Bjarni: Ánægður með sjálfstraustið og hugrekkið í liðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2019 18:50 Bjarni var ánægður með sína menn. vísir/bára „Ég er svakalega ánægður með strákana. Þetta var ekki auðveldur leikur. Við lentum í basli með markvörðinn þeirra [Petar Jokanovic] í byrjun leiks og það hefði alveg getað dregið úr okkar tennurnar. En ég er ánægður með sjálfstraustið og hugrekkið í liðinu,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, í samtali við Vísi eftir sigurinn á ÍBV í dag. „Þeir náðu smá forskoti í byrjun en mér fannst það bara út af því að hann varði nokkur dauðafæri. Við héldum áfram og svo duttu mörkin inn.“ Bjarni kvaðst sáttur með vörn Breiðhyltinga í leiknum. „Við höfum lagt mikla áherslu á varnarleikinn upp á síðkastið. Við erum að ná vopnum okkar í vörninni aftur. Hún var mjög góð gegn Val í síðustu umferð og í dag,“ sagði Bjarni. Kristján Örn Kristjánsson var allt í öllu í sóknarleik ÍBV og skoraði átta mörk. Hann þurfti hins vegar 19 skot til þess að skora mörkin átta og Sigurður Ingiberg Ólafsson var með hann í vasanum á löngum köflum. „Þegar þú spilar á móti svona frábærri skyttu eins og Donna mun stökkva upp lengst fyrir utan og þruma boltanum skeytin og skora mörk. Þetta snýst um að halda hinum niðri og þvinga hann í erfið skot. Það litlu að ég hefði tekið hann úr umferð í seinni hálfleik,“ sagði Bjarni. Hann segist aldrei hafa verið í rónni, þótt ÍR-ingar væru með þægilegt forskot undir lokin. „Ég hafði áhyggjur allan leikinn. ÍBV er með eitt besta lið landsins. Ég bjóst við áhlaupi en við þurftum bara að gera það sem við vorum búnir að gera allan leikinn, halda áfram að keyra og halda pressunni á þeim. Mér fannst við leysa vörnina þeirra mjög vel á köflum,“ sagði Bjarni að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍBV 32-27 | Björgvin og Sigurður magnaðir í sigri ÍR-inga Eftir þrjú töp í röð vann ÍR góðan sigur á ÍBV í Austurberginu. 10. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
„Ég er svakalega ánægður með strákana. Þetta var ekki auðveldur leikur. Við lentum í basli með markvörðinn þeirra [Petar Jokanovic] í byrjun leiks og það hefði alveg getað dregið úr okkar tennurnar. En ég er ánægður með sjálfstraustið og hugrekkið í liðinu,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, í samtali við Vísi eftir sigurinn á ÍBV í dag. „Þeir náðu smá forskoti í byrjun en mér fannst það bara út af því að hann varði nokkur dauðafæri. Við héldum áfram og svo duttu mörkin inn.“ Bjarni kvaðst sáttur með vörn Breiðhyltinga í leiknum. „Við höfum lagt mikla áherslu á varnarleikinn upp á síðkastið. Við erum að ná vopnum okkar í vörninni aftur. Hún var mjög góð gegn Val í síðustu umferð og í dag,“ sagði Bjarni. Kristján Örn Kristjánsson var allt í öllu í sóknarleik ÍBV og skoraði átta mörk. Hann þurfti hins vegar 19 skot til þess að skora mörkin átta og Sigurður Ingiberg Ólafsson var með hann í vasanum á löngum köflum. „Þegar þú spilar á móti svona frábærri skyttu eins og Donna mun stökkva upp lengst fyrir utan og þruma boltanum skeytin og skora mörk. Þetta snýst um að halda hinum niðri og þvinga hann í erfið skot. Það litlu að ég hefði tekið hann úr umferð í seinni hálfleik,“ sagði Bjarni. Hann segist aldrei hafa verið í rónni, þótt ÍR-ingar væru með þægilegt forskot undir lokin. „Ég hafði áhyggjur allan leikinn. ÍBV er með eitt besta lið landsins. Ég bjóst við áhlaupi en við þurftum bara að gera það sem við vorum búnir að gera allan leikinn, halda áfram að keyra og halda pressunni á þeim. Mér fannst við leysa vörnina þeirra mjög vel á köflum,“ sagði Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍBV 32-27 | Björgvin og Sigurður magnaðir í sigri ÍR-inga Eftir þrjú töp í röð vann ÍR góðan sigur á ÍBV í Austurberginu. 10. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍBV 32-27 | Björgvin og Sigurður magnaðir í sigri ÍR-inga Eftir þrjú töp í röð vann ÍR góðan sigur á ÍBV í Austurberginu. 10. nóvember 2019 19:00