Alþingi samþykkir fyrsta skrefið í lækkun tekjuskatts Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2019 14:20 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. Formaður Miðflokksins segir að með breytingunum sé verið að hverfa aftur til fortíðar og flækja skattkerfið. Fyrsti áfangi í nýju þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramót, í stað tveggja þrepa skattkerfis sem verið hefur í gildi undanfarin ár. Lægsta þrepið verður lægra en núverandi grunnþrep en á móti verður nýtt miðþrep lítillega hærra en núverandi grunnþrep. Skattleysismörkum verður haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt samhliða innleiðingu nýs þreps, en þau munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að flækja skattkerfið eftir að Bjarni Benediktsson hafi tekið þátt í því í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs að einfalda það með því að fækka skattþrepum úr þremur í tvö. „Þessu samhliða stendur reyndar til að lækka skatt í nýja neðsta þrepinu en um leið hækka skattinn í því sem þá verður milliþrepið. Svo þessar tillögur innihalda í senn mjög jákvæðar og mjög neikvæðar breytingar. Sem þó er erfitt að slíta í sundur og fyrir vikið munu þingmenn Miðflokksins hvorki greiða atkvæði með né gegn þessum tillögum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins á Alþingi í gær. Breytingarnar á skattkerfinu voru liður í aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði síðast liðið vor eins og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kom inn á við atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi í gær. „Við í Samfylkingunni fögnum því að verkalýðshreyfingin skyldi hafa náð fram breytingum á tekjuskattskerfinu í réttlætisátt. Þess vegna styðjum við þær greinar sem snúa að þeim breytingum. Við getum hins vegar ekki stutt hversu seint þær taka að fullu gildi,“ sagði Oddný. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra undraðist að sumir flokkar leggðu ekki einu sinni fram nefndarálit í svo stór og mikilvægu máli. „Hér er einfaldlega um að ræða mjög stórt skref sem var boðað strax þegar ríkisstjórnin var sett saman til að létta undir með heimilunum í landinu. Langflestir munu sjá skatta sína lækka um 70 til 120 þúsund krónur á ári. Það eru 70 til 120 þúsund krónur á ári í vasa skattgreiðenda,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Skattar og tollar Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. Formaður Miðflokksins segir að með breytingunum sé verið að hverfa aftur til fortíðar og flækja skattkerfið. Fyrsti áfangi í nýju þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramót, í stað tveggja þrepa skattkerfis sem verið hefur í gildi undanfarin ár. Lægsta þrepið verður lægra en núverandi grunnþrep en á móti verður nýtt miðþrep lítillega hærra en núverandi grunnþrep. Skattleysismörkum verður haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt samhliða innleiðingu nýs þreps, en þau munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að flækja skattkerfið eftir að Bjarni Benediktsson hafi tekið þátt í því í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs að einfalda það með því að fækka skattþrepum úr þremur í tvö. „Þessu samhliða stendur reyndar til að lækka skatt í nýja neðsta þrepinu en um leið hækka skattinn í því sem þá verður milliþrepið. Svo þessar tillögur innihalda í senn mjög jákvæðar og mjög neikvæðar breytingar. Sem þó er erfitt að slíta í sundur og fyrir vikið munu þingmenn Miðflokksins hvorki greiða atkvæði með né gegn þessum tillögum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins á Alþingi í gær. Breytingarnar á skattkerfinu voru liður í aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði síðast liðið vor eins og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kom inn á við atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi í gær. „Við í Samfylkingunni fögnum því að verkalýðshreyfingin skyldi hafa náð fram breytingum á tekjuskattskerfinu í réttlætisátt. Þess vegna styðjum við þær greinar sem snúa að þeim breytingum. Við getum hins vegar ekki stutt hversu seint þær taka að fullu gildi,“ sagði Oddný. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra undraðist að sumir flokkar leggðu ekki einu sinni fram nefndarálit í svo stór og mikilvægu máli. „Hér er einfaldlega um að ræða mjög stórt skref sem var boðað strax þegar ríkisstjórnin var sett saman til að létta undir með heimilunum í landinu. Langflestir munu sjá skatta sína lækka um 70 til 120 þúsund krónur á ári. Það eru 70 til 120 þúsund krónur á ári í vasa skattgreiðenda,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Skattar og tollar Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira