Þriðjungur dómara settur tímabundið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. nóvember 2019 06:45 Lögum samkvæmt á Landsréttur að hafa aðsetur í Reykjavík en dómstólnum var tímabundið komið fyrir í Kópavogi með sérstakri heimild í bráðabirgðaákvæði í dómstólalögum sem gildir til 1. janúar 2022. Fréttablaðið/ERNIR Dómstólasýslan hefur fallist á beiðni þeirra fjögurra dómara sem dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í Landsréttarmálinu tekur til, um launað leyfi til 1. júlí næstkomandi. Dómararnir fjórir hafa ekki dæmt mál frá því dómur MDE var kveðinn upp í mars síðastliðnum. Um skeið sinntu því aðeins ellefu dómarar dómstörfum með þeim afleiðingum að mál tóku að safnast upp við réttinn. Auk dómaranna fjögurra er einn dómari við réttinn í námsleyfi til 1. mars á næsta ári. Tveir dómarar óskuðu í september eftir launuðu leyfi til áramóta og voru þá settir þrír dómarar við réttinn tímabundið. Setning tveggja þeirra rennur út um áramót en þess þriðja í lok febrúar á næsta ári. Þar eð samþykkt hefur verið að veita dómurunum fjórum leyfi í sex mánuði frá áramótum er unnt að setja fjóra dómara við réttinn þann tíma, án auglýsingar. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, staðfestir í svari til Fréttablaðsins að slíkri ósk hafi þegar verið komið á framfæri við dómsmálaráðuneytið. Þetta þýðir að fjórir af fimmtán starfandi dómurum við réttinn eru ekki skipaðir á grundvelli opins skipunarferlis sem hefur það markmið meðal annars að tryggja sjálfstæði dómsvaldsins. Stöðurnar eru ekki auglýstar og hæfnisnefnd mun því ekki skila áliti um þá sem hæfastir eru. Á grundvelli 26. gr. dómstólalaga mun ráðherra hins vegar setja í hin tímabundnu embætti á grundvelli tillögu hæfisnefndar. Í ákvæðinu er mælt fyrir um að settir dómarar skuli koma úr röðum fyrrverandi dómara. Sé það ekki mögulegt þá úr röðum annarra sem fullnægja skilyrðum til að hljóta skipun í embætti landsréttardómara. Dómararnir fjórir sem settir verða búa hins vegar við allt önnur starfskjör en skipaðir dómarar enda aðeins með tímabundna ráðningu við réttinn. Reglur um skipun og starfskjör dómara eru mikilvægur þáttur fyrir sjálfstæði dómsvaldsins. Reglu um æviráðningu dómara er ætlað að tryggja að dómari þurfi ekki að óttast starfsmissi eða önnur óþægindi vegna dóma sem þeir kveða upp og gætu farið gegn vilja valdhafa eða áhrifaafla í samfélaginu. Stjórn Dómstólasýslunnar hefur ítrekað lagt til við ráðherra að skipuðum dómurum verði fjölgað við Landsrétt með lagabreytingu til að bregðast við vanda Landsréttar vegna dóms MDE. Dómurum verði svo fjölgað aftur með sólarlagsákvæði í lögunum. Lagði stjórn Dómstólasýslunnar þessa leið til við ráðherra eftir að dómur MDE var kveðinn upp í mars og aftur eftir að yfirdeild réttarins samþykkti að taka málið til endurskoðunar. Við það tækifæri sagði Benedikt Bogason, formaður Dómstólasýslunnar, að tillagan væri gerð með hliðsjón af grundvallarreglu réttarríkisins um sjálfstæði dómsvaldsins og mikilvægi þess að dómarar njóti sjálfstæðis í störfum sínum. „Við teljum mjög óheppilegt að stór hluti dómara við Landsrétt eða allt að þriðjungur sitji í réttinum með tímabundna setningu,“ sagði Benedikt í samtali við Fréttablaðið 11. september síðastliðinn. Ef frumvarp um tillögu Dómstólasýslunnar hefði verið lagt fram strax á síðasta vorþingi eða jafnvel fyrr í haust hefði verið unnt að skipa fleiri dómara nú fyrir áramót. Slíkt frumvarp hefur ekki verið lagt fram enn. En jafnvel þótt frumvarpið yrði lagt fram strax í dag og því hraðað gegnum þingið er ljóst að ekki myndi gefast tími til að auglýsa embættin né gefa hæfisnefnd tíma til að leggja mat á umsækjendur áður en skipa þyrfti í embættin um áramót. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Dómstólasýslan hefur fallist á beiðni þeirra fjögurra dómara sem dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í Landsréttarmálinu tekur til, um launað leyfi til 1. júlí næstkomandi. Dómararnir fjórir hafa ekki dæmt mál frá því dómur MDE var kveðinn upp í mars síðastliðnum. Um skeið sinntu því aðeins ellefu dómarar dómstörfum með þeim afleiðingum að mál tóku að safnast upp við réttinn. Auk dómaranna fjögurra er einn dómari við réttinn í námsleyfi til 1. mars á næsta ári. Tveir dómarar óskuðu í september eftir launuðu leyfi til áramóta og voru þá settir þrír dómarar við réttinn tímabundið. Setning tveggja þeirra rennur út um áramót en þess þriðja í lok febrúar á næsta ári. Þar eð samþykkt hefur verið að veita dómurunum fjórum leyfi í sex mánuði frá áramótum er unnt að setja fjóra dómara við réttinn þann tíma, án auglýsingar. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, staðfestir í svari til Fréttablaðsins að slíkri ósk hafi þegar verið komið á framfæri við dómsmálaráðuneytið. Þetta þýðir að fjórir af fimmtán starfandi dómurum við réttinn eru ekki skipaðir á grundvelli opins skipunarferlis sem hefur það markmið meðal annars að tryggja sjálfstæði dómsvaldsins. Stöðurnar eru ekki auglýstar og hæfnisnefnd mun því ekki skila áliti um þá sem hæfastir eru. Á grundvelli 26. gr. dómstólalaga mun ráðherra hins vegar setja í hin tímabundnu embætti á grundvelli tillögu hæfisnefndar. Í ákvæðinu er mælt fyrir um að settir dómarar skuli koma úr röðum fyrrverandi dómara. Sé það ekki mögulegt þá úr röðum annarra sem fullnægja skilyrðum til að hljóta skipun í embætti landsréttardómara. Dómararnir fjórir sem settir verða búa hins vegar við allt önnur starfskjör en skipaðir dómarar enda aðeins með tímabundna ráðningu við réttinn. Reglur um skipun og starfskjör dómara eru mikilvægur þáttur fyrir sjálfstæði dómsvaldsins. Reglu um æviráðningu dómara er ætlað að tryggja að dómari þurfi ekki að óttast starfsmissi eða önnur óþægindi vegna dóma sem þeir kveða upp og gætu farið gegn vilja valdhafa eða áhrifaafla í samfélaginu. Stjórn Dómstólasýslunnar hefur ítrekað lagt til við ráðherra að skipuðum dómurum verði fjölgað við Landsrétt með lagabreytingu til að bregðast við vanda Landsréttar vegna dóms MDE. Dómurum verði svo fjölgað aftur með sólarlagsákvæði í lögunum. Lagði stjórn Dómstólasýslunnar þessa leið til við ráðherra eftir að dómur MDE var kveðinn upp í mars og aftur eftir að yfirdeild réttarins samþykkti að taka málið til endurskoðunar. Við það tækifæri sagði Benedikt Bogason, formaður Dómstólasýslunnar, að tillagan væri gerð með hliðsjón af grundvallarreglu réttarríkisins um sjálfstæði dómsvaldsins og mikilvægi þess að dómarar njóti sjálfstæðis í störfum sínum. „Við teljum mjög óheppilegt að stór hluti dómara við Landsrétt eða allt að þriðjungur sitji í réttinum með tímabundna setningu,“ sagði Benedikt í samtali við Fréttablaðið 11. september síðastliðinn. Ef frumvarp um tillögu Dómstólasýslunnar hefði verið lagt fram strax á síðasta vorþingi eða jafnvel fyrr í haust hefði verið unnt að skipa fleiri dómara nú fyrir áramót. Slíkt frumvarp hefur ekki verið lagt fram enn. En jafnvel þótt frumvarpið yrði lagt fram strax í dag og því hraðað gegnum þingið er ljóst að ekki myndi gefast tími til að auglýsa embættin né gefa hæfisnefnd tíma til að leggja mat á umsækjendur áður en skipa þyrfti í embættin um áramót.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira