Þriðjungur dómara settur tímabundið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. nóvember 2019 06:45 Lögum samkvæmt á Landsréttur að hafa aðsetur í Reykjavík en dómstólnum var tímabundið komið fyrir í Kópavogi með sérstakri heimild í bráðabirgðaákvæði í dómstólalögum sem gildir til 1. janúar 2022. Fréttablaðið/ERNIR Dómstólasýslan hefur fallist á beiðni þeirra fjögurra dómara sem dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í Landsréttarmálinu tekur til, um launað leyfi til 1. júlí næstkomandi. Dómararnir fjórir hafa ekki dæmt mál frá því dómur MDE var kveðinn upp í mars síðastliðnum. Um skeið sinntu því aðeins ellefu dómarar dómstörfum með þeim afleiðingum að mál tóku að safnast upp við réttinn. Auk dómaranna fjögurra er einn dómari við réttinn í námsleyfi til 1. mars á næsta ári. Tveir dómarar óskuðu í september eftir launuðu leyfi til áramóta og voru þá settir þrír dómarar við réttinn tímabundið. Setning tveggja þeirra rennur út um áramót en þess þriðja í lok febrúar á næsta ári. Þar eð samþykkt hefur verið að veita dómurunum fjórum leyfi í sex mánuði frá áramótum er unnt að setja fjóra dómara við réttinn þann tíma, án auglýsingar. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, staðfestir í svari til Fréttablaðsins að slíkri ósk hafi þegar verið komið á framfæri við dómsmálaráðuneytið. Þetta þýðir að fjórir af fimmtán starfandi dómurum við réttinn eru ekki skipaðir á grundvelli opins skipunarferlis sem hefur það markmið meðal annars að tryggja sjálfstæði dómsvaldsins. Stöðurnar eru ekki auglýstar og hæfnisnefnd mun því ekki skila áliti um þá sem hæfastir eru. Á grundvelli 26. gr. dómstólalaga mun ráðherra hins vegar setja í hin tímabundnu embætti á grundvelli tillögu hæfisnefndar. Í ákvæðinu er mælt fyrir um að settir dómarar skuli koma úr röðum fyrrverandi dómara. Sé það ekki mögulegt þá úr röðum annarra sem fullnægja skilyrðum til að hljóta skipun í embætti landsréttardómara. Dómararnir fjórir sem settir verða búa hins vegar við allt önnur starfskjör en skipaðir dómarar enda aðeins með tímabundna ráðningu við réttinn. Reglur um skipun og starfskjör dómara eru mikilvægur þáttur fyrir sjálfstæði dómsvaldsins. Reglu um æviráðningu dómara er ætlað að tryggja að dómari þurfi ekki að óttast starfsmissi eða önnur óþægindi vegna dóma sem þeir kveða upp og gætu farið gegn vilja valdhafa eða áhrifaafla í samfélaginu. Stjórn Dómstólasýslunnar hefur ítrekað lagt til við ráðherra að skipuðum dómurum verði fjölgað við Landsrétt með lagabreytingu til að bregðast við vanda Landsréttar vegna dóms MDE. Dómurum verði svo fjölgað aftur með sólarlagsákvæði í lögunum. Lagði stjórn Dómstólasýslunnar þessa leið til við ráðherra eftir að dómur MDE var kveðinn upp í mars og aftur eftir að yfirdeild réttarins samþykkti að taka málið til endurskoðunar. Við það tækifæri sagði Benedikt Bogason, formaður Dómstólasýslunnar, að tillagan væri gerð með hliðsjón af grundvallarreglu réttarríkisins um sjálfstæði dómsvaldsins og mikilvægi þess að dómarar njóti sjálfstæðis í störfum sínum. „Við teljum mjög óheppilegt að stór hluti dómara við Landsrétt eða allt að þriðjungur sitji í réttinum með tímabundna setningu,“ sagði Benedikt í samtali við Fréttablaðið 11. september síðastliðinn. Ef frumvarp um tillögu Dómstólasýslunnar hefði verið lagt fram strax á síðasta vorþingi eða jafnvel fyrr í haust hefði verið unnt að skipa fleiri dómara nú fyrir áramót. Slíkt frumvarp hefur ekki verið lagt fram enn. En jafnvel þótt frumvarpið yrði lagt fram strax í dag og því hraðað gegnum þingið er ljóst að ekki myndi gefast tími til að auglýsa embættin né gefa hæfisnefnd tíma til að leggja mat á umsækjendur áður en skipa þyrfti í embættin um áramót. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Dómstólasýslan hefur fallist á beiðni þeirra fjögurra dómara sem dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í Landsréttarmálinu tekur til, um launað leyfi til 1. júlí næstkomandi. Dómararnir fjórir hafa ekki dæmt mál frá því dómur MDE var kveðinn upp í mars síðastliðnum. Um skeið sinntu því aðeins ellefu dómarar dómstörfum með þeim afleiðingum að mál tóku að safnast upp við réttinn. Auk dómaranna fjögurra er einn dómari við réttinn í námsleyfi til 1. mars á næsta ári. Tveir dómarar óskuðu í september eftir launuðu leyfi til áramóta og voru þá settir þrír dómarar við réttinn tímabundið. Setning tveggja þeirra rennur út um áramót en þess þriðja í lok febrúar á næsta ári. Þar eð samþykkt hefur verið að veita dómurunum fjórum leyfi í sex mánuði frá áramótum er unnt að setja fjóra dómara við réttinn þann tíma, án auglýsingar. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, staðfestir í svari til Fréttablaðsins að slíkri ósk hafi þegar verið komið á framfæri við dómsmálaráðuneytið. Þetta þýðir að fjórir af fimmtán starfandi dómurum við réttinn eru ekki skipaðir á grundvelli opins skipunarferlis sem hefur það markmið meðal annars að tryggja sjálfstæði dómsvaldsins. Stöðurnar eru ekki auglýstar og hæfnisnefnd mun því ekki skila áliti um þá sem hæfastir eru. Á grundvelli 26. gr. dómstólalaga mun ráðherra hins vegar setja í hin tímabundnu embætti á grundvelli tillögu hæfisnefndar. Í ákvæðinu er mælt fyrir um að settir dómarar skuli koma úr röðum fyrrverandi dómara. Sé það ekki mögulegt þá úr röðum annarra sem fullnægja skilyrðum til að hljóta skipun í embætti landsréttardómara. Dómararnir fjórir sem settir verða búa hins vegar við allt önnur starfskjör en skipaðir dómarar enda aðeins með tímabundna ráðningu við réttinn. Reglur um skipun og starfskjör dómara eru mikilvægur þáttur fyrir sjálfstæði dómsvaldsins. Reglu um æviráðningu dómara er ætlað að tryggja að dómari þurfi ekki að óttast starfsmissi eða önnur óþægindi vegna dóma sem þeir kveða upp og gætu farið gegn vilja valdhafa eða áhrifaafla í samfélaginu. Stjórn Dómstólasýslunnar hefur ítrekað lagt til við ráðherra að skipuðum dómurum verði fjölgað við Landsrétt með lagabreytingu til að bregðast við vanda Landsréttar vegna dóms MDE. Dómurum verði svo fjölgað aftur með sólarlagsákvæði í lögunum. Lagði stjórn Dómstólasýslunnar þessa leið til við ráðherra eftir að dómur MDE var kveðinn upp í mars og aftur eftir að yfirdeild réttarins samþykkti að taka málið til endurskoðunar. Við það tækifæri sagði Benedikt Bogason, formaður Dómstólasýslunnar, að tillagan væri gerð með hliðsjón af grundvallarreglu réttarríkisins um sjálfstæði dómsvaldsins og mikilvægi þess að dómarar njóti sjálfstæðis í störfum sínum. „Við teljum mjög óheppilegt að stór hluti dómara við Landsrétt eða allt að þriðjungur sitji í réttinum með tímabundna setningu,“ sagði Benedikt í samtali við Fréttablaðið 11. september síðastliðinn. Ef frumvarp um tillögu Dómstólasýslunnar hefði verið lagt fram strax á síðasta vorþingi eða jafnvel fyrr í haust hefði verið unnt að skipa fleiri dómara nú fyrir áramót. Slíkt frumvarp hefur ekki verið lagt fram enn. En jafnvel þótt frumvarpið yrði lagt fram strax í dag og því hraðað gegnum þingið er ljóst að ekki myndi gefast tími til að auglýsa embættin né gefa hæfisnefnd tíma til að leggja mat á umsækjendur áður en skipa þyrfti í embættin um áramót.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira