Ísflix leitar að húsnæði Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. desember 2019 11:30 Lifandi umræða á Hrafnaþingi, sem að sjálfsögðu verður aðgengilegt á Ísflix. Skjáskot „Við erum á fullu,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, einn aðstandenda borgaralegu efnisveitunnar Ísflix. Upphaflega hafði staðið til að efnisveitan færi í loftið þann 1. nóvember síðastliðinn en eins og svo oft í frumkvöðlastarfi tókst ekki að ganga frá öllum lausum endum fyrir þann tíma. Ísflix-liðar eru þó ekki af baki dottnir heldur hafa nýtt síðustu vikur í húsnæðisleit fyrir höfuðstöðvar efnisveitunnar auk þess sem þeir hafa sankað að sér margvíslegu, borgaralegu sjónvarpsefni fyrir efnisveituna - t.d. „töluvert af stöffi frá Hannesi Hólmsteini um pólitík,“ að sögn Jóns Kristins. „Við vorum kannski full brattir í fyrri yfirlýsingum,“ segir Jón Kristinn um 1. nóvember-áformin. Uppsetning Ísflix sé meira og minna unnin í sjálfboðavinnu og hafi tekið lengri tíma en búist hafði verið við. Til að mynda hafi forritun smáforritsins reynst flóknari en áætlanir gerðu ráð fyrir, auk þess sem flutningur eldra efnis yfir á stafrænt form hafi verið tímafrekt.Sjá einnig: Ísflix Ingva Hrafns boðar samkeppni við risanaEins og fram kom í fyrri frétt Vísis af Ísflix verður íslensk dagskrárgerð í fyrirrúmi á efnisveitunni. Frá því að púlsinn var síðast tekinn á undirbúningnum segir Jón Kristinn að mikið efni hafi bæst í sarpinn. Til að mynda hafi Ísflix tryggt sér þætti Sigurgeirs Orra Sigurgeirssonar um Loftleiðir, Íslandssöguþáttaröð auk þess sem von er á heimildarþáttaröðinni Skandall sem fjallar um „nýjar hliðar Geirfinnsmálsins“ - að ógleymdum þáttunum sem Jón Kristinn, Ingvi Hrafn Jónsson og fleiri Ísflix-menn „eiga hjá Hringbraut. Eins og allir þættirnir mínir með Gunnari Dal,“ segir Jón Kristinn um leið og hann hrósar Hringbrautarfólki fyrir að hafa tekið vel í umleitanir Ísflix.Moggaeldhúsið óhentugt Þar að auki mun Ísflix ráðast í eigin dagskrárgerð. Til þess að hún verði að veruleika þurfi Ísflix þó stærra húsnæði en þeim hefur boðist í Hádegismóum og stendur húsnæðisleitin nú yfir að sögn Jóns Kristins.Merki Ísflix.JKSNú þegar sé búið að ganga frá samningum um fjóra aðila um vikulega þætti „og við getum ekki boðið Mogganum upp á það að nota þetta litla stúdió þeirra, sem er í rauninni bara eldhús,“ segir Jón Kristinn. Draumurinn sé að finna húsnæði með mikilli lofthæð fyrir allan tækjabúnaðinn auk þess sem það verður að rúma stærðarinnar myndver sem ætlunin er að hluta í þrennt. Aðspurður um hvernig Ísflix hyggst fjármagna leigu á húsnæði og framleiðslu efnis, í ljósi þess að efnisveitan verður öllum aðgengileg þeim að kostnaðarlausu, segir Jón Kristinn að fjármunirnir séu nær alfarið að koma úr hans eigin vasa. Hugmyndin sé hins vegar að fara inn á auglýsingamarkað á seinni stigum, til að tryggja að notendur þurfi aldrei að greiða fyrir Ísflix. Jón Kristinn er ragur við að nefna hvenær borgaralegir hámgláparar mega búast við því að Ísflix líti dagsins ljós - „ég er búinn að brenna mig á því einu sinni,“ segir hann og hlær. Draumurinn sé þó að geta kynnt Ísflix til leiks á eins árs afmæli Hrafnaþings, sem fagnað verður þriðja fimmtudaginn í janúar. Jón Kristinn telur þó ólíklegt að það takist, líklegra sé að hægt verði að fara í loftið fyrir næstu páska. Fjölmiðlar Netflix Samkeppnismál Tengdar fréttir Ísflix Ingva Hrafns boðar samkeppni við risana Íslensku efnisveitunni Ísflix verður ýtt úr vör þann 1. nóvember næstkomandi. 24. september 2019 11:30 Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fleiri fréttir Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
„Við erum á fullu,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, einn aðstandenda borgaralegu efnisveitunnar Ísflix. Upphaflega hafði staðið til að efnisveitan færi í loftið þann 1. nóvember síðastliðinn en eins og svo oft í frumkvöðlastarfi tókst ekki að ganga frá öllum lausum endum fyrir þann tíma. Ísflix-liðar eru þó ekki af baki dottnir heldur hafa nýtt síðustu vikur í húsnæðisleit fyrir höfuðstöðvar efnisveitunnar auk þess sem þeir hafa sankað að sér margvíslegu, borgaralegu sjónvarpsefni fyrir efnisveituna - t.d. „töluvert af stöffi frá Hannesi Hólmsteini um pólitík,“ að sögn Jóns Kristins. „Við vorum kannski full brattir í fyrri yfirlýsingum,“ segir Jón Kristinn um 1. nóvember-áformin. Uppsetning Ísflix sé meira og minna unnin í sjálfboðavinnu og hafi tekið lengri tíma en búist hafði verið við. Til að mynda hafi forritun smáforritsins reynst flóknari en áætlanir gerðu ráð fyrir, auk þess sem flutningur eldra efnis yfir á stafrænt form hafi verið tímafrekt.Sjá einnig: Ísflix Ingva Hrafns boðar samkeppni við risanaEins og fram kom í fyrri frétt Vísis af Ísflix verður íslensk dagskrárgerð í fyrirrúmi á efnisveitunni. Frá því að púlsinn var síðast tekinn á undirbúningnum segir Jón Kristinn að mikið efni hafi bæst í sarpinn. Til að mynda hafi Ísflix tryggt sér þætti Sigurgeirs Orra Sigurgeirssonar um Loftleiðir, Íslandssöguþáttaröð auk þess sem von er á heimildarþáttaröðinni Skandall sem fjallar um „nýjar hliðar Geirfinnsmálsins“ - að ógleymdum þáttunum sem Jón Kristinn, Ingvi Hrafn Jónsson og fleiri Ísflix-menn „eiga hjá Hringbraut. Eins og allir þættirnir mínir með Gunnari Dal,“ segir Jón Kristinn um leið og hann hrósar Hringbrautarfólki fyrir að hafa tekið vel í umleitanir Ísflix.Moggaeldhúsið óhentugt Þar að auki mun Ísflix ráðast í eigin dagskrárgerð. Til þess að hún verði að veruleika þurfi Ísflix þó stærra húsnæði en þeim hefur boðist í Hádegismóum og stendur húsnæðisleitin nú yfir að sögn Jóns Kristins.Merki Ísflix.JKSNú þegar sé búið að ganga frá samningum um fjóra aðila um vikulega þætti „og við getum ekki boðið Mogganum upp á það að nota þetta litla stúdió þeirra, sem er í rauninni bara eldhús,“ segir Jón Kristinn. Draumurinn sé að finna húsnæði með mikilli lofthæð fyrir allan tækjabúnaðinn auk þess sem það verður að rúma stærðarinnar myndver sem ætlunin er að hluta í þrennt. Aðspurður um hvernig Ísflix hyggst fjármagna leigu á húsnæði og framleiðslu efnis, í ljósi þess að efnisveitan verður öllum aðgengileg þeim að kostnaðarlausu, segir Jón Kristinn að fjármunirnir séu nær alfarið að koma úr hans eigin vasa. Hugmyndin sé hins vegar að fara inn á auglýsingamarkað á seinni stigum, til að tryggja að notendur þurfi aldrei að greiða fyrir Ísflix. Jón Kristinn er ragur við að nefna hvenær borgaralegir hámgláparar mega búast við því að Ísflix líti dagsins ljós - „ég er búinn að brenna mig á því einu sinni,“ segir hann og hlær. Draumurinn sé þó að geta kynnt Ísflix til leiks á eins árs afmæli Hrafnaþings, sem fagnað verður þriðja fimmtudaginn í janúar. Jón Kristinn telur þó ólíklegt að það takist, líklegra sé að hægt verði að fara í loftið fyrir næstu páska.
Fjölmiðlar Netflix Samkeppnismál Tengdar fréttir Ísflix Ingva Hrafns boðar samkeppni við risana Íslensku efnisveitunni Ísflix verður ýtt úr vör þann 1. nóvember næstkomandi. 24. september 2019 11:30 Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fleiri fréttir Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
Ísflix Ingva Hrafns boðar samkeppni við risana Íslensku efnisveitunni Ísflix verður ýtt úr vör þann 1. nóvember næstkomandi. 24. september 2019 11:30