Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. desember 2019 11:43 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. Líkt og greint var frá í gær lætur Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, af störfum um áramót. Frá 1. janúar til marsloka á næsta ári tekur hann að sér sérstaka ráðgjöf um löggæslumál fyrir dómsmálaráðherra. Að því loknu tekur við starfslokasamningur sem tryggir honum óskert laun til júníloka árið 2021. Mánaðarlaun ríkislögreglustjóra eru 1.750 þúsund krónur á mánuði og þar sem hann verður á fullum launum í átján mánuði nema launagreiðslur á tímabilinu ríflega 31 milljón króna. Við það bætist síðan orlof og biðlaun sem hann fer á í júlí 2021. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fordæmir starfslokagreiðslurnar sem hann segir óeðlilega háar. „Það er ótrúlegt að við séum með einhverja pólitíska forréttindastétt sem lýtur einhverjum allt öðrum lögmálum en venjulegt fólk. Við sem erum að starfa innan verkalýðshreyfingarinnar hljótum að gera þá kröfu að við séum með sömu leikreglur fyrir alla," segir Ragnar Þór.Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri.Vísir/VilhelmHaraldur fer á biðlaun frá 1. júlí 2021 til 31. desember sama ár. Um miðjan janúar 2022 fær hann síðan greitt orlof fyrir fyrrgreindan tíma en það jafngildir þriggja mánaða launum. „Þegar venjulegt fólk þarf að vinna út sinn uppsagnarfrest, það getur reyndar eftir svona langan starfsaldur fengið sex mánuði, en það er í undantekningartilvikum sem hann er borgaður út án vinnuframlags. Að verða síðan á sama tíma vitni af alls konar sérdílum og loforðum til þeirra sem standa sig vel í að verja þessa pólitísku elítu; að þeir fái þá annað hvort þægilegt starf hjá utanríkisþjónustu eða einhverja svona starfslokagreiðslu," segir Ragnar Þór. „Þetta er einfaldlega óþolandi og er ekki boðlegt lengur. Ég held að fólk sé algjörlega búið að fá upp í kok af þessu," segir Ragnar Þór. Kjaramál Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. 3. desember 2019 18:23 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. Líkt og greint var frá í gær lætur Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, af störfum um áramót. Frá 1. janúar til marsloka á næsta ári tekur hann að sér sérstaka ráðgjöf um löggæslumál fyrir dómsmálaráðherra. Að því loknu tekur við starfslokasamningur sem tryggir honum óskert laun til júníloka árið 2021. Mánaðarlaun ríkislögreglustjóra eru 1.750 þúsund krónur á mánuði og þar sem hann verður á fullum launum í átján mánuði nema launagreiðslur á tímabilinu ríflega 31 milljón króna. Við það bætist síðan orlof og biðlaun sem hann fer á í júlí 2021. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fordæmir starfslokagreiðslurnar sem hann segir óeðlilega háar. „Það er ótrúlegt að við séum með einhverja pólitíska forréttindastétt sem lýtur einhverjum allt öðrum lögmálum en venjulegt fólk. Við sem erum að starfa innan verkalýðshreyfingarinnar hljótum að gera þá kröfu að við séum með sömu leikreglur fyrir alla," segir Ragnar Þór.Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri.Vísir/VilhelmHaraldur fer á biðlaun frá 1. júlí 2021 til 31. desember sama ár. Um miðjan janúar 2022 fær hann síðan greitt orlof fyrir fyrrgreindan tíma en það jafngildir þriggja mánaða launum. „Þegar venjulegt fólk þarf að vinna út sinn uppsagnarfrest, það getur reyndar eftir svona langan starfsaldur fengið sex mánuði, en það er í undantekningartilvikum sem hann er borgaður út án vinnuframlags. Að verða síðan á sama tíma vitni af alls konar sérdílum og loforðum til þeirra sem standa sig vel í að verja þessa pólitísku elítu; að þeir fái þá annað hvort þægilegt starf hjá utanríkisþjónustu eða einhverja svona starfslokagreiðslu," segir Ragnar Þór. „Þetta er einfaldlega óþolandi og er ekki boðlegt lengur. Ég held að fólk sé algjörlega búið að fá upp í kok af þessu," segir Ragnar Þór.
Kjaramál Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. 3. desember 2019 18:23 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15
Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. 3. desember 2019 18:23
Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59