Öllu Ameríkuflugi aflýst á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2019 17:22 Icelandair hefur aflýst öllu flugi sínu eftir hádegi á morgun samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. Vísir/vilhelm Öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis á morgun hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. Flugi Icelandair til Kaupmannahafnar klukkan 14 hefur einnig verið aflýst sem og flugi félagsins til London Heathrow klukkan 16:15. Þá hefur öllum komum Icelandair á Keflavíkurflugvelli milli klukkan 14:05 og 16:00 verið aflýst sem og komum frá Kaupmannahöfn og London Heathrow um kvöldið. Önnur flug til og frá Keflavíkurflugvelli er á áætlun. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að ákvarðanir um að fella niður flug vegna veðurs sé alfarið í höndum flugrekenda en Isavia hafi það hlutverk að veita flugrekendum bestu mögulegu upplýsingar hverju sinni um aðstæður og veður á vellinum. Eins og fréttastofa hefur fjallað um í dag er miklu aftakaveðri spáð á landinu á morgun þar sem appelsínugular viðvaranir eru í gildi á nánast öllu landinu frá morgni og fram á miðvikudag. Fréttatilkynning frá Icelandair raskana á flugi þriðjudaginn 10. desember Vegna yfirvofandi óveðurs á morgun hefur verið gripið til fyrirbyggjandi aðgerða hjá Icelandair en gert er ráð fyrir að raskanir á flugi muni hafa áhrif á yfir 4000 farþega. Búið er að upplýsa alla farþega um röskunina og unnið er að endurbókun. Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með “umsjón með bókun” á heimasíðu Icelandair. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir og þar geta farþegar jafnframt uppfært netföng og símanúmer þannig að hægt sé að koma skilaboðum til þeirra hratt og örugglega.Sjá hér fyrir neðan fréttatilkynningu frá Icelandair vegna morgundagsins:Flug til og frá Evrópu Gert er ráð fyrir að allt flug til Evrópu verði á áætlun í fyrramálið. Hins vegar hefur öllu flugi frá Evrópu til Íslands á morgun verið seinkað og búið er að setja upp ný flug fyrir viðkomandi farþega. Gert er ráð fyrir að brottför þeirra frá Evrópu verði við fyrsta tækifæri á miðvikudagsmorgun. Tengifarþegar sem eru á leið frá Evrópu til Norður Ameríku verða endurbókað með öðrum flugfélögum.Öllum brottförum frá Keflavík seinnipartinn aflýst Þá hefur öllu flugi til Evrópu og Bandaríkjanna frá Keflavík seinnipartinn á morgun verið aflýst. Icelandair hefur þegar haft samband við farþega vegna endurbókunar en 170 farþegar þáðu boð um að flýta brottför til dagsins í dag. Þrátt fyrir það verða um erlendir 520 farþegar sem eiga flug til Evrópu og Bandaríkjanna seinnipartinn á morgun áfram hér á Íslandi og mun Icelandair útvega þeim hótelgistingu. Þar að auki er verið að vinna í því að endurbóka tengifarþega sem eiga bókað frá Bandaríkjunum til Evrópu á morgun með öðrum flugfélögum. Miðað við núverandi veðurspá, er vonast til að flug verði að mestu leyti á áætlun frá Keflavík á miðvikudagsmorgun en þó ert gert ráð fyrir einhverjum seinkunum, t.d. til Manchester og Osló.Fréttin var uppfærð kl. 17:54 með tilkynningu Icelandair. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis á morgun hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. Flugi Icelandair til Kaupmannahafnar klukkan 14 hefur einnig verið aflýst sem og flugi félagsins til London Heathrow klukkan 16:15. Þá hefur öllum komum Icelandair á Keflavíkurflugvelli milli klukkan 14:05 og 16:00 verið aflýst sem og komum frá Kaupmannahöfn og London Heathrow um kvöldið. Önnur flug til og frá Keflavíkurflugvelli er á áætlun. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að ákvarðanir um að fella niður flug vegna veðurs sé alfarið í höndum flugrekenda en Isavia hafi það hlutverk að veita flugrekendum bestu mögulegu upplýsingar hverju sinni um aðstæður og veður á vellinum. Eins og fréttastofa hefur fjallað um í dag er miklu aftakaveðri spáð á landinu á morgun þar sem appelsínugular viðvaranir eru í gildi á nánast öllu landinu frá morgni og fram á miðvikudag. Fréttatilkynning frá Icelandair raskana á flugi þriðjudaginn 10. desember Vegna yfirvofandi óveðurs á morgun hefur verið gripið til fyrirbyggjandi aðgerða hjá Icelandair en gert er ráð fyrir að raskanir á flugi muni hafa áhrif á yfir 4000 farþega. Búið er að upplýsa alla farþega um röskunina og unnið er að endurbókun. Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með “umsjón með bókun” á heimasíðu Icelandair. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir og þar geta farþegar jafnframt uppfært netföng og símanúmer þannig að hægt sé að koma skilaboðum til þeirra hratt og örugglega.Sjá hér fyrir neðan fréttatilkynningu frá Icelandair vegna morgundagsins:Flug til og frá Evrópu Gert er ráð fyrir að allt flug til Evrópu verði á áætlun í fyrramálið. Hins vegar hefur öllu flugi frá Evrópu til Íslands á morgun verið seinkað og búið er að setja upp ný flug fyrir viðkomandi farþega. Gert er ráð fyrir að brottför þeirra frá Evrópu verði við fyrsta tækifæri á miðvikudagsmorgun. Tengifarþegar sem eru á leið frá Evrópu til Norður Ameríku verða endurbókað með öðrum flugfélögum.Öllum brottförum frá Keflavík seinnipartinn aflýst Þá hefur öllu flugi til Evrópu og Bandaríkjanna frá Keflavík seinnipartinn á morgun verið aflýst. Icelandair hefur þegar haft samband við farþega vegna endurbókunar en 170 farþegar þáðu boð um að flýta brottför til dagsins í dag. Þrátt fyrir það verða um erlendir 520 farþegar sem eiga flug til Evrópu og Bandaríkjanna seinnipartinn á morgun áfram hér á Íslandi og mun Icelandair útvega þeim hótelgistingu. Þar að auki er verið að vinna í því að endurbóka tengifarþega sem eiga bókað frá Bandaríkjunum til Evrópu á morgun með öðrum flugfélögum. Miðað við núverandi veðurspá, er vonast til að flug verði að mestu leyti á áætlun frá Keflavík á miðvikudagsmorgun en þó ert gert ráð fyrir einhverjum seinkunum, t.d. til Manchester og Osló.Fréttin var uppfærð kl. 17:54 með tilkynningu Icelandair.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira