Stjórn RÚV hefur ekkert breytt afstöðu sinni til birtingar lista yfir umsækjendur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. desember 2019 12:45 Kári Jónasson formaður stjórnar RÚV að stjórnin hefði ekkert breytt sinni afstöðu varðandi birtingu lista yfir umsækjendur. vísir/vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. Fréttastofa óskaði eftir lista umsækjenda um stöðuna til Ríkisútvarpsins en þeirri beiðni var hafnað af stjórn RÚV sem bar fyrir sig að ákvörðunin hefði verið tekin að vandlega athuguðu máli. Ráðgjafar í ráðningamálum hefðu mælt með því. Hagsmunir almennings væru hafðir í huga. Staðan var auglýst þann 15. nóvember og rann umsóknarfrestur út þann 2. desember. Þann dag var ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn til 9. desember. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjaði svo beiðni fréttastofu um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starfið á miðvikudaginn í síðustu viku. Í svari til fréttastofu um málið í morgun sagði Kári Jónasson formaður stjórnar RÚV að stjórnin hefði ekkert breytt sinni afstöðu varðandi birtingu lista yfir umsækjendur. Málin skýrist væntanlega síðar í vikunni þegar umsóknarfrestur rennur út og þangað til segir stjórnin ekkert. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þrátt fyrir synjun úrskurðarnefndarinnar eigi stjórn RÚV að birta listann. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þrátt fyrir synjun úrskurðarnefndarinnar eigi stjórn RÚV að birta listann. „RÚV er í þeirri stöðu að kalla mjög oft eftir upplýsingum frá stofnunum og aðilum á grundvelli gagnsæis og kröfunnar um upplýsingarétt almennings og þess háttar og af þeim sökum hefði ég talið að stjórn RÚV hefði átt birta þennan lista eins og hefur verið gert áður þegar staða útvarpsstjóra hefur verið laus til umsóknar,“ segir Birgir. Hann telur að þessi sjónarmið vegi þyngra en skýringar stjórnar RÚV á ákvörðun sinni. „Ég held að við vegum þessi sjónarmið saman annars vegar spurningarinnar um gagnsæi í þessu sambandi vegna sérstaks eðlis og hlutverks RÚV og hins vegar sjónarmið stjórnarinnarinnar hefði í mínum huga verið eðlilegra að hafa þetta opið,“ segir Birgir. Fleiri í Sjálfstæðisflokknum hafa tekið undir þessi sjónarmið en Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV vegna málsins í ræðu sinni á Alþingi í síðustu viku og sagðist ekki treysta henni. Þá velti hann fyrir sér hvort stjórnin ætti að víkja vegna málsins. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. Fréttastofa óskaði eftir lista umsækjenda um stöðuna til Ríkisútvarpsins en þeirri beiðni var hafnað af stjórn RÚV sem bar fyrir sig að ákvörðunin hefði verið tekin að vandlega athuguðu máli. Ráðgjafar í ráðningamálum hefðu mælt með því. Hagsmunir almennings væru hafðir í huga. Staðan var auglýst þann 15. nóvember og rann umsóknarfrestur út þann 2. desember. Þann dag var ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn til 9. desember. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjaði svo beiðni fréttastofu um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starfið á miðvikudaginn í síðustu viku. Í svari til fréttastofu um málið í morgun sagði Kári Jónasson formaður stjórnar RÚV að stjórnin hefði ekkert breytt sinni afstöðu varðandi birtingu lista yfir umsækjendur. Málin skýrist væntanlega síðar í vikunni þegar umsóknarfrestur rennur út og þangað til segir stjórnin ekkert. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þrátt fyrir synjun úrskurðarnefndarinnar eigi stjórn RÚV að birta listann. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þrátt fyrir synjun úrskurðarnefndarinnar eigi stjórn RÚV að birta listann. „RÚV er í þeirri stöðu að kalla mjög oft eftir upplýsingum frá stofnunum og aðilum á grundvelli gagnsæis og kröfunnar um upplýsingarétt almennings og þess háttar og af þeim sökum hefði ég talið að stjórn RÚV hefði átt birta þennan lista eins og hefur verið gert áður þegar staða útvarpsstjóra hefur verið laus til umsóknar,“ segir Birgir. Hann telur að þessi sjónarmið vegi þyngra en skýringar stjórnar RÚV á ákvörðun sinni. „Ég held að við vegum þessi sjónarmið saman annars vegar spurningarinnar um gagnsæi í þessu sambandi vegna sérstaks eðlis og hlutverks RÚV og hins vegar sjónarmið stjórnarinnarinnar hefði í mínum huga verið eðlilegra að hafa þetta opið,“ segir Birgir. Fleiri í Sjálfstæðisflokknum hafa tekið undir þessi sjónarmið en Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV vegna málsins í ræðu sinni á Alþingi í síðustu viku og sagðist ekki treysta henni. Þá velti hann fyrir sér hvort stjórnin ætti að víkja vegna málsins.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira