Rannsókn FBI á tengslum Trumps og Rússlands ekki pólitískt hlutdræg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. desember 2019 23:07 Rannsóknarskýrsla eftirlitsnefndar Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á rannsókn FBI á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands. AP Photo/Jon Elswick Eftirlitsnefnd Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands hafi ekki stjórnast af pólitískri hlutdrægni. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur haldið því fram að Alríkislögreglan hafi verið á nornaveiðum þegar hún hóf rannsókn á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands. Skýrsla eftirlitsnefndarinnar var gefin út í dag og er öllum ásökunum Trumps og stuðningsmanna hans um hlutdrægni hafnað. Þrátt fyrir það var greint frá því í skýrslunni að ekki hafi verið staðið nógu vel að rannsókninni og að ekki hafi verið gætt nógu vel að valdbraut innan stofnunarinnar hafi verið virt. Talið er líklegt að þessir vankantar verði notaðir af Repúblikönum sem styðja Trump í rannsókn fulltrúadeildarinnar á því hvort Trump hafi brotið af sér í starfi. Þá kemur fram í skýrslunni að 17 brot hafi verið framin af FBI þegar sótt var um eftirlitsheimild hjá FISA dómstólnum til að fylgjast með samskiptum Carter Page, sem var ráðgjafi Trumps í framboðinu. Page hefur bæði búið og starfað í Rússlandi. Þá hafi lögmaðurinn sem fór með umsjón rannsóknarinnar falsað tölvupóst frá leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, í umsóknarferlinu, FBI starfsmenn hafi haldið upplýsingum leyndum í umsóknarferlinu og margt fleira. Þrátt fyrir þetta kemur fram í skýrslunni að ekkert benti til þess að nokkur pólitísk hlutdrægni eða að rannsókninni hafi verið hrint af stað á röngum forsendum. Þá hafi mistök Alríkislögreglunnar ekki veið gerð af ásettu ráði. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Bein útsending: Lögmenn fara yfir rannsóknina gegn Trump Mikilvægur fundur verður hjá dómsmálanefnd Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Verið er að opna nýjan kafla í rannsókn þingsins á því hvort Donald Trump, forseti, hafi brotið af sér í starfi. 9. desember 2019 14:07 Ætla að ákæra Trump fyrir embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði um að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. 5. desember 2019 18:00 Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Sjá meira
Eftirlitsnefnd Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands hafi ekki stjórnast af pólitískri hlutdrægni. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur haldið því fram að Alríkislögreglan hafi verið á nornaveiðum þegar hún hóf rannsókn á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands. Skýrsla eftirlitsnefndarinnar var gefin út í dag og er öllum ásökunum Trumps og stuðningsmanna hans um hlutdrægni hafnað. Þrátt fyrir það var greint frá því í skýrslunni að ekki hafi verið staðið nógu vel að rannsókninni og að ekki hafi verið gætt nógu vel að valdbraut innan stofnunarinnar hafi verið virt. Talið er líklegt að þessir vankantar verði notaðir af Repúblikönum sem styðja Trump í rannsókn fulltrúadeildarinnar á því hvort Trump hafi brotið af sér í starfi. Þá kemur fram í skýrslunni að 17 brot hafi verið framin af FBI þegar sótt var um eftirlitsheimild hjá FISA dómstólnum til að fylgjast með samskiptum Carter Page, sem var ráðgjafi Trumps í framboðinu. Page hefur bæði búið og starfað í Rússlandi. Þá hafi lögmaðurinn sem fór með umsjón rannsóknarinnar falsað tölvupóst frá leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, í umsóknarferlinu, FBI starfsmenn hafi haldið upplýsingum leyndum í umsóknarferlinu og margt fleira. Þrátt fyrir þetta kemur fram í skýrslunni að ekkert benti til þess að nokkur pólitísk hlutdrægni eða að rannsókninni hafi verið hrint af stað á röngum forsendum. Þá hafi mistök Alríkislögreglunnar ekki veið gerð af ásettu ráði.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Bein útsending: Lögmenn fara yfir rannsóknina gegn Trump Mikilvægur fundur verður hjá dómsmálanefnd Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Verið er að opna nýjan kafla í rannsókn þingsins á því hvort Donald Trump, forseti, hafi brotið af sér í starfi. 9. desember 2019 14:07 Ætla að ákæra Trump fyrir embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði um að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. 5. desember 2019 18:00 Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Sjá meira
Bein útsending: Lögmenn fara yfir rannsóknina gegn Trump Mikilvægur fundur verður hjá dómsmálanefnd Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Verið er að opna nýjan kafla í rannsókn þingsins á því hvort Donald Trump, forseti, hafi brotið af sér í starfi. 9. desember 2019 14:07
Ætla að ákæra Trump fyrir embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði um að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. 5. desember 2019 18:00
Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30