Útivistardóms krafist á Løvland í LA Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. nóvember 2019 06:00 Jóhann Helgason. Fréttablaðið/Anton Brink Hvorki Rolf Løvland né textasmiðurinn Brendan Graham hafa brugðist við stefnu Jóhanns Helgasonar fyrir dómstóli í Los Angeles vegna meints lagastuldar. Lögmaður Jóhanns krefst þess að dæmd verði útivist í málinu. Með útivistardómi myndi meðferð málsins halda áfram án þess að fyrir liggi vörn af hálfu Løvlands og Grahams. Jóhann Helgason segir það koma sér dálítið á óvart að Løvland hafi ekki brugðist við stefnunni. Það sé varla vegna kostnaðar. „Maður hefði haldið að hann væri ekki uppiskroppa fjárhagslega,“ segir Jóhann og vísar þá til þess að You Raise Me Up hefur verið sagt eitt tekjuhæsta lag allra tíma. Lagið telur Jóhann vera stuld á lagin Söknuði.Dómstólinn í miðborg Los Angeles þar sem Jóhann Helgason rekur höfundarréttarmál . Mynd/Google EarthMinnt er á í kröfu lögmanns Jóhanns að eftir að Løvland hafi í tvígang neitað að taka við stefnu í málinu hafi honum loks verið stefnt í samræmi við Haag-sáttmálann 21. ágúst síðastliðinn, Graham hafi verið stefnt 8. apríl. Þeim báðum hafi því verið löglega stefnt. „Ég tel að það sé af ásetningi að þeir hafa hvorki svarað né brugðist á annan hátt við stefnunni,“ segir í kröfunni. Þótt orðið verði við kröfunni um útivistardóm mun málarekstur Jóhanns gegn tónlistarfyrirtækjum vestra halda áfram enda hafa lögmenn þeirra látið til sín taka. Búist er við því að dómarinn í Los Angeles úrskurði um kröfu þeirra um að máli Jóhanns verði vísað frá 6. desember næstkomandi. „Ef maður tekur allt með í reikninginn; forsöguna, greinargerðir og tónlistarmöt, þá kæmi mér á óvart ef dómarinn samþykkti þeirra málstað. En það er þessi prósenta sem viðkemur dómaranum sem er alltaf óvissuþáttur,“ segir Jóhann. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03 Hafna málatilbúnaði tónfræðings Jóhanns Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í málinu um lagið Söknuð segja mikla galla á málatilbúnaði tónlistarfræðings sem vann álitsgerð fyrir Jóhann. Þeir krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi í Los Angeles. 31. október 2019 06:05 Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. 18. september 2019 06:30 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Sjá meira
Hvorki Rolf Løvland né textasmiðurinn Brendan Graham hafa brugðist við stefnu Jóhanns Helgasonar fyrir dómstóli í Los Angeles vegna meints lagastuldar. Lögmaður Jóhanns krefst þess að dæmd verði útivist í málinu. Með útivistardómi myndi meðferð málsins halda áfram án þess að fyrir liggi vörn af hálfu Løvlands og Grahams. Jóhann Helgason segir það koma sér dálítið á óvart að Løvland hafi ekki brugðist við stefnunni. Það sé varla vegna kostnaðar. „Maður hefði haldið að hann væri ekki uppiskroppa fjárhagslega,“ segir Jóhann og vísar þá til þess að You Raise Me Up hefur verið sagt eitt tekjuhæsta lag allra tíma. Lagið telur Jóhann vera stuld á lagin Söknuði.Dómstólinn í miðborg Los Angeles þar sem Jóhann Helgason rekur höfundarréttarmál . Mynd/Google EarthMinnt er á í kröfu lögmanns Jóhanns að eftir að Løvland hafi í tvígang neitað að taka við stefnu í málinu hafi honum loks verið stefnt í samræmi við Haag-sáttmálann 21. ágúst síðastliðinn, Graham hafi verið stefnt 8. apríl. Þeim báðum hafi því verið löglega stefnt. „Ég tel að það sé af ásetningi að þeir hafa hvorki svarað né brugðist á annan hátt við stefnunni,“ segir í kröfunni. Þótt orðið verði við kröfunni um útivistardóm mun málarekstur Jóhanns gegn tónlistarfyrirtækjum vestra halda áfram enda hafa lögmenn þeirra látið til sín taka. Búist er við því að dómarinn í Los Angeles úrskurði um kröfu þeirra um að máli Jóhanns verði vísað frá 6. desember næstkomandi. „Ef maður tekur allt með í reikninginn; forsöguna, greinargerðir og tónlistarmöt, þá kæmi mér á óvart ef dómarinn samþykkti þeirra málstað. En það er þessi prósenta sem viðkemur dómaranum sem er alltaf óvissuþáttur,“ segir Jóhann.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03 Hafna málatilbúnaði tónfræðings Jóhanns Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í málinu um lagið Söknuð segja mikla galla á málatilbúnaði tónlistarfræðings sem vann álitsgerð fyrir Jóhann. Þeir krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi í Los Angeles. 31. október 2019 06:05 Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. 18. september 2019 06:30 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Sjá meira
Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03
Hafna málatilbúnaði tónfræðings Jóhanns Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í málinu um lagið Söknuð segja mikla galla á málatilbúnaði tónlistarfræðings sem vann álitsgerð fyrir Jóhann. Þeir krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi í Los Angeles. 31. október 2019 06:05
Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. 18. september 2019 06:30