustu vikum. 19. desember 2019 08:19 Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24 Flestar „ekkjurnar“ komið hingað með vínberjum Ellefu eintök af svokölluðum ekkjuköngulóm eru skráð í gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar Íslands árin 1998-2016. 25. nóvember 2019 12:24 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Svarta ekkjan fékk orma að éta en var feimin Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. 23. nóvember 2019 20:30
Sjö svartar köngulær á aðventunni Sjö svartar köngulær með rauðum blettum hafa borist Náttúrufræðistofnun til skoðunar á síðustu vikum. 19. desember 2019 08:19
Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24
Flestar „ekkjurnar“ komið hingað með vínberjum Ellefu eintök af svokölluðum ekkjuköngulóm eru skráð í gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar Íslands árin 1998-2016. 25. nóvember 2019 12:24