Vill útlendinga að borðinu í Brimi Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2019 15:45 Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brim og aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Útgerðarfélag Reykjavíkur, félag Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brims, vill að stjórn síðarnefnda félagsins auki möguleika útlendinga til að fjárfesta í Brimi. Útgerðarfélagið vill að beiðni þess efnis verði tekin fyrir á hluthafafundi Brims þann 12. desember næstkomandi og leggur sjálft til þrjár leiðir svo að fá megi útlendinga að borðinu - til að mynda að skrá Brim í norsku Kauphöllina. Í greinargerð með tillögu Útgerðarfélagsins, sem send var á Kauphöllina nú síðdegis, segir að í ljósi þess að Brim er sjávarútvegsfyrirtæki þá lúti það takmörkunum þegar kemur að fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þannig megi útlendingar ekki fjárfesta með beinum hætti í íslensku fyrirtæki sem stundar fiskveiðar eða vinnslu sjávarafurða.Skýringarmynd Brims.Aftur á móti sé útlendingum heimilt að eiga með óbeinum hætti eignarhlut í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki. Það geti þeir gert með því að eiga hlut í íslensku félagi - sem síðan á sjávarútvegsfyrirtæki. Hlutur útlendinga í slíku félagi má ekki vera meira en fjórðungur, eða 33 prósent eftir atvikum. Löggjafarvaldið telji skynsamlegt að heimila slíka óbeina fjárfestingu að mati Útgerðarfélagsins, sem vísar til greinargerðar með lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.„Að mati Útgerðarfélags Reykjavíkur er áhugi hjá erlendum aðilum að fjárfesta óbeint í sjávarútvegi á Íslandi. Slík viðskipti yrðu til hagsbóta fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og gætu aukið verulega getu þeirra til fjárfestinga, eflt rekstur og skapað aukin verðmæti,“ segir í greinargerð Útgerðarfélagsins og bætt við að viðskipti útlendinga með hlutabréf í félaginu yrðu eins og þegar Íslendingar versla með bréfin í Kauphöllinni: Gagnsæ. Af þessum sökum leggur útgerðarfélagið til að hluthafafundur Brims um miðjan desember feli stjórn félagsins að „kanna og eftir atvikum leggia til leiðir“ til að hleypa útlendingum að fjárfestingaborðinu. Stjórnin þurfi síðan að leggja fram tillögurnar á aðalfundi Brims á næsta ári. Útgerðarfélagið leggur sjálft til þrjár leiðir að þessu markmiði, sem stjórn Brims getur metið út frá hagkvæmni.Úr tillögu Útgerðarfélags Reykjavíkur fyrir hluthafafund Brims. Sjávarútvegur Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Útgerðarfélag Reykjavíkur, félag Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brims, vill að stjórn síðarnefnda félagsins auki möguleika útlendinga til að fjárfesta í Brimi. Útgerðarfélagið vill að beiðni þess efnis verði tekin fyrir á hluthafafundi Brims þann 12. desember næstkomandi og leggur sjálft til þrjár leiðir svo að fá megi útlendinga að borðinu - til að mynda að skrá Brim í norsku Kauphöllina. Í greinargerð með tillögu Útgerðarfélagsins, sem send var á Kauphöllina nú síðdegis, segir að í ljósi þess að Brim er sjávarútvegsfyrirtæki þá lúti það takmörkunum þegar kemur að fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þannig megi útlendingar ekki fjárfesta með beinum hætti í íslensku fyrirtæki sem stundar fiskveiðar eða vinnslu sjávarafurða.Skýringarmynd Brims.Aftur á móti sé útlendingum heimilt að eiga með óbeinum hætti eignarhlut í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki. Það geti þeir gert með því að eiga hlut í íslensku félagi - sem síðan á sjávarútvegsfyrirtæki. Hlutur útlendinga í slíku félagi má ekki vera meira en fjórðungur, eða 33 prósent eftir atvikum. Löggjafarvaldið telji skynsamlegt að heimila slíka óbeina fjárfestingu að mati Útgerðarfélagsins, sem vísar til greinargerðar með lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.„Að mati Útgerðarfélags Reykjavíkur er áhugi hjá erlendum aðilum að fjárfesta óbeint í sjávarútvegi á Íslandi. Slík viðskipti yrðu til hagsbóta fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og gætu aukið verulega getu þeirra til fjárfestinga, eflt rekstur og skapað aukin verðmæti,“ segir í greinargerð Útgerðarfélagsins og bætt við að viðskipti útlendinga með hlutabréf í félaginu yrðu eins og þegar Íslendingar versla með bréfin í Kauphöllinni: Gagnsæ. Af þessum sökum leggur útgerðarfélagið til að hluthafafundur Brims um miðjan desember feli stjórn félagsins að „kanna og eftir atvikum leggia til leiðir“ til að hleypa útlendingum að fjárfestingaborðinu. Stjórnin þurfi síðan að leggja fram tillögurnar á aðalfundi Brims á næsta ári. Útgerðarfélagið leggur sjálft til þrjár leiðir að þessu markmiði, sem stjórn Brims getur metið út frá hagkvæmni.Úr tillögu Útgerðarfélags Reykjavíkur fyrir hluthafafund Brims.
Sjávarútvegur Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira