Fleiri grunnskólabörn tekin með fíkniefnið Spice Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. desember 2019 20:30 Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var tali Vísir/Jóhann K. Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Útbreiðsla fíkniefnisins Spice meðal grunnskólabarna er mikið áhyggjuefni og útbreiðslan mun meiri en áður hefur verið talið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið til rannsóknar og eru tilfellin orðin þó nokkuð mörg. Útbreiðslan nær til grunnskólabarna á öllu höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi. Neysla efnisins hefur hingað til verið þekkt meðal fanga í fangelsum en fréttastofan greindi frá því lok nóvember að fíkniefni Spice hafi fundist í rafrettum hjá tveimur grunnskólabörnum á höfuðborgarsvæðinu.Eru þetta mörg grunnskólabörn sem eru að neyta þessa efnis?„Þó nokkur,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Eru þetta bæði kyn grunnskólabarna sem eru í þessari neyslu?„Já,“ segir Leifur.Spice er talið afar hættulegt og segir að lögregla bregðast þurfi skjótt við til þess að hamla útbreiðslu. Fræða þurfi skólastjórnendur, barnavernd og forelda um efnið en auk þess upplýsa bráðadeildir og barnadeildir spítalana þar sem hætta er á að börn í krampa, vegna neyslu á Spice, komi á sjúkrastofnanir. „Þú veist ekkert hvaða efni þú ert að taka. Þetta er ekkert náttúrulegt á einn eða annan hátt. Þetta er selt sem THC vökvi eða álíka sem það er alls ekki. Þetta er miklu eitraðra efni og miklu hættulegri og erfiðari fylgikvillar,“ segir Leifur.Vitað er til þess að grunnskólabörn sem hafi neytt efnisins hafi kvartað undan vanlíðan. Erfitt getur reynst að greina efnið. Það sé nær lyktarlaust og geta aukaverkanir við neyslu þess verið aukinn hjartsláttur ofskynjanir, ofsóknaræði, kvíðaköst og árásargirni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kostar vökvaskammturinn um fimm þúsund krónur. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið en Leifur segir að lögregla fylgi eftir ábendingum um hverjir séu að selja efnið. „Við fáum alltaf einhverjar upplýsingar. Hvetjum fólk til þess að hafa samband í fíkniefnasímann og láta okkur vita ef það eru einhverjar upplýsingar og við skoðum það. Við erum að skoða ýmislegt,“ segir Leifur Gauti.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir á fíkniefnasímann þar sem hægt er að veita upplýsingar. Síminn er 800-5005 Fíkn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Útbreiðsla fíkniefnisins Spice meðal grunnskólabarna er mikið áhyggjuefni og útbreiðslan mun meiri en áður hefur verið talið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið til rannsóknar og eru tilfellin orðin þó nokkuð mörg. Útbreiðslan nær til grunnskólabarna á öllu höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi. Neysla efnisins hefur hingað til verið þekkt meðal fanga í fangelsum en fréttastofan greindi frá því lok nóvember að fíkniefni Spice hafi fundist í rafrettum hjá tveimur grunnskólabörnum á höfuðborgarsvæðinu.Eru þetta mörg grunnskólabörn sem eru að neyta þessa efnis?„Þó nokkur,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Eru þetta bæði kyn grunnskólabarna sem eru í þessari neyslu?„Já,“ segir Leifur.Spice er talið afar hættulegt og segir að lögregla bregðast þurfi skjótt við til þess að hamla útbreiðslu. Fræða þurfi skólastjórnendur, barnavernd og forelda um efnið en auk þess upplýsa bráðadeildir og barnadeildir spítalana þar sem hætta er á að börn í krampa, vegna neyslu á Spice, komi á sjúkrastofnanir. „Þú veist ekkert hvaða efni þú ert að taka. Þetta er ekkert náttúrulegt á einn eða annan hátt. Þetta er selt sem THC vökvi eða álíka sem það er alls ekki. Þetta er miklu eitraðra efni og miklu hættulegri og erfiðari fylgikvillar,“ segir Leifur.Vitað er til þess að grunnskólabörn sem hafi neytt efnisins hafi kvartað undan vanlíðan. Erfitt getur reynst að greina efnið. Það sé nær lyktarlaust og geta aukaverkanir við neyslu þess verið aukinn hjartsláttur ofskynjanir, ofsóknaræði, kvíðaköst og árásargirni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kostar vökvaskammturinn um fimm þúsund krónur. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið en Leifur segir að lögregla fylgi eftir ábendingum um hverjir séu að selja efnið. „Við fáum alltaf einhverjar upplýsingar. Hvetjum fólk til þess að hafa samband í fíkniefnasímann og láta okkur vita ef það eru einhverjar upplýsingar og við skoðum það. Við erum að skoða ýmislegt,“ segir Leifur Gauti.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir á fíkniefnasímann þar sem hægt er að veita upplýsingar. Síminn er 800-5005
Fíkn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30
Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15