Elín Hirst sækir um stöðu útvarpsstjóra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2019 20:02 Umsóknarfrestur um stöðu útvarpsstjóra rennur út á miðnætti. Elín Hirst er ein umsækjenda. vísir/vilhelm Elín Hirst, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi fréttstjóri sjónvarps á RÚV, hefur sótt um stöðu útvarpsstjóra. Elín greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti.Greint var frá því í dag að þær Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, blaðamaður og leikkona, og Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi þingmaður og leikstjóri, hefðu sótt um stöðuna. Þá gerði Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla hjá RÚV, ráð fyrir að sækja um en Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, hyggst ekki sækja um sem útvarpsstjóri. Elín Hirst var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi á árunum 2013 til 2016. Hún býr að mikilli reynslu úr fjölmiðlum en samkvæmt æviágripi hennar á vef Alþingis hóf hún störf sem blaðamaður á DV árið 1984. Hún starfaði svo frá árinu 1986 á fréttastofu Stöðvar 2 og var meðal annars fréttastjóri á árunum 1994 til 1996. Árið 1998 færði hún sig yfir á RÚV og var þá fréttamaður í sjónvarpi. Hún var fréttaþulur á RÚV frá 1998 til 2010 og fréttastjóri sjónvarpsins frá 2002 til 2008. Frá 2008 til 2010 starfaði hún svo sem dagskrárgerðarmaður hjá stofnuninni. Þá var hún einn af hugmyndasmiðum þáttanna Hvað höfum við gert? og sat í ritstjórn þáttanna sem sýndir voru á RÚV fyrr á árinu. Þeir fjölluðu um loftslagsmál og vöktu mikla athygli. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Stjórn RÚV hefur ekkert breytt afstöðu sinni til birtingar lista yfir umsækjendur Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. 8. desember 2019 12:45 Svanhildur sækir ekki um stöðu útvarpsstjóra Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ætlar ekki að sækja um starf útvarpsstjóra þrátt fyrir mikla hvatningu. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti en hann var lengdur um viku af stjórn Ríkisútvarpsins án skýringa í síðustu viku. 9. desember 2019 15:21 Þrjár konur búnar að sækja um og einn karl gerir ráð fyrir umsókn Þrjár konur hafa staðfest við fréttastofu að hafa sent inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra. Einn í viðbót sem svaraði í morgun gerir ráð fyrir að senda inn umsókn í dag en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti. 9. desember 2019 14:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Elín Hirst, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi fréttstjóri sjónvarps á RÚV, hefur sótt um stöðu útvarpsstjóra. Elín greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti.Greint var frá því í dag að þær Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, blaðamaður og leikkona, og Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi þingmaður og leikstjóri, hefðu sótt um stöðuna. Þá gerði Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla hjá RÚV, ráð fyrir að sækja um en Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, hyggst ekki sækja um sem útvarpsstjóri. Elín Hirst var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi á árunum 2013 til 2016. Hún býr að mikilli reynslu úr fjölmiðlum en samkvæmt æviágripi hennar á vef Alþingis hóf hún störf sem blaðamaður á DV árið 1984. Hún starfaði svo frá árinu 1986 á fréttastofu Stöðvar 2 og var meðal annars fréttastjóri á árunum 1994 til 1996. Árið 1998 færði hún sig yfir á RÚV og var þá fréttamaður í sjónvarpi. Hún var fréttaþulur á RÚV frá 1998 til 2010 og fréttastjóri sjónvarpsins frá 2002 til 2008. Frá 2008 til 2010 starfaði hún svo sem dagskrárgerðarmaður hjá stofnuninni. Þá var hún einn af hugmyndasmiðum þáttanna Hvað höfum við gert? og sat í ritstjórn þáttanna sem sýndir voru á RÚV fyrr á árinu. Þeir fjölluðu um loftslagsmál og vöktu mikla athygli.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Stjórn RÚV hefur ekkert breytt afstöðu sinni til birtingar lista yfir umsækjendur Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. 8. desember 2019 12:45 Svanhildur sækir ekki um stöðu útvarpsstjóra Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ætlar ekki að sækja um starf útvarpsstjóra þrátt fyrir mikla hvatningu. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti en hann var lengdur um viku af stjórn Ríkisútvarpsins án skýringa í síðustu viku. 9. desember 2019 15:21 Þrjár konur búnar að sækja um og einn karl gerir ráð fyrir umsókn Þrjár konur hafa staðfest við fréttastofu að hafa sent inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra. Einn í viðbót sem svaraði í morgun gerir ráð fyrir að senda inn umsókn í dag en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti. 9. desember 2019 14:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Stjórn RÚV hefur ekkert breytt afstöðu sinni til birtingar lista yfir umsækjendur Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. 8. desember 2019 12:45
Svanhildur sækir ekki um stöðu útvarpsstjóra Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ætlar ekki að sækja um starf útvarpsstjóra þrátt fyrir mikla hvatningu. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti en hann var lengdur um viku af stjórn Ríkisútvarpsins án skýringa í síðustu viku. 9. desember 2019 15:21
Þrjár konur búnar að sækja um og einn karl gerir ráð fyrir umsókn Þrjár konur hafa staðfest við fréttastofu að hafa sent inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra. Einn í viðbót sem svaraði í morgun gerir ráð fyrir að senda inn umsókn í dag en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti. 9. desember 2019 14:00